Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 4
4 -FÖSTVDAGVR 17 . OKTÓBER 1997 FRÉTTIR Hiuidruð vanskilamaima á me ðlagsr eynslus amning'! Vanskilapabbar eru komnirmeð reynslusamnlng: borga íþrjú ár og fá niðurfellingu skulda eftirþað. 300-400 manns reyna að rífa sig upp úr„svörtu holunni". Nokkur hundruð manns komiiir með reynslusanmiug í von um niðurfellingu meðlaga eftir 3 ár. Margir þeirra skuida milljónir. „Menn eru á reynslutíma. 1 raun er kannski enginn kominn með samning. Lögin, sem tóku gildi fyrir ári, gera ráð fyrir því að menn verði að standa í skilum með samninga sem við gerum við þá í minnst þrjú ár, til þess að niðurfelling meðlagsskulda þeirra komi til greina," segir Sig- urgeir Sigurðsson, stjórnarfor- maður Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Hann var spurður hvað margir hafi þegar samið við stofnunina um niðurfellingu meðlagsskulda sinna, að hluta eða jafnvel á öllum höfuðstóln- um, eins og nýleg lög heimila. Sigurgeir áætlar að 300 til 350 manns séu komnir á þennan reynslutíma og yfirleitt menn sem skulda töluvert mikið. Enda lögin einmitt sett til þess að auð- velda mönnum að komast í skil og þannig upp úr þeim „svörtu holurn", sem þeir séu í sumir hveijir. „Við vitum það mæta vel að séu menn farnir að skulda milljónir í meðlög þá eiga þeir varla nokkra von til þess að ná saman endum hjálparlaust." Hátt í 6 miUjarða meðlags- skuldir Margir einstaklingar skulda margar milljónir í meðlög, að sögn Sigurgeirs. „Við erum með eitthvað um 5,5 til 6 milljarða á undan okkur í kerfinu. Ætli þar af séu ekki um 2 milljarðar í dráttarvexti og restin í beinhörð- um meðlögum.1' Meðlagsgreið- endur eru milli 10 og 11 þús- und, áætlað er að 40-50% standi í skilum. Samkvæmt því skulda kannski um sex þúsund manns bróðurpartinn af 6 milljarða skuldunum, eða kringum milljón hver að meðaltali. Sigurgeir segir fáa venjulega launamenn standa undir því að borga kannski með 4 börnum (42-43 þús. kr. á mánuði).“Við semjum því kannski um að hann borgi með tveim eða þremur börnum, eftir því sem við metum hans fjárhagsstöðu. Standi hann við slíkan samning, jafnvel þótt hann safnaði skuldum í höfuð- stól, þá gæti hann komið til greina með niðurfellingu eftir þennan tíma.“ Endurmetnir eftir þrjú ár „Að þessum þrem árum liðnum er þeirra fjárhagslega og félags- lega staða metin á ný. Hafi hún kannski snarbatnað, þá er ekki víst að menn þurfi Iengur á þess- ari niðurfellingu að halda. Sé hún aftur á móti óbreytt eða verri eru þeir mjög líklegir til að fá niðurfellingu að hluta eða öllu leyti, enda engum greiði gerður með því að koma þessum mönn- um á vonarvöl. En þetta er eldd heimilt að gera fyrr en að 3ja ára reynslutímanum liðnum og menn verða að hafa staðið við þá samninga sem þeir gerðu við okkur, allan þann tíma,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson. — HEI Áhlaup í dópgreni Lögregluþjónar gerðu í gær húsleit í íbúð þeirri í Holtahverfinu ná- lægt Hlemmi sem Dagur sagði frá í fyrradag. Ekkert markvert fannst við húsleitina. Eins og fram kom í Degi í gær hafa íbúar í námunda við íbúð þessa safnað undirskriftum og sent Iögreglunni, en þar kemur fram ótti og reiði vegna þess ónæðis sem stafar af íbúum íbúðarinnar og gestum þeirra. Að sögn lögregluþjóna á staðnum fannst ekkert við húsleitina og töldu þeir einsýnt að ónæði stafaði fyrst og fremst af aðvífandi gest- um, en síður