Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 10
10- FÖSTUDAGVR 17. OKTÓBER 1997 Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur veröur haldinn í Skipholti 50D, 3. hæö, föstudaginn 17. október kl. 18. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Sjómannafélag Reykjavíkur. Viðskiptafræðingur - skrifstofustjóri Laus er til umsóknar ný staða skrifstofustjóra á skrif- stofu sveitarfélagsins. Samkvæmt fyrirliggjandi starfs- lýsingu fer skrifstofustjóri með daglega stjórnun fjár- mála og er yfirmaður almennrar skrifstofu. Skrifstofu- stjóri annast ýmsa áætlanagerð og úrvinnslu, sér um útreikninga og samninga vegna félagslegra íbúða, hef- ur umsjón og ábyrgð á færslu og frágangi bókhalds sveitarfélagsins, umsjón með launavinnslu, tölvumál- um, innheimtu ofl. Leitað er að viðskiptafræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Spyrjist fyrir um atvinnutækifæri fyrir maka (ef hann er til staðar) - getum alltaf á okkur blómum bætt, t.d. kennurum í grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyrarsveitar, Grund- argötu 30, Grundarfirði, fyrir 24. október nk. Frekari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 438 6630. Verið velkomin í Grundarfjörð! Sveitarstjórinn í Grundarfirði. - fvrir þig! Norðlenskir dagar Kynningar ■; Föstudag Bragakaffi : Kex frá Kexsmiðjunni Trítlar frá Opal Óðalsostur frá KEA Gráðaostur frá KEA Útivistarsokkar frá Glófa % TT Cv Tilboð .o. .8' ööaísostíir kr. 645 kg? Gráöaostyr kr. 19&stk3. Opal trítlar40Q g kr. 255 Hrísalundur sér um sína Q FRÉTTIR rD^tr Gæfar, fagrar og fridsælar. Helsta fridland rjúpunnar er Hrísey og sjá má hve vel þær una sínum hag þessa dagana. mynd: þorsteinn þorsteinsson. Hríseyj arrjúpur í uppsveifLu „Rjúpnastofninn í Hrísey er í talsverðri uppsveiflu þetta árið, en á eftir að stækka enn meira næstu ár,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson, sundlaugarvörður og fuglaáhugmaður á Akureyri. Meðfylgjandi mynd tók hann í eynni um sl. helgi og sýnir hún mikinn fjölda rjúpna á eynni vestanverðri. Á síðustu árum hefur mikill fjöldi rjúpna í Hrís- ey verið merktur í vísindaskyni og vill Þorsteinn hvetja veiði- menn til að skila merkjunum til Ólafs Nílssen hjá Náttúrufræði- stofnun í Reykjavík, en Olafur hefur verið í forsvari fyrir þessar- ar merkingar og rannsóknir á rjúpunni. Veiðitímabilið hófst 15. október, og strax öxluðu margir veiðimenn byssur sínar og héldu til fjalla. Samkvæmt heimildum var erindið minna en erfiðið; veður vont gerði ósýni- legan hlífiskjöld yfir þá hvítu. Skattatölvan fékk 9,5 1 lestri Framteljendur eru ekki jafn vel skrifandi og vænst var, en tölvan reyndist glettilega vel eigi að síður. Skönnimartölva skildi hjálparlaust 95% táknaima sem hún átti að lesa á skattframtölum. Vélræn skönnun og greining skattframtala var reynd í fyrsta sinn fyrir skattálagningu í ár. Þess var vænst að 90% framtal- anna væru nægilega vel út fyllt til þess, sem reyndist töluvert ofmat. Framtalseyðublöð voru núna prentuð með sérstökum reitum fyrir hvern tölustaf. Við yfirferð framtala var starfsmönn- um uppálagt að skipta þeim í tvo flokka, þau sem hægt væri að skanna og þau sem þyrfti að handskrá. Aðeins 84% komust í fyrri flokkinn, vegna þess hvað mörg framtöl voru illa fyllt út og hvað mikið þarf að leiðrétta þau á skattstofunum. Þessari nýju tækni er þannig Iýst í Tíund, fréttablaði RSK, að fyrst er framtalið skannað, þ.e. tekin af því eins konar mynd sem hægt er að kalla fram og skoða á tölvuskjá. Af myndinni eru síðan lesnar tölur og tákn sem nota á við útreikning og álagningu. Á þetta bæði að koma í stað hefð- bundinnar skráningar og endur- skráningar upplýsinga með handafli, og einnig að koma í veg fyrir pappírsflóð og tímafreka flokkun þess. „Eins og oft vill verða þegar gerðar eru umfangsmiklar breyt- ingar gekk það ekki alveg áfalla- laust að innleiða þessa nýung," segir í Tíund. Fljótlega kom í ljós að hægar gekk að fara yfir mynd- irnar en ætlað var. Var því gripið til þess að handskrá framtöl upp á gamla mátann. Á endanum voru aðeins 60% framtalanna skönnuð og greind en hin öll unnin handvirkt. Við greininguna kom í ljós að tölvan gat skilið hjálparlaust 95% prósent þeirra tákna sem hún átti að lesa, en þurfti Iestr- araðstoð við afganginn. Þetta er sagt ásættanlegt hlutfall. Og skattmenn eru hjartsýnir á framhaldið og setja markið hærra fyrir næsta ár. Hanna á nýtt einstaklingsframtal þar sem m.a. verður reynt að draga úr villuhættu og þar með fækka þeim leiðréttingum sem voru til trafala á síðasta framtali. Stefnt er að skönnun allra einstaklings- framtala næsta ár. — HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.