Dagur - 18.10.1997, Qupperneq 15
r^ui-
LAUGARDAGUR 18. OKTÓRER 1997- 31
LÍFIÐ í LANDINU
Jakkamir
hennar
„Þó égfari út í búð íjoggingalla og heyrifólk
hvísla „líturhún svona út“ eða „erþetta hún,
þulan“þá verðurbara að hafa það. Méreralveg
sama því ég erhættað hlusta á slíkt,það er
a.m.k. ekki hægtað hafa stöðugaráhyggjuraf
því. “
„Þegar ég byijaði í þularstarfinu
fyrir þremur og hálfu ári voru
engar línur gefnar um klæða-
burð. Eg fór ekki sérstaklega og
keypti mér föt fyrir starfið held-
ur notaði það sem ég átti í fata-
skápnum og hélt áfram að klæða
mig eins og ég hafði gert. Ég hef
alltaf haft ákveðinn stíl frá því
ég var unglingur, frekar klassísk-
an,“ segir Ragnheiður E. Clau-
sen þula.
Engin sárstök sjónvarpsföt
„Það væri ansi eríitt að leggja
ákveðnar línur um klæðaburð í
þularstarfinu þar sem við þul-
urnar erum allar mjög ólíkar.
Mér þætti t.d. erfitt ef mér væri
sagt að vera alltaf í þröngum
stuttum bolum. Hins vegar
skiptir máli að vera snyrtilegur
og ég heyrði það á fólki úti í bæ
þegar ég byijaði að því þætti
ekki æskilegt að þulurnar væru í
gallafötum. Ég hef tekið það til
greina, það hentar mér líka
ágætlega.“
Hverju viltu helst klæðast í
sjónyarpinu?
„Ég er mikið fyrir jakka. Þeir
koma vel út í sjónvarpi. Ég hef
líka gaman af því að vera í peys-
um en þær þurfa að vera litríkar
og sérstakar. Ég er á þeirri skoð-
un að peysur geti verið mjög fín-
ar á virkum dögum en ég er
hrifnari af jökkunum."
Kaupirðu þér föt eingöngu fyr-
ir sjónvarpið?
„Það gerist einstaka sinnum
að ég sé jakka sem ég veit að
hentar í sjónvarpinu og ég kaupi
hann með það í huga. Það eru
engin föt sem eru eingöngu
sjónvarpsföt hjá mér.“
Mætti leggja meiri hugsun í
klæðaburðinn
Notarðu sumar flíkur meira en
aðrar á skjánum?
„Það gerist og það hefur líka
komið fyrir að mér finnst ég
þurfa að taka mér hvíld á ein-
hveijum jakka þar sem ég hef
notað hann mikið. Það er nefni-
Iega þannig að ég er svo ánægð
með suma jakkana mína. Mér
finnst þeir fínir og klassískir og
ég alltaf jafn fín í þeim. En þeg-
ar ég er búin að fara jöfnum
höndum í þá kemur fyrir að ég
hugsa að kannski sé einhver bú-
inn að fá Ieið.“
Ákveðurðu það fyriifram i
hverju þú ætlar að vera?
„Nei og ég mætti leggja meiri
hugsun í það hverju ég ldæðist.
Þegar ég er á harðahlaupum
heima gríp ég eitthvað með mér
án þess að hugsa mikið um það í
hveiju ég ætli að vera.“
i
„Þad var ánægja þegar við sátum og sást í lærin á okkur. Ég
fékk m.a. símhríngingar frá mönnum sem lýstu ánægju sinni
með það þegar ég mætti i pilsi þvi þeim þætti gaman að sjá
sokkabuxurnar. Þegar sviðsmyndinni var breytt og við fórum að
standa þá þótti mörgum karíinum það leiðinlegt þvi þeir sögðust
þurfa að nota ímyndunaraflið miktu meira til að geta sér til um
það hvernig við værum í laginu." myndw: pjetur
er ekki. Ég vel
mér hins vegar
alltaf klassísk
föt og hef
gaman af jökk-
um, nota t.d.
ennþá föt frá
„Ég hef ofsalega fjölbreyttan
stíl. Get verið í fjallaskóm og
þykkri peysu einn daginn en fín-
um stígvélum og kápu hinn dag-
inn. Ég er ekki mikið fyrir pils
og það er kannski vegna þess að
mér er alltaf kalt. Er t.d. alltaf
með sjal vafið um
mig í vinnunni."
„Þó að við þulurnar sjáumst eingöngu að
ofan þá tek ég aldrei þann séns að vera í
gallabuxum."
Hvað ræður því hverju þú
klæðist?"
Það fer gjarnan eftir skapinu í
mér. Það koma kvöld sem mig
langar bara að vera í jakka og
látlaus en stundum vil ég vera
voða fín og langar til að vera
með skartgripi. Ég er nefnilega
með maníu fyrir „draslskartgrip-
um“.
Gott fyrir sálina að
hafa sig til
„Það eru margir sem halda að ég
kaupi mér mikið af fötum en svo
því fyrir tvítugt. Það er tvisvar til
þrisvar á ári sem ég kaupi mér
jakka og mér finnst það ekki
mikið miðað við hvað ég þarf oft
að koma fram. Ég nota líka
alltaf mín eigin föt, er ekki mik-
ið fyrir það að fá lánað, a.m.k.
hingað til.“
Hvað meðföt utan starfsins?
£g hugsa ekki nóg
um úflitid.
„Þegar ég þarf að
vakna snemma og er
ekki að fara neitt
sérstakt þá hef ég
mig ekki sérstaklega
til. Ég er samt farin
að átta mig á því að
ég er ekki tvítug
lengur og það er
betra ef ég hef mig
eitthvað aðeins til.
Þá líður mér líka
betur sjálfri. Það er nefnilega oft
sem ég kem heim og lít í spegil
og segi við sjálfan mig hvernig
ég leyfði mér að fara svona út.
Þetta er bara 'vani. Ég held að
það væri voða gott fyrir sálina ef
maður hefði sig alltaf til.“ HBG
i