Dagur - 17.10.1997, Qupperneq 11

Dagur - 17.10.1997, Qupperneq 11
X^MT' FÖSTVDAGVR 17.0KTÓBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L. A Dauði þingkonu Hungitrsneyð á Imrrkasvæðum Indónesíu I gær höfðu nærri 500 manns látið lífið á þurrkasvæðunum í Irian Jaya á Indónesíu. Stjórnvöld þar telja að fæðuskortur ógni lífi og heil- su 90 þúsund manns í Ijallahéraðinu Jayawijaya vegna þurrkanna og mikilla hvassviðra sem hafa geisað þar að undanförnu. Skógareldar hafa svo bætt gráu ofan svart. Ekki hafa þó borist þangað nema 28 tonn af hrísgrjónum frá því hjálparstarf hófst á svæðinu þann 23. september síðastliðinn, en talið er að þörf sé á um 36 tonnum á dag. Vilja Tsjúbaís úr embætti Ráðherrar úr ríkisstjórn Jeltsíns Rússlandsforseta og þingmeiri- hluti kommúnista ætla að setjast niður að samningaborði til að fínna einhverja lausn á þrætumál- um sínum. Kommúnistaflokkurinn hefur m.a. farið fram á það að Anatolí Tsjúbaís víki úr embætti varaforsætisráðherra, ásamt því að ríkisstjórnin hverfi að einhverju marki frá markaðsstefnu sinni. Kommúnistaflokkurinn frestaði á miðvikudag atkvæðagreiðslu í þinginu um vantraust á Tsjernómyrdín forsætisráðherra, en atkvæðagreiðslan fer fram þann 22. október ef málamiðlun hefur ekki náðst fyrir þann tíma. Anatolí Tsjúbaís. í febrúar 1994 var Yann Piat, tæplega hálffimmtug þing kona fransks stjóm- niálaílokks sem þekktur er iindir skammstöfuninni UDF, skotin til bana í bíl sínum á vegi í Suð- ur-Frakklandi, af til- ræðismönnum á bif- hjóli. UDF er annar af tveimur stórum hægriflokkum landsins, virðuleg- ur talinn og gjarnan skilgreindur sem frjálslyndur. Yann Piat hafði vakið athygli með þra að ráðast skörulega gegn spillingu, sem lengi hefur mikið þótt vera um í suðausturhluta Frakklands, sérstaklega á strönd landshlutans Provence. Rívíera og Cote d’Azur eru nöfn sem lengi hafa verið höfð á lengri eða styttri ræmum strandar þessarar. Piat hafði með nýnefndri baráttu sinni náð verulegum vinsældum og verið af því tilefni kölluð „Yann d’Arc." Hægfara raimsókn Fljótlega eftir að morð þetta hafði verið framið komst á kreik orðrómur um að þar hefðu ekki eingöngu „venjulegir" glæpa- menn átt hlut að máli, heldur einnig áhrifamiklir stjórnmála- menn í tengslum við mafíur. Um þesskonar samtök er mikið þar á ströndinni, sem mjög er sótt af ferðamönnum. Itöísku mafíurn- ar hafa fyrir löngu náð þar veru- legum ítökum og á þeim slóðum er mikið um Korsíkumenn. Fljá þeim er við lýði ættarmafíuhefð frá fornu fari. Nokkur grunur hefur í þessu sambandi fallið á suðurfrönsk lögreglu- og dómsmálayfírvöld. Þau þykja hafa farið sér hægt við rannsókn morðmáls þessa og það er enn óupplýst. Ekki síður kyn- leg þykja viðbrögð sömu yfirvalda gagnvart fleiri álíka voveiflegum dauðsföllum. T.d. úrskurðaði rík- issaksóknari í Aix-en-Provence nýlega að tæplega sextugur mað- ur að nafni André Isoardo, sem fannst skotinn til bana úti í runna, hefði svipt sig lífí. Að því er blöð herma hafði Isoardo sam- kvæmt þeirri niðurstöðu skotið sig fimm skotum úr ýmsum átt- um, þ.á m. einu í hægri úlnliðinn og var hann þó rétthentur. Þetta þótti ýmsum fullmikil leikfími til þess að hægt væri að trúa henni á Isoardo, þótt hann hefði verið talínn fimleikamaður nokkur í stjórnmálum. A þeim vettvangi hafði hann byrjað sem kommún- isti, orðið síðar róttækur hægri- maður og loks gengið í UDF og verið kosinn fyrir þann flokk í svæðisráð fylkisins Provence- Alpes-Cote d’Azur. „Morðingjar í miðju valds“ Tveimur og hálfum mánuði eftir morðið á Piat fundust bræður tveir, Fernand og Christian Sancené, látnir í bílskúr sínum. Yfirvöld úrskurðuðu að útblástur úr bíl hefði orðið þeim að bana, þótt blóð væri á gólfi bílskúrsins. Það fréttist að þeir bræður hefðu vitað sitthvað um Piat-málið og geymt þann fróðleik í tölvu hjá sér. Hver sem sá fróðleikur var mun honum hafa verið eytt úr tölvunni við þetta tækifæri. Ann- ar bræðranna hafði um skeið ver- ið samstarfsmaður Jean-Claude Gaudin, fyrrverandi ráðherra og núverandi borgarstjóra í Marseille. Nú hefur Piat-málið vaknað heldur betur til Iífsins eftir að út kom bók um það eftir tvo rann- sóknablaðamenn, André Rou- geot og Jean-Michel Verne. TitiII bókarinnar: „Yann Piat-málíð. Morðingjar í miðju valds.