Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1997 - 13 Til Stuttgart á siumudag KR-ingurinn Anuri Sigþórsson fer til Þýskalands á sunnudaginn þar sem hann verður við æfingar hjá Islandsvinunum í Stuttgart. Þeir Stóðgarðsmenn hafa sýnt Andra áhuga undanfarið og buðu honum til tveggja vikna dvalar hjá félaginu. Andri sagði í spjalli við Dag að Stutt- gartdvölin legðist vel í sig enda félagið gott. Andri sagðist einnig vera nokkuð góður af meislunum sem hrjáð hafa hann meira og minna í allt sumar. „Eg verð bara að vona að fóturinn haldi. Það er aðalatrið- ið.“ Andri verður áttundi KR-ingurinn sem fer utan til knattspyrnuiðk- unar á árinu. Hinir eru Hilmar Björnsson, Oskar Hrafn Þort'aldsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Ríkharður Daðason, Ólafur Kristjánsson og Þórhallur Dan Jóhannsson. Nýr BandaríkjamaðllJ, til Vals Nýr bandarískur leikmaður lék með Valsmönnum gegn Skallagrími í DHL-deildinni í gærkvöld. Leikmaðurinn, Warren Peebles, er bak- vörður um 187 sentimetrar á hæð. Hann lék með Virginia Union há- skólanum og vann meðal annars annarar deildar meistaratitil með Iiði sínu. Valsmenn binda miklar vonir við að gengi liðsins batni með til- komu þessa Ieikmanns, sem sagður er mjög góður, en gengi Hlíðar- endastrákanna hefur verið afleitt í þeim tveim leikjum sem þeir hafa leikið til þessa. — GÞÖ KR-ingar höfðu þriggja stiga sigur á ÍR í slag Reykjavíkurliðanna í gærkvöld. - mynd: bg KFÍ sigraði Keflavík Fimm Ieikir fóru fram í úr- valsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Hæst ber útisigur KFI gegn Keflavík, 78:85. Önnur úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi: Haukar-ÍA 89: 66 Valur-Skallagrímur 92-108 KR-ÍR 86: 83 Grindavík-Þór 100: 5 5 Umferðinni Iýkur í kvöld með viðureign Tindastóls og Njarðvíkur sem hefst kl. 20 á Sauðárkróki. Andri Sigþórsson, unglingalandsliðsframherji, afhendir Þorsteini Ólafssyni, fyrrum landsl/ðsmarkverði og formanni Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, 400 þúsund krónur. - myndir: pjetur Hálf milljón til Uknarmála Guðrún Inga Sívertsen og fimm vikna gamalt barn hennar og Einars þórs Danielssonar, afhenda Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, 100 þúsund krónur. Andri Sigþórsson, markakóngur KR-inga, og Einar þór Daní- elsson, félagi hans úr KR, af- hentu í gær líknarfélögum peng- ingaverðlaunin sem þeir fengu frá Lengjunni fyrir að skora þrennu í leik. Andri gaf verð- launafé sitt, 400 þúsund krónur, til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna og Einar Þór gaf Barnaspítala Hringsins sfn verð- laun. Eiginkona Einars, Guðrún Inga Sívertsen, og fiinrn vikna gamall sonur þeirra, tóku við verðlaununum fyrir Einars hönd og afhentu þau Asgeiri Haralds- syni, yfirlækni Barnaspítalans. Þorsteinn Ólafsson, formaður Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna, sagði það ómetan- legan stuðning þegar íþrótta- menn brygðust við með þessunt hætti og gæfu slíkar gjafir til þeirra er minna mega sín. „Iþróttamenn eru tákn hreyst- innar og því er það stórkostlegt þegar þeir rétta sjúkum börnum hjálparhönd með þessum hætti. Andri er mikill íþróttamaður og sýnir með þessu mikið göfug- lyndi og ég, fyrir hönd félagsins, óska honum alls hins besta í ERLENT Metfé hjá Fulliam Kevin Keegan, framkvæmda- stjóri enska 2. deildar liðsins Fulham, reiddi í gær fram hálfa ntilljón punda fyrir miðvallar- leikmann Arsenal, Ian Selley. Þetta er hæsta upphæð sem Fulham hefur greitt fyTÍr leik- rnann. Selley var í U-21 árs landsliðinu en hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í úrvalsdeild- arliðinu, eftir fótbrot fyrir tveim- ur árum. framtíðinni og vona að honum eigi eftir að ganga vel á knatt- spyrnuvellinum í framtíðinni," sagði gamli landsliðsmarkvörð- urinn, Þorsteinn Ólafsson, og vildi einnig koma þakklæti til Leiftursmannsins Rastislav Lazorik sem einnig gaf félaginu þrennuverðlaun sín. Rafveita Hafnarfjarðar Útboð Bygging steinsteypts rofastöðvarhúss Rafveita Hafnarfjarðar óskar hér með eftir tilboðum í byggingu steinsteypts húss fyrir rofastöð við Suðurholt 2a í Hafnarfirði. Stöðin er 460 rúmm. að stærð á tveimur hæðum. Útboðsgögn verða afhent á innheimtudeild Hafnar- fjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá og með föstudeginum 10. október 1997, gegn 6.500 kr. (með vsk) skilatrygg- ingu. Tiiboðin verða opnuð í aðveitustöð Rafveitunnar, Öldu- götu 39, þriðjudaginn 21. október nk. kl. 11 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafveita Hafnarfjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.