Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 7
í}agMr' FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Samemað sjukrahús er betra í nokkuð langan tíma hafa menn tekist á um hvort sam- eina ætti stóru sjúkrahúsin í Reykjavík í eitt sjúkrahús eða ekki. Heilbrigðisnefnd Fram- sóknarflokksins hefur látið mál- ið til sín taka og ályktað um að sameina eigi sjúkrahúsin í Reykjavík, ekki væri æskilegt að vera með tvö hátæknisjúkrahús í 2,6 km. fjarlægð hvort frá öðru. Fyrir nokkrum árum var gerð úttekt á sameiningu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð- inu af erlendum aðilum. Niður- staða þeirrar úttektar var að mæla með því að Borgarspítali og Ríkisspítali yrðu sameinaðir í eitt stórt sjúkrahús. Sú leið var hins vegar ekki farin heldur var ákveðið að sameina Landakot og Borgarspítalann í Sjúkrahús Reykjavíkur. Sameining tók um 7 ár og er nýafstaðin. Fagleg úttekt á samemingu Nú hafa heilbrigðisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Reykja- víkurborg tekið sig saman um að vinna úttekt á skipulagi og samvinnu sjúkrahúsanna í Reykjavík og fjögurra sjúkra- húsa í nágrenni Reykjavíkur, þ.e.a.s. Landspítalans, Sjúkra- húss Reykjavíkur, Sjúkrahúss Akraness, Sjúkrahúss Suður- nesja, St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði og Sjúkrahúss Suður- lands. Heilhrigðisráðuneytið fól VSO ráðgjafarfyrirtækinu að vinna þetta verkefni en þeir fengu erlent ráðgjafarfyrirtæki sér til aðstoðar við það verk. Markmið úttektar VSÓ, sem nú er lok- ið, var að greina hvaða tækifæri væru til nánara samstarfs milli þessara sex sjúkrahúsa. Þar átti að skoða tvö atriði sérstaklega: I fyrsta lagi hvort sameina ætti stóru sjúkrahúsin í Reykjavík að fullu eða að hluta til eða í öðru lagi hvort að Sjúkrahús Reykja- víkur og Ríldsspítalana ætti að reka áfram sem sjálfstæðar ein- ingar. Það kann að koma mörg- um á óvart að Reykjavíkurborg skuli vera aðili að þessari úttekt en Sjúkrahús Reykjavíkur er borgarstofnun þó að Reykjavík- urborg borgi ekki rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur né eigi eignir sjúkrahússins. Ríkið greiðir rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur og á að öllum lík- indum um 85% af húsnæðis- kosti þess, en Reykjavíkurborg um 15%. Núverandi skipan skapar vandamál Niðurstaða úttektar VSÓ á sjúkrahúsunum á Suðvestur- horninu, er skýr. Mælt er með því að sjúkrahúsin verði sam- einuð í eitt öflugt háskóla- sjúkrahús. Það muni leiða til bættra gæða, styttri sjúkrahús- dvalar og lægri kostnaðar. í skýrslunni segir: „Dreifing sjúkrahúsþjónustu í Reykjavík og nágrenni á tvö stór sjúkra- hús og fjögur rninni, skapar hinsvegar mörg vandamál. Þeirra stærst er sú staðreynd að um er að ræða sex stjórnenda- hópa sem keppa um það fjár- magn og starfsfólk sem tiltækt er. Þetta þýðir einnig að þessir stjórnendur hafa ekki sameig- inlega stefnu, markmiðin eru ekki þau sömu og samstarf þeirra á milli takmarkað." Dregið er fram í skýrslunni að mikilvægt sé að aðsldlja öldrun- arlækningar, langtíma endur- hæfingu og langlegu geðsjúk- linga frá starfsemi háskóla- sjúkrahússins. Það er einnig talið mikilvægt að hverri Það er mitt mat að jafn- vel jþótt engin hagræö- ing hlytist af samein ingu sjúkrahúsanna á suðvestur hominu væri slík uppstokkun samt hrýn. Með sameining- unni yrði sjúkrahús- þjónusta, sem felur í sér flókin vinnuhrögð og hátækni, sérhæfðari og hetri. klínfskri sérgrein sé aðeins stjórnað frá einum stað. A Is- landi búa einungis rúmlega 