Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 2
2-FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1997
ro^tr
FRETTIR
Áhorfendum hleypur eðlilega kapp I kinn á íþróttakappleikjum, KA-mönnum sem öðrum. Yfirleitt er stemmningin góð eins og á myndinni en
undantekningar koma upp eins og í Kópavogi f fyrrakvöld þegar áhangendum KA og HK laust saman með alvarlegum afleiðingum. Sparkað var í
liggjandi mann, hrækt á hann og tilraun gerð að hleypa úr dekkjum bifreiðar. Handknattleikssambandið hefur málið til umfjöllunar.
Gróf árás eftír
liandboltaleik
Gróf líkamsárás á áhang-
anda KA eftir handbolta-
leik í Kópavogi. Maður
hrækti framan í hann og
reyndi að hleypa lofti úr
dekkjum.
Sá fáheyrði atburður átti sér stað eftir
handboltaleik KA og HK sem fram fór
í Kópavogi í fyrrakvöld, að áhorfandi
réðist að áhanganda KA og barði af
kröftum eftir að KA vann sigur á and-
stæðingunum með einu marki. Kópa-
vogsbúi sparkaði m.a. í Akureyringinn
liggjandi og þurfti nokkra menn til að
stöðva slagsmálin. Ennfremur reyndu
tapsárir að hleypa lofti úr dekkjum bif-
reiðar áhangenda.
Kristján Sveinsson er bróðir fórnar-
FRÉTTA VIÐ TALIÐ
lambsins og hann var viðstaddur þegar
allt varð vitlaust: „Við stóðum þarna
bræðurnir og vorum að fagna. Þá kem-
ur 17-18 drengur og ýtir helvíti hressi-
lega við okkur. Við spurðum hvaða
stælar væru í honum og þá skiptir eng-
um togum að hann réðist á Árna. Eg
stökk á gæjann til að reyna að hjálpa
bróður mínum en var þá rifinn af hon-
um. Bróðir minn lenti í gólfinu og þá
tók einn sig til og sparkaði bæði í lær-
ið innanvert og í síðuna á honum."
Hremmingunum hjá Arna var ekki
lokið því þegar hann reyndi að komast
út úr húsinu voru gerð hróp að honum
og hann laminn í bakið. Þegar að bfln-
um kom, stóðu þar tveir menn og
reyndu að hleypa úr dekkjunum. Síð-
ustu viðskipti Akureyringanna við
ólátaseggina voru að hrækt var framan
í Árna og félaga hans.
Arni og Kristján eru um fertugt og
segir Kristján að engar ýfingar hafi átt
sér stað fyrir slagsmálin á áhorfenda-
bekkjunum. „Þetta er ótrúleg fram-
koma og verður að taka hart á þessu.
Ef ekki, ganga menn á Iagið og hleypa
öllu upp,“ segir Kristján.
Árni var á leið í myndatöku á sjúkra-
húsí í gær enda lék grunur á að hann
væri rifbeinsbrotinn. Hann hafði ekki
kært málið til lögreglu en að sögn
bróður hans íhugar hann það. Búið er
að ræða við HSI og stjórn KA vegna
málsins.
Arni Stefánsson, liðsstjóri KA, hefur
lent í ýmsu á undanförnum árum en
hann minnist ekki hefndaraðgerða líkt
og að ofan er greint frá. „Þetta er
slæmt fyrir handboltann í heild sinni
og öllu íþróttalífi til vansa. Eg á þó ekki
von á að neinir eftirmálar verði af
þessu atviki af okkar hálfu.“
- BÞ
Það bíða víst fleiri en forsætisráðherra spenntir
eftir að framkvæmdum við stjómarráðið ljúki,
en þær hafa tekið lengri tíma en áætlað var. í
pottinum segja menn að það sé farið að hafa
áhrif á framþróun bæði ísienskrar kvikmynda-
listar og þróun og endurnýjun námsgagna og
námsefnis í grunnskólanum. Kvikmyndasjóður
íslands er nú í bráðabirgðahúsnæði á lyrstu hæð
Hallveigarstaða að Túngötu 14, en þar á bæ bíða
menn eftir því að komast í framtíðarhúsnæði
sitt á annarri hæð í mcnntamálaráðuneytinu.
Þar er hins vegar íyrir starfshópur sem er að end-
urskoða námsgögn og námsefni grunnskólanna.
Hann bíður nú eftir því að komast á sinn stað í
menntamálaráðuneytinu, en þar er forsætis-
ráðuneytið tímabundið vistað meðan stjómar-
ráðshúsið er gert upp.
