Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 9

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. OKTÚBER 1997 - 9 Thgpr erfid hati komið í ljós að 20% þeirra sem hafa laun undir 130 þúsund- um á mánuði eru í þeirri aðstöðu að hafa ekki efni á að leita lækn- is eða leysa út lyf. Astæðan væri sú að kostnaður sjúklinga væri allt of hár. „Og stöðugt er leitað nýrra leiða til að auka kostnaðarhlut- deild sjúklinga í læknisþjónustu og í lyfjakostnaði. Sjúklingurinn og aðstandendur hans eru að verða algert aukaatriði í augurn heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Mar- grét Frímannsdóttir. Biðlistar að hverfa „Stjórnarandstaðan grípur gjarn- an til þeirrar fullyrðingar að eng- in stefna ríki í heilbrigðismálum. Er þetta nú rétt virðulegu þing- menn? Eg skal enn einu sinni fara yfir stefnuna í heilbrigðis- málum,“ sagði Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra í fyrra svari sínu í umræðunum. Þessu næst rakti hún að í fyrra sumar hafi verið mótuð stefna í málefnum heilsugæslunnar í 21 lið. Taldi hún upp heilsugæslu- stöðvar þar sem verið væri að bæta og breyta og sagði hún flest horfa til betri vegar varðandi heilsugæsluna. Aukið samstarf I sjúkrahúsmálum sagði Ingibjörg markvisst unnið með auknu sam- starfi og skýrari verkaskiptingu. Hún sagði að í haust hafi verið undirritaður samningur sem færði sjúkrahúsunum á höfuð- borgarsvæðinu 500 milljónir króna. Hún nefndi nýja gjör- gæsludeild og skurðstofu á Landspítalanum. Unnið væri að samskonar endurbótum á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Ný göngudeild krabbameinslækninga tók til starfa í fyrra. A næstu dögum verður vígð ný æðarannsókna- stofa og lýtalækningadeild var opnuð í vor. Aukið fjármagn hefði verið veitt til barna- og unglinga- geðdeildar en stærsta og mikil- verðasta verkefnið framundan væri bygging nýs barnaspftala. Hún sagði biðlista vegna bæklun- ar- og hjartaaðgerða hafa styst á 2 árum úr 300 í 24. Aðrir biðlistar hefðu styst samsvarandi. Þá ræddi hún um stór aukið for- varnastarf, sem unnið hefði verið að. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að stærsta vandamálið sem nú væri glímt við væru kjaradeilur lækna og þroskaþjálfa sem hún sagðist vonast til að leystust á næstunni. Lj ónatemj ariiiu Margir þingmenn tóku til máls í utandagskrárumræðunni. Össur Skarphéðinsson fór mikinn í gagnrýni sinni á heilbrigðisráð- herra og stefnuna í heilbrigðis- málum. Einar Oddur Kristjáns- son spurði hvort rnenn vildu hækka skatta til að veita auknu fjármagni í heilbrigðiskerfið. Friðrik Sophusson tók upp vörn með heilbrigðisráðherra. Ög- mundur Jónasson gagnrýndi kjarastefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart heilbrigðisstéttunum. Sighvatur Björgvinsson sagði heilbrigðisráðherra eins og ljóna- temjara sem ljónið hefði gleypt. Hann færi um með ljóninu og teldi sig stjórna þ\a. Jón Krist- jánsson, Asta R. Jóhannesdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sig- ríður Jóhannesdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir tóku líka til máls í umræðunni. Fimmtudaginn 23. október fylgir Degi aukablað um vinnuvélar og flutningaþjónustu. Auglýsingapantanir þurfa að berast blaðinu fyrir Símar auglýsingadeildar eru 460 6191,460 6192, 563 8641 og 563 8615. ■ ■■ Nýtt á Norðlenskum dögum: Brauðstangir sem settar eru frostnar í ofninn og bakaðar í 10 - 15 mínútur. Úrvals brauð, gott meðlæti. ! EBH ' : Aftclrikum akrinum .á. harðið þitl Nettóþyngd 450g Frystivara I Innihald: Hveiti, vatn, ostur, sojaolía, smjörliki, salt og ger. | Leiðbeiningar við bakstur: Raðið brauðstöngunum frosnum já plötu og bakið í ofni við 160°C til 190°C hita í 10 til 15 I mínútur. Ráðlagt er að nota blástur ef hann er til staðar. | Gott er að nota smjörpappír undir brauðstangimar eða smyrja | plötuna með AKRA sojaolíu. í Fyrir þá nýjungagjörnu - er tilvalið að prófa brauðstangir- | nar á grillið? (Ath! Hæfir ekki öllum grillum). Continental og Gislaved hafa síðustu ár verið í algerri forystu í þróun léttari og vistvænni nagla. Þekktir aðilar á Norðurlöndum eins og NRK, Norska vegagerðin og VTI hafa látið gera úttektir á þessu og geta staðfest að nýju Continental naglarnir draga úr sliti á malbiki sem nemur allt að 60%. Þessir naglar eru í öllum Continental og Gislaved dekkjum sem við seljum í vetur. Plöldur eh f. Hjólbarðaverkstæði Tryggvabraut 12 • Sími 461 3001 EIGUM MJOG MIKIÐ URVAL AF NEGLDUM OG ÓNEGLDUM VETRARHJÓLBÖRÐUM Á LAGER

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.