“ I bók þessari gefa höfundar til kynna að þeir telji að Gaudin og annar stjórnmálamaður í fremstu röð, FranAois Léotard, formaður UDF og fyrrum varnarmálaráð- herra, hafi látið myrða Piat, vegna þess líklega að hún hefði komist yfír skjalfestar sannanir fyrir því að „Rívíeru-furstar" þessir, eins og þýska blaðið Der Spiegel orðar það, hafi staðið í fasteignabraski í samstarfi við mafíur. Myndir teknar af moröi í bókinni eru stjórnmálamenn þessir tveir að vísu aðeins nefnd- ir dulnefnum, en enginn virðist vera í vafa um við hverja sé átt. Þeir hafa höfðað mál gegn höf- undunum, en bókin er hæst á sölulista og sagt er að margir Frakkar telji ekki ósennilegt að þar sé farið með rétt mál. Léot- ard hafði raunar áður, meðan hann var borgarstjóri í Fréjus, verið orðaður við skuggaleg við- skipti. Þeir Rougeot og Verne styðjast í bókinni einkum við upplýsingar frá manni, sem auðvitað er ekki gefið upp hver er en virðist vera hershöfðingi á eftirlaunum, áður starfandi hjá leyniþjónustustofn- un að nafni Direction du res- eignement militaire (DRM) er mun vera á vegum hersins. Sam- kvæmt bókinni hafði hershöfð- ingi þessi fylgst með Piat um skeið áður en hún var myrt og var í bíl um 100 metrum á eftir henni er það gerðist. Hann á að hafa séð að morðingjarnir voru erindrekar annarrar franskrar leyniþjónustustofnunar og meira að segja tekið myndir af þeim við morðið. Lionel Jospin, sósíalisti og nú- verandi forsætisráðherra, sem hefur á sér heiðarleikaorð og hef- ur mjög látið í veðri vaka að stjórn hans hyggist siðbæta Frakkland, hefur heitið því að „hið alvarlega” Piat-mál skuli upplýst, jafnvel þótt til þess þurfi að „opinbera leyndarmál viðvíkj- andi vörnum ríkisins." Þetta vakti almenna undrun; að mál þetta snerti eitthvað öryggismál Frakklands hafði enginn fram að þessu heyrt minnst á. Kohl er hvergi á fönun Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann ætlaði að sitja allt næsta kjörtímabil í embætti kanslara, eða til ársins 2002, hljóti hann til þess kjörfylgi. Kohl hafði nýverið lýst því yfir að Wolfgang Scháuble, ráðherra í ríkisstjórn Kohls, yrði eftir- maður sinn. Ummæli hans í gær tóku hins vegar af öll tvímælí um að það þýddi að hann myndi víkja fyrir Schauble á kjörtímabilinu. Prodi vinnur traust þmgsius Romano Prodi, forsætisráðherra Italíu, bar í gær sigur úr býtum þegar greidd voru atkvæði á þing- inu um traustsyfirlýsingu á hendur honum. Traustsyfirlýsingin var samþykkt með 319 atkvæðum gegn 285, og hefur Prodi því tryggt sér stuðning kommúnista að nýju. Hvatti Prodi þingheim til að sam- þykkja fjárlögin fyrir 1998 hið fyrs- ta, en Prodi sagði af sér embætti í síðustu viku eftir að þingmenn Endurreisnarflokks kommúnista neituðu að greiða fjárlagafrumvarp- inu atkvæði sitt. Romano Prodi. Danir húa vel að öldruðum Hvergi á Norðurlöndum lætur ríkið jafnmikið af hendi rakna til aldr- aðra eins og í Danmörku, að því er fram kemur í nýbirtri rannsókn sem fimm norrænir vísindamenn hafa gert. Til að mynda fær einn af hverjum fjórum Dönum eldri en 65 ára aðstoð heim til sín, en aðeins einn af hverjum 6 eldri borgurum í Noregi og Svíþjóð. I skýrslunni kemur fram að Noregur hefur um langa hríð greitt minna til aldraðra en bæði Svíþjóð og Danmörk, en á síðustu árum hefur Svíþjóð skor- ið verulega niður þjónustu við eldri borgara. Göran Persson viH umræðu um lýð- ræðið Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur sent bréf til rúm- lega 60 háskólamanna, fréttamanna og stjórnmálamanna þar sem hann hvetur þá til að taka virkan þátt í umræðu um þróun lýðræðis- ins. Ríkisstjórnin fól einnig nýlega hópi þingmanna að fara ofan í saumana á Iýðræðisþróuninni, með hliðsjón m.a. af alþjóðavæðingu efnahagslífsins, niðurskurði í ríkisljármálum, aðildinni að ESB og þróun fjölmiðla, og á hópurinn að skila tillögum um það hvernig unnt sé að styrkja stoðir lýðræðisins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.