Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGURR 17.0KTÓBER 1997 - S
FRÉTTIR
Valdniðsla iiman
s veitarsti ómar?
Hið umdeilda Möðrufell og kaupandi hennar. Matthias Eiðsson trúir á íslenskt
dómskerfi og hyggst ekki láta „hálfguði" úti i sveit segja sér fyrir verkum.
Matthías og frú flytja
ekki að Möðrufelli í
hráð. „Hálfguðir úti í
sveit eiga ekki að ráða
])ví hvar ég hý,“ segir
Matthías.
E.kkert varð af því í gær að
Matthías Eiðsson hrossabóndi
og Hermína Valgarðsdóttir
fengju afhenta jörðina Möðrufell
eins og lögmaður þeirra hafði
gert kröfu um. Tryggvi Gunnars-
son, lögmaður sveitarstjórnar,
segir að rökin séu þau að hrepps-
nefndin hafi tekið ákvörðun um
að láta reyna á hvort fyrri úr-
skurði landbúnaðarráðuneytisins
verði hnekkt fyrir dómstólum.
Reynt verði að fá flýtimeðferð.
„Niðurstaða ráðuneytis snýst að-
eins um form en fyrirætlan
Matthíasar felst í verulegum
breytingum á eigninni, hann ætl-
ar að selja kvóta og kýr í burtu og
breyta mannvirkjum samfara
hrossabúskapnum. Þess vegna
hefur hreppsnefndin lýst yfir að
hún sé ekki tilbúin að afhenda
jörðina en óskar eftir að reynt
verði að ná samkomulagi um
meðferð jarðarinnar á meðan
beðið er niðurstöðu í dómsmál-
inu. Svar hefur ekki borist," seg-
ir Tryggvi Gunnarsson.
„Þeir reyna sjálfsagt að tefj'a
þetta mál eins og þeim framast
er unnt. Það er talað um flýti-
meðferð en hún getur tekið tvo
mánuði og á sama tíma er ég
fastur hér hagalaus. Við hefðum
þurft að vera komin á staðinn til
að girða fyrir hrossin og gera
ýmsar breytingar," segir Matthí-
as sem er með um 80 hross auk
folalda.
Mltt mál ekki sveitarstjóm-
ar
A Möðrufelli eru 74 nautgripir
með 125.000 lítra kvóta. Þannig
er eftir miklu að slægjast fyxir
héraðið en Matthías er þungorð-
ur í garð sveitarstjórnar. „Auðvit-
að er þetta valdníðsla. Þá varðar
ekkert um hvort búið er með
hross eða eitthvað annað á þess-
ari jörð. Þeir geta ályktað að hún
henti betur til mjólkurfram-
leiðslu en hrossabúskapar en
þeim kemur það ekkert við, það
er mitt mál. Fyrir hundrað árum
hefði e.t.v. verið hægt að segja
við menn: Þú býrð hér og þú
þama en í dag ætti maður að fá
að vera þokkalega frjáls gerða
sinna.“
Matthías segir að deilan snúist
alls ekki um hross eða beljur:
„Þetta snýst bara um hver fái
þennan kvóta og gripina. Þarna
er hrepparígur milli manna og
síðan er þessu att út og suður
eins og þetta séu vitleysingar en
eliki menn með fullu viti. Þetta
er orðin þráhyggja."
En Matthías er vongóður um
framhaldið. „Eg trúi því ekki að
þeir \inni þetta mál fyrir dómi.
Ef svo fer, er ekki mikið á ísl-
ensku dómskerfi að byggja. Ein-
hverjir karlar úti í sveit eiga ekki
að ráða hvar hver hýr þótt þeir
haldi kannski að þeir séu ein-
hverjir hálfguðir.“
Varðar beitarþimga
Sveitarstjórinn í Eyjafjarðarsveit,
Pétur Þór Jónasson, vildi lítið tjá
sig um yfirlýsingar Matthíasar en
sagði þó: „I fyrsta lagi er stefna
sveitarstjórnar að viðhalda
mjólkurframleiðslu í sveitinni. I
öðru lagi varðar þetta beitarmál,
þar sem jörðin hentar ekki undir
hrossabúskap.“
Pétur Þór vildi koma á fram-
færi athugasemd vegna þess sem
haft var eftir hrossabóndanum í
Degi í gær. Þar sagði að sveitar-
stjórn hefði haldið 15 milljóna
innborgun á jörðina inni á
bankabók. Hið rétta væri að skv.
ósk lögmanns Matthíasar hefði
upphæðin verið lögð inn á
bankabók sem lögmaðurinn
geymdi. — BÞ
Nær obreytt
verðbólgu-
spá
Endurskoðuð verðbólguspá
Seðlabankans hækkar sáralítið á
þessu ári og lækkar lítillega á því
næsta.
Þótt verðbólga hafi reynst heldur
meiri að undanförnu en áætlað
var í júlíspá Seðlabankans, segir
hann þá hækkun vel innan töl-
fræðilegra skekkjumarka. Mest-
ur hluti hækkuninnar skýrist af
innlendum liðum, m.a. verð-
hækkun á tóbaki ásamt 20%
hækkun á kartöflum og græn-
meti, sem reynslan sýni að lækki
á ný þegar líður á haustið. Vegna
þessa er gert ráð fyrir litlum
breytingum á neysluverðsvísitöl-
unni næstu tvo mánuði.