260 þúsund manns, þannig að til að veita sem besta þjónustu fyrir hvern sjúklingahóp er mikil- vægt að honum sé einungis (9 13 10: H9 í3 (Pf iH !0 sinnt frá einurn stað þegar um sérhæfð úrræði er að að ræða. Það er mat ráðgjafanna að hag- ræðing af því að sameina þessi sjúkrahús í eitt öflugt hátækni- og háskólasjúkrahús sé um 520 ársverk. í þessu felst að eftir sameiningu mætti bæta þá þjónustu sem sjúkrahúsin veita um allt að 520 ársverk. Það er mitt mat að jafnvel þótt engin hagræðing hlytist af samein- ingu sjúkrahúsanna á suðvestur horninu væri slík uppstokkun samt brýn. Með sameiningunni yrði sjúkrahúsþjónusta sem fel- ur í sér flókin vinnubrögð og hátækni sérhæfðari og betri. Sjúkrahús sameinuð í ná- grannalöndunum Ráðgjafarnir mæla með því að sameining verði ekki dregin á langinn, heldur verði gengið hratt til verks til þess að ná sem bestum árangri. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á skýrsluna, sérstaklega vegna tölulegra upplýsinga í henni. Aðalatriðið hins vegar er að ráðgjafarnir sem komu að þessu verki telja sameininguna leiða til bættra gæða í sjúkrahúsþjónustunni. Einnig hefur borið á þeirri gagnrýni að ekki væri æskilegt að sameina sjúkrahúsin í svo stóra einingu, því þá væri ekki um næga samkeppni að ræða á milli þeirra. I þessu sambandi er vert að benda á að í dag er ekki samkeppni á milli sjúkra- húsanna í öllum greinum. Til að mynda er vökudeild einungis starfandi á Ríkisspítölunum. AI- þjóð veit að vökudeildin er ein sú besta í heimi, án nokkurrar samkeppni innanlands. Menn ættu frekar að bæta sjúkrahús- þjónustuna með sameiningu sjúkrahúsa þannig að við stæð- um betur að vígi í samkeppni við erlend sjúkrahús. Um þess- ar mundir er verið að sameina sjúkrahús bæði í Danmörku og Svíþjóð, reyndar miklu stærri sjúkrahús heldur en við rekum hér. Ástæðan er sú að þannig fást stærri og faglega sterkari einingar sem geta veitt sjúkling- urn betri og sérhæfðari þjón- ustu. Samkomulag ráðherra og borgarstjóra um samvinnu A síðasta ári gerðu heilbrigðis- ráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóri samkomulag um hagræðingaraðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Rík- isspítalanna þar sem samvinna var aukin á milli sjúkrahús- anna. Slíkt samkontulag var einnig gert nú í haust. I því samkomulagi er samvinna og samþætting sjúkrahúsanna aukin mjög verulega þannig að telja má að um skref í átt til sameiningar sé að ræða. I 8. gr. þessa samkomulags segir, varð- andi hagræðingaraðgerðir á skurðsviði: „Gerfiliðaaðgerðir verði allar framkvæmdar á Landsspítala undir faglegri stjórn forstöðulæknis Sjúkra- húss Reykjavíkur. Aðgerðir á hrygg flytjist á Sjúkrahús Reykjavíkur undir faglegri stjórn yfirlæknis Landspítala." Það er mín skoðun að sam- komulag heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og borgar- stjóra feli í sér jákvæð skref í átt til sameiningar. I framhaldinu er rétt að taka skrefið til fulls og sameina sjúkrahúsin á Suðvest- urhorninu í eitt öflugt hátækni- og háskólasjúkrahús. SIV FRIÐ- LEIFS- DÓTTIR ALÞINGISMAÐUR, SKRIFAR Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalinn saman! Siv segir í grein sinni ad í framhaldi af samningi heilbirigdisrádherra, fjármálaráðherra og borgarstjóra um hagræðingaraðgerðir á stóru sjúkrahúsunum, sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina sjúkrahúsin á Suðvesturhorninu í eitt öflugt hátækni- og háskólasjúkrahús. Samsett mynd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.