Framundan era talsverðar hræringar í fjölmiðla-
heiminum. Blaðameimimirgamaireyndu Sigur-
jón M. Egilsson og Sæmundur Guðvinsson ætla
sem kumiugt er að stofna nýtt vikublað og í pott-
inum er fullyrt að það verði kailað Nýja mánu-
dagsblaðið. Eldri lesendur muna sjálfsagt eftir
Mánudagsblaðinu sáluga, sem oft hneykslaði
góðhorgara þessa lands, en hvort nýja blaðið á
eftir að gera það, kemur í ljós
Jón Axcl Ólafsson og peningamennimir sem að
honum standa em líka sagðir stefna að blaðaút-
gáfu eftir hálft ár, til viðbótar við útvarpsstöðina
sem bráðum fer í loftið og sjónvarpsstöðina sem
er á teikniborðinu:
Og enn af fjölmiðlungum: Blaðamannafélag ís-
lands ætlar að halda veglega 100 ára afmælishá-
tíð laugardagiim 22. nóvemher næstkomandi.
Pottverjar vora að ræða þessi hátíðarhöld og
reyna að sjá íýrir sér það ástand sem kann að
skapast þegar allir hlaða- og frétíamenn landsins
þyrpast saman til að skála. Hvað svo sem úr verð-
ur töldu pottverjar einsýnt að fréttir yrðu harla
fátæklegar strax í
V_______________-
kjölfar afmælishátíðarinnar.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Borgarstjðri
Eftirliti með vínveitinga-
húsum virðist í mörgu ábóta-
vant og borgaryfirvöld vilja
breyta því.
Víljum ekki kvóta
á vínveitmgahús
— Kvartað hefur verið yfir mörgutn vín-
veitingahúsum í Reykjavík, sem sum hver
valda verulegu ónæði og eru jafnvel rekin
án tilskilinna leyfa. Hvað er hægt að gera
við þessu ástandi?
„Við höfum ekki viljað setja kvóta á fjölda
vínveitingahúsa í miðborginni eða almennt.
Við óttumst að þar með værum við jafnvel
að festa skussana í sessi, en loka fyrir öðr-
um. Við höfum ekki viljað búa til verðmæti
með slíku kvótafyrirkomulagi. En við höfum
fullan vilja til að vinsa úr þá sem ekki standa
sig og það þyrfti að gera með miklu öflugra
eftirliti en nú er. Við höfum það ekki í okk-
ar höndum. Við höfum samþykkt og sent til
dómsmálaráðuneytisins heimildir tíl Iög-
reglustjóra til tímabundinnar eða varanlegr-
ar Ieyfissviptinga vínveitingaleyfa, ef leyfis-
hafí fylgir ekki settum reglum.
I öðru Iagi höfum við hvatt lögreglustjóra
til að beíta heimild í fjórðu grein lögreglu-
samþykktar, á stöðum sem uppvísir verða að
því að valda íbúum ónæði vegna hávaða af
völdum hljómflutningstækja.
Við höfum einnig lagt áherslu á að í
áfengislögum, sem löngu er tímabært að
endurskoða, verði krafa um mat á umsækj-
andann sjálfan, en ekki bara búnað staðar-
ins eins og nú er gert við veitingu vínveit-
ingaleyfis."
— Viljið þið sjá frekari breytingar á
áfengislögunum ?
„Við höfum lagt talsverða áherslu á að
sveitarstjórnir geti ákveðið opnunartíma
veitingahúsa. Það er forsenda þess að hægt
verði að leyfa sveigjanlegri lokunartíma á
þessum stöðum, þannig að ekki séu allir að
koma út í einu. Það gengur ekki, eins og
reynslan sannar."
— Þarf að herða eftirlitið?
„Já jrað er nauðsynlegt og þá einkum að
styrkja heimildir lögreglunnar til að sinna
þessu eftirliti, þannig að það sé hægt að
sigta skussana frá. Við höfum viljað leggja
mat á umsækjendur og það höfum við að
vissu Ieyti verið að gera, þótt sumir segi
okkur skorta heimild til þess. Það eru mörg
gjaldþrot í þessari grein og menn fara oft frá
og skilja slóðina eftir sig. Það er mikil svört
atvinnustarfsemi í kringum þetta og því höf-
um við viljað láta taka á.
Ef menn þyrftu til dæmis að leggja fram
ábyrgðir áður en þeir opna vínveitingastað,
mat yrði lagt á umsækjandann og um leið
ríkjandi virkt eftirlit, myndi ef til vill verða
ákveðin grisjun."
— Sumir segja að einhversstaðar verði
vondir að vera. Hvað finnst þér um þá
kenningu í þessum málum?
„Ég hef vissa samúð með þessari kenn-
ingu. En þeir verða helst að vera einhvers
staðar þar sem þeir eru ekki að áreita aðra
eða þröngva sér upp á þá sem ekki vilja
verða á vegi þeirra.“
— Eiga „hinir vondu“ að vera í hjarta
borgarinnar?
„Það er í sjálfu sér ekki æskilegt. Þó er
hæpið að loka stað vegna þess að það eru
ekki nógu fínir kúnnar sem sækja hann eða
þeir teljist undirmálsfólk, ef staðurinn er að
öðru leyti í lagi. Ef það er kvartað undan
hávaða, Iátum eða að mikil lögregluafskipti
þurfa að eiga sér stað, þá horfir málið öðru
vísi við.“ — FÞG