Ný spá breytist aðeins um örfá
prósentubrot frá þeirri fyrri,
bæði á þessu ári og því næsta og
þá bæði til hækkunar og lækkun-
ar. Gert er ráð fyrir að vísitalan
muni hækka um 2% milli 1986
og 1987 (í stað 2%) og um 2,7%
milli 1987 og 1988 (ístað 2,8%).
- HEI
Lést á rjúpna-
veiðiun
Maður lést við rjúpnaveiðar í
nágrenni Húsavíkur í lyrradag.
Björgunarsveitir fundu mann-
inn á ellefta tímanum í fyrra-
kvöld og er talið að hann hafi
orðið bráðkvaddur. Hann hét
Sverrir Jónsson, búsettur að
Laugabrekku 1 á Húsavík. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og þrjú
börn.
Stjórn SH gat ekki fært hluthöfum í fyrirtækinu þau gleðitiðindi á hluthafafundi i gær að keypt hefði verið frönsk fiskréttaverk-
smiðja. Keppinauturinn, ÍS, gómaði nefnilega bitann fyrir framan nefið á SH, sem hyggst stefna franska fyrirtækinu. Þrátt fyrir
það áfall reyndu SH-menn að bera sig vel i gær fyrir framan Ijósmyndara Dags. mynd: bg
SH-hluthafar
vilja á markað
Samþykkt var á hlut-
hafafundi Sölumið-
stöðvar hraðfrystihús-
anna í gær að selja
hréf í fyrirtækinu á
frjálsum markaði.
Hluthafar í Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna samþykktu í gær
að selja hlutabréf í f\'rirtækinu á
frjálsum markaði, eins og stjórn
þess hafði Iagt til. Jafnframt var
samþykkt að auka hlutafé í fyrir-
tækinu um rúmar eitt hundrað
milljónir króna. Stefnt er að því
að selja bréfin sem fyrst.
Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna er stærsta fyrirtæki landsins
miðað við veltu. Það velti rúmum
26 milljörðum í fyrra, samkvæmt
tímaritinu Frjálsri verslun, og
hagnaðist um rúmar 800 milljón-
ir króna. Því veröur að teljast lík-
legt að hlutabréf í fyrirtækinu
verði eftirsótt.
Umdeild kaup
Stjórnarformaður SH gerði hlut-
höfum f gær ítarlcga grein fyrir
samskiptum fyrirtækisins við for-
svarsmenn franska matvælalýrir-
tækisins Gelmer í Frakklandi.
Sölumiðstöðin taldi sig með
samning um kaup á franska fyrir-
tækinu, en eins og fram kom í
Degi í gær hafa Islenskar sjávar-
afurðir stungið undan SH og
keypt það. SH vill lögbann á þau
kaup og hyggst krefjast skaðabóta
af franska fyrirtækinu. Ekki náð-
ist í forsvarsmenn IS í gær. — VJ
Sameignin í
stjómarskrá
Þ i n g m e n n
Kvennalista vilja
að sett verði nýtt
ákvæði í stjórnar-
skrá lands-
manna, þar sem
kveðið sé á um að
nytjastofnar á
hafsvæðum sem
fullveldisréttur
Islands nái til séu
sameign þjóðarinnar. Jafnframt
að í lögum verði kveðið á um
sjálfbæra nýtingu þessara auð-
linda.
I greinargerð segir að ástæða
sé til að tryggja stjórnskipulega
stöðu ákvæðisins um sameign-
ina í fískveiðistjórnarlögunum,
vegna þess hvernig fiskveiðum
sé nú stjórnað og vegna fyrir-
hugaðra lagabreytinga sem
varða veðsetningu kvóta.
Síldin boðin út
Fjórir þingmenn Jafnaðarmanna
hafa lagt fram
frumvarp um að
veiðiheimildir á
norsk-íslenska
síldarstofninum
verðir boðnar út
árlega. Utgerð-
Sighvatur Björg- um fiskiskipa
vinsson. sem geta stund-
að síldveiðar
verður sam-
kvæmt því heimilt að bjóða í til-
tekinn síldarkvóta. Frumvarp
þetta var flutt á síðasta þingi, en
ekki útrætt þá.
Rafbréf í stað
verðbréfa
Verðbréf í pappírsformi kunna
að hverfa af sjónarsviðinu, ef
stjórnarfrumvarp sem lagt hefur
verið fram nær fram að ganga.
Það fjallar um rafræna útgáfu
verðbréfa og skráningu eignar-
réttinda yfir þeint. Gert er ráð
fyrir að slík verðbréf verði kölluð
rafbréf. Það hefur lengi verið
áhugi á því hér á landi að koma
á fót tölvuskráningu verðbréf,
sem leysa myndu af hólmi
áþreifanleg verðbréfa. Talið er
að í því felist mikil hagræðing og
sparnaður, auk þess að vera um-
hverfisvænna því það dregur úr
notkun pappírs.
Verslunarleyfl af-
lögð
Sérstakra verslunarleyfa verður
ekki framar krafist af þeim sem
stunda vilja verslun, nái fram að
ganga frumvarp sem viðskipta-
ráðherra hefur lagt fram á Al-
þingi. Samkvæmt því eiga þeir
sem uppfylla ákveðin skilyrði
rétt á að stunda verslun, svo
sem smásölu heildsölu og um-
boðssölu, án sérstakra leyfa, en
þau hafa kostað frá 20-50 þús-
und krónur. A móti kemur að
menn verða að skrá verslun sína
í firma eða hlutafélagaskrá, en
það þurfa einstaklingar ekki að
gera nú. Slík skráning kostar um
40 þúsund kr.
Guðný Guð-
björnsdóttir.