af íbúunum sjálfum. - FÞG Líkamsárás á Selfossi Tveir ungir menn urðu fyrir harðri og hrottafenginni líkamsárás fyr- ir utan skemmtistaðinn Inghól á Selfossi á fjórða tímanum, aðfara- nótt sunnudags. Báðir mennirnir hafa kært árásirnar til lögreglu, sem annast frekari meðferð málsins. Málsatvik eru þau að maður vék sér þar að öðrum manni og réðst að honum með spörkum og barsmíðum í skrokk og höfuð, þannig að hann féll í götuna. Fórnarlambið fékk glóðarauga á bæði augu, er með brotið nef og brákað kinnbein. Félagi fórnarlambsins hugðist koma til aðstoðar, en árásarmaðurinn, sem er vaxtarræktarmaður og hefur reynt fyrir sér í boxi, réðst einnig á hann. — SBS Biskupsriíari kveður „Starfid er persónu- lega bundið biskupi,“ segir sr. Karl Sigur- bjömsson. „Það liggur ekki fyrir hvað ég kem til með að gera en ég er bú- inn að sækja um brauð í Skál- holti þar sem sr. Guðmundur Óli Ólafsson hættir 1. desember nk. vegna aldurs. Margir munu hins vegar að líkindum sækja um það brauð. En ég stefni sem sagt að því að fara aftur í þjónustu," seg- ir Baldur Kristjánsson biskups- ritari sem Iætur af störfum þegar sr. Karl Sigurbjörnsson tekur við af Ólafi Skúlasyni biskupi. Baldur segist alltaf hafa gert sér grein fyrir að svo kynni að fara við biskupaskiptin að hann hætti störfum á Biskupsstofu. Hann vildi ekki svara hvort vilji Sr. Baldur kveður og sækir um SkálholL hans hefði verið að starfa áfram ef sr. Karl hefði sóst eftir því. Skv. heimildum blaðsins hefur sr. Kristján Björnsson, sóknar- prestur á Hvammstanga, verið orðaður við stöðu biskupsritara. Sr. Kristján Björnsson orðaður við ritarastarfið. Sr. Karl Sigurbjörnsson vildi ekki tjá sig um það. Sagði það ekki tímabært. „Þetta starf er persónulega bundið biskupi hvers tíma,“ sagði Karl. — bþ Læknar mótmæla Dýrkeypt þjófstart Búið er að gera Iögreglustjórasátt í máli tveggja Akureyringa sem gerð- ust hrotlegir við lög þegar þeir skutu eina gæs í Eyjafirði, tveimur ldukkustundum áður en gæsavertíðin hófst í haust. Sáttin hljóðaði upp á 18.000 kr. og hefur annar gengist við henni en hinn mun ætla að láta dæma f málinu. Einnig voru tvær byssur gerðar upptækar. Að sögn sýslumannsins á Akureyri, Björns Jósefs Arnviðarsonar, voru mennirnir samvinnufúsir í hvívetna og játuðu brot sitt. Reglan þegar veiðiþjófnaður er framinn er að byssur eru ætíð gerðar upptæk- ar og skiptir þá ekki máli hvort 10 mínútur eru í að veiðitímabilið hefjist eða hálft ár. — bþ Læknar segja að nið- ursknrðurinn í fjár- lagafrumvarpinu iniiTii bitna harkalega á þjónustunni. Stjórn Læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur (SR) hefur sent frá sér ályktun, þar sem undran er Iýst á „þeim óraunhæfu áætlun- um um niðurskurð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar fyrir árið 1998“. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður SR eigi að lækka um 370 milljónir króna á næsta ári. „Allir sem innsýn hafa í starfsemi heilbrigðiskerfisins vita að slíkri lækkun rekstrar- kostnaðar verður ekld náð nema með harkalegum niðurskurði á þjónustu. Ljóst er að sá sparnað- ur sem kynntur er í fjárlagafrum- varpinu mun ekki nást, en verði þessum áformum haldið til streitu mun það skapa SR ómæl- da erfiðleika á næsta ári,“ segir í ályktun læknaráðsins, sem skor- ar á Ijárlaganefnd að samþykkja raunhæf fjárlög fyrir SR. - fþg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.