Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUH 17.OKTÓBER 1997 - 3 FRÉTTIR Stórtækir í bílasölu til Rússlands Pattstaða í kennara- deilunni Nokkuð u in óform- lega fundi. Rúm vika til verkfalls Rússar hafa gefiö sem svarar andviröi gardsláttuvélar fyrir hvern skrjóö sem þeir hafa keypt hér á landi, en Islendingar borgaö þeim verðmæti traktorssláttuvélar fyrir hvern nýjan rússneskan bíl. íslendingar hafa selt Rússum samtals um 1.500 bíla á fimm árum eu keypt af þeim rúmlega 900. Island hefur komist í röð bílaút- flutningslanda núna síðustu árin, samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar um utanríkisviðskipti. Þær leiða í ljós að seldir hafa ver- ið næstum 1.500 bílar til Rúss- lands undanfarin fimm ár. Þessi sömu ár hafa Islendingar liins vegar aðeins flutt inn rúmlega 900 bíla frá Rússlandi. Rússar hafa borgað sanitals 42 milljónir fyrir þessa híla sína. At- hygli vekur að meðalverðið var hæst í byrjun þessa tímabils. En síðustu tvö til þrjú ár hafa þeir greitt kringum 20-24 þús. kr. fyr- ir hvern skrjóð að meðaltali. Ódýrir bflar Verðið sem við höfum borgað Rússum fyrir nýju bílana þeirra hefur heldur ekki verið hátt, eða liðlega 200 þúsund krónur að meðaltali. Meðalverð 90 nýrra bíla sem fluttir voru inn frá Rússlandi í fyrra var til dæmis um 234 þúsund krónur. Rússn- esku bílarnir eru enda meira en helmingi ódýrari heldur en aðrir bílar í sömu tollflokkum. Verð nýrra rússneskra bíla var til dæmis heldur Iægra en á þeim traktorssláttuvélum sem fluttar voru til Iandsins á árinu, en að vísu heldur hærra en meðalverð innfluttra rakstrarvéla og snún- ingsvéla. Dregið úr inni og útflutning Bílaútflutningurinn til Rúss- lands var langmestur árið 1994, þegar Rússar keyptu héðan 520 bíla sem komust á útflutnings- skýrslur. Sá fjöldi samsvarar meira en tíunda hluta allra inn- fluttra bíla til landsins þetta sama ár. I fyrra var þessi útflutn- ingur kominn niður í rúmlega hundrað bíla, hveiju sem þar er um að kenna. Munstrið á innflutningshlið- inni er ekki ósvipað. Verulega hefur dregið úr innflutningnum síðustu árin og fjöldinn kominn niður fyrir hundrað í fyrra. - HEI „Þetta er allt saman í skoðun og ekki búið að blása neitt af og ekki búið að samþykkja neitt. Það er ákveðin stffla í þessu og málin þokast hvorki upp né nið- ur,“ sagði Eiríkur Jónsson for- maður Kennarasambandsins seinnipartinn í gær. Samninganefndir kennara og viðsemjenda þeirra mættu til sáttafundar í Karphúsinu í gær. Rúm vika er þangað til boðað v e r k f a I 1 kennara í grunnskól- um hef’st, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Fastlega er reiknað nieð sáttafundum nær daglega EiríkurJónsson. á næstu dögum. Á fundinum í gær var töluvert um það að einstaklingar og hóp- ar innan samninganefndanna tveggja væru að ræða málin óformlega sín í milli. I þeim við- ræðum voru öll mál til skoðun- ar en ekkert eitt sérstaklega um- fram önnur. Þá hafði samninga- nefnd sveitarfélaga enn til skoð- unar þá hugmynd kennara að greiða þeim sérstaklega fyrir meira en þriggja tíma bundna vinnu í skólunum. - GRH Óskiljanleg viðbrögð Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar segir ósldljanlegt hve hart ASI hafi brugðist við niðurstöðu Félagsdóms um stéttarfélagsaðild skóliða hjá borg- inni. í ályktun sem Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður starfsmannafélagsins, sendi fyrir hönd stjórnar þess í gær, eru þessi viðbrögð hörmuð mjög. Þar segir ein- nig að samkomulag hafi verið að vísa deilunni til Félagsdóms og það hafi verið að tillögu fulltrúa Dagsbrúnar og Framsóknar. Niðurstaða hafi nú feng- ist „og hlýtur það að teljast lágmarks- ___________ krafa að aðilar gangist við samkomulagi sem þeir stóðu sjálfir að og byggir á þeirra eigin tillögu," eins og seg- ir orðrétt í yfirlýsingu stjórnar starfsmannafélagsins. Ríkið sýknað í DNA-máli Makhaz Nanava sem ákærður var en síðan sýknaður af því að hafa nauðgað konu um borð í togaranum Atlantic Princess, fær ekki bæt- ur frá íslenska ríldnu. Nanava krafðist þess að fá 3,2 milljónir króna í bætur. Málsatvik voru þau að tvær konur fóru um borð í togarann og kærði önnur þeir- ra nauðgun. DNA-rannsókn fór fram á skipverjum og sýndi bráða- birgðaniðurstaða frá erlendri rannsóknastofnun að sýni úr Nanava hefði fundist í kynfærum konunnar, en enginn annar var ákærður. Nanava hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu og var sýknaður í nauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 1995. Hæstiréttur hafnar því þó að hann eigi rétt til skaðabóta úr ríkissjóði og telur að þótt ósannað sé að nauðgun hafi átt sér stað sé nægilega sannað að hann hafi átt samfarir við konuna. Nanava hafi því orðið her að ósannindum og er það lagt gegn honum í dómnum. — FÞG W Sjöfn íngólfsdóttir. Þaö hvellsprakk á öörum bílanna sem flutti viðkvæmt sprengiefni til Fossvirkis að Sultartanga - mynd: fþg Sprengidagur á Sultartanga Það sprakk á sprengi- efnisbíiniun. Það sprakk á ráðherra- bílnnm. Og ráðherra sprengdi haftið í Snlt- artangavirkjun. Gærdagurinn var mikill sprengi- dagur hjá því fólki sem áttu leið upp að Sultartangavirkjun við Sandafell. Fyrirfólk fjölmennti austur til að verða vitni að því er Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sprengdi fyrsta haftið í að- rennslisgöngum virkjunarinnar. En sprengingarnar urðu fleiri en menn áttu von á. Lögreglubif- reið og slökkviliðsbifreið fylgdu tveimur stórum flutningabifreið- um Fossvirkis austur, en þær voru fullar af sprengiefni. Ná- lægt Birtu sprakk heiftarlega á öðrum flutningabílnum og rifn- aði hretti af bílnum. Kunnugir segja að þarna um slóðir sveimi draugur sem ekki síst gerir öku- mönnum óknytti. Skömmu síðar var sjálfur ráð- herra á leið um á bíl sínum og er engu líkara en að móri hafi ákveð- ið að taka vel á móti honum. Dekk sprakk á bíl Finns og tafði það ferð hans nokkuð. Hann komst þó á áfangastað og gekk áfallalaust hjá honum að ýta á takkann sem sprengdi fyrsta haft- ið í göngum sem eiga að verða 3,4 kílómetra löng og því litlu styttri en Hvalljarðargöng. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.