Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 16

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 16
VEÐIJR HORFIJR Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tima úrkomu en vin- dáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Reykjavík NNA3 VSV1 SV3 N2 SSA3 NNA3 S3 NV4 SA3 Stykkishólmur NNA5 SSV3 SV4 N3 S4 NNA4 S4 NNV4 SSA4 Bolungarvík Sun Mán N2 SSV3 N4 SSV4 Blönduós -5 -10 Fös Lau Sun Mán ‘ ’n Mm ■ -10 - 5 0 NNA3 SSV2 S4 NV2 SSV3 NA2 S2 NNV2 SSV2 Akureyri -10 J NNA3 SSV2 SSA3 NV3 S3 NA3 SSV3 VNV3 SSV3 Egilsstaðir N4 N3 CCV3 NNV4 S4 N4 SSV3 V3 S3 Kirkjubæjarklaustur °c Fös Lau Sun Mán mm NA4 NA1 SSV4 NNV2 SSA3 NA2 SV2 V2 SA2 Stórhöfði !9 FÖS Lau Sun Mán mm ------------------------------. 30 •20 0 - _________________________________0 NA5 NNV2 SV5 N4 SSA4 NNA4 SSV5 VNV6 SA5 Veðrið í dag... Breytileg átt, gola, en sums staðar kaldi. Smáskúrir eða slydduél suðvestan- og vestanlands, en hjartviðri á austan- verðu landinu. Hiti 1 til 8 stig. ÍÞRÓTTIR i. ..... PáUþjálfar Leiftursmeim Páll Guðlaugsson verður næsti þjálfari Leiftursmanna. Geng- ið verður frá samu- ingi hans við Leiftur í Ólafsfirði á morguu. PáU miin þá væntan- lega skrifa tnidir tveggja ára samning og táka til starfa hjá Leiftri þaim 1. ndv- emher næstkomandi. Páll hefur átt í viðræðum við þrjú Iið á undanförnum dögum, Leiftur, Stjörnuna og Selfoss, en var í gærdag ekki tilbúinn að staðfesta að hann mundi skrifa undir samning við Leiftur á morgun, þegar blaðamaður Dags hitti hann að máli á hóteli í Reykjavík. „Líklega verður gengið frá málum á laugardaginn. „Eg er búinn að ákveða hvert ég fer. Þetta hefur átt sér langan að- draganda og ég verð feginn þeg- ar málin verða endanlega frá- gengin,“ sagði Páll. Hann sagðist þó ekki hafa viljað ganga lrá neinu í dag. „Eg vil ekki klára nein mál á föstudögum, ég er með sérstaka hjátrú hvað það varðar.“ Samkvæmt heimildum Dags mun það vera tilboð Leifturs sem Páll gengur að á morgun og Páll er þegar farinn að vinna í leikmannamálum. Flest bendir til þess að Leiftursmenn haldi flestum sínum mönnum. Ovíst er með Þorvald Makan, aðal- markaskorara liðsins í sumar, en Eyjamenn hafa gefið honum hýrt auga. Þá er ekki fullljóst hvað verður með Rastislav Lazorik, en samningur hans hef- ur kostað Leiftursliðið drjúgan skilding á undanförnum tveimur árum. Ahugi er fyrir því að halda Gunnari Má Mássyni áfram hjá liðinu, en það er engin vissa fyr- ir því að svo verði, enn sem kom- ið er. Næsta stig á ferliniun - En hvað varð þess valdandi að Páll sýndi því áhuga að taka að sér þjálfun hér á landi, eftir nítján ára dvöl í Færeyjum? „Ég hef viðað að mér þekkingu í þjállun á mörgum undanförnum árum og mér fannst sem þetta væri næsta stig á ferlinum; að þjálfa íslenskt lið. Ég veit að mín bíður erfitt verkefni, en mér finnst það mjög kitlandi að koma hingað og þjálfa," segir Páll. Aðspurður um það hvort hann líti á sig sem Færeying eftir öll árin ytra, sagði hann svo ekki vera. „Ég lít alltaf á mig sem Islend- ing, þó að árin hafi verið mörg úti, ég er hins vegar ekld alkom- inn heim. Ég reikna með því að koma hingað og þjálfa í nokkur ár.“ Gífurlegur áhugi Ekki eru svo ýkja mörg ár síðan Færeyingar voru aðhlátursefni Islendinga þegar kom að knatt- spyrnu og ekki var óalgengt að íslenska liðið næði að fylla einn tug af mörkum í innbyrðis viður- eignunum við frændþjóðina. Það breyttist í tíð Páls sem landsliðs- þjálfara ogjafnteflið sem Færey- ingar gerðu við Austurríkismenn þaggaði niður í mörgun. Árang- urinn upp á síðkastið lofar góðu og munurinn á frændþjóðunum er ekki lengur mikill. Skemmst er að minnast naums sigurs ís- lands gegn Færeyjum á Horna- firði í sumar, 1:0, þar sem Fær- eyingar stilltu ekki upp sínu sterkasta Iiði. „Unnið hefur verið mjög skipulega að því að mennta þjálf- ara, alveg frá 1984 og það hefur skilað sér. Margir tæknilega góð- ir spilarar hafa komið upp á síð- ustu árum. Áhuginn er líka alveg ótrúlegur, sem sést best á því að af 44 þúsund íbúum stunda sjö þúsund þeirra knattspyrnu. - En mun Páll fara að flytja færeyska knattspyrnumenn með sér í íslensku úrvalsdeildina? „Það á eftir að koma í Ijós. Færeyskir spilarar hafa verið heimakærir og þeir sem farið hafa til danskra liða, hafa oft snúið til baka. Ég held hins veg- ar að það væri mjög þroskandi fyrir þá að koma hingað og það er vissulega möguleiki." Ferill Páls Páll Guðlaugsson er Vest- mannaeyingur að upplagi og hóf þjálfaraferil sinn í Vestmanna- eyjum árið 1976, þegar hann tók við 4. flokki Týs og þar var Hlynur Stefánsson (núverandi fyrirliði ÍRV) á meðal lærisveina Páls. Stuttu síðar lá leiðin til Þórshafnar í Færeyjum. Hann var aðstoðarmaður Björns Arna- sonar með 1. deildarlið Götu á árunum 1981-82. Hann þjálfaði síðan 2. og 3. deildarlið í Fær- eyjum á næstu árum. Þekktastur er hann fyrir að hafa stjórnað færeyska karlalandsliðinu um fimm ára skeið, 1984-89, en hann hefur einnig stjórnað drengja-, unglinga- og kvenna- landsliðum Færeyja. Undanfar- in tvö ár hefur hann stýrt liði Götu sem varð tvöfaldur meist- ari í fyrra, bæði í deild og bikar. Uppskera liðsins í ár var sigur í bikarkeppninni og 3. sætið í deildinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.