Dagur - 18.10.1997, Page 16

Dagur - 18.10.1997, Page 16
+ 32 - LAUGARDAGVR 1B. OKTÓBER 19 9 7 LÍFIÐ í LANDINU ro^tr J ÓHAJVNES ARSPJALL Af byssuleyfislausum brúðhj ónum Jóhannes Sjgurjónsson skrífar í vikunni var í Degi fjallað um forvitnilegt mál- þing um málefni barna og ung- linga þar sem fulltrúar þessa hóps stóðu upp og tjáðu sig um vilja, vonir og væntingar Unglingar sinar og jafnaldra vilja ekki bara dansa, drekka og ríða, ályktaði blaðamaður Dags eftir þingið. Sem lyftir ungling- um skör hærra en mörgum full- orðnum, t.d. Skagfirðingum, sem að eigin sögn meta enga meira en þá sem eru allt í senn hestamenn, kvennamenn og of- stopamenn við vín. Misvísandi foreldrar Helsta niðurstaðan og rauði þráðurinn í málflutningi unga fólksins á þinginni var krafan um samræmdar reglur í stað þeirra misvísandi sem nú gilda. Eins og þegar unglingar öðlast sjálfræði 18 ára og mega gifta sig og fjölga heiminum en ekki kaupa kampavín eða skjóta rjúp- ur eða gæsir í giftingarveisluna, svo dæmi séu tekin af því sem nefnt var á þinginu. Væntanlega hafa unglingarnir verið að tala um að samræma lög og reglur samfélagsins, sem er í sjálfu sér ekki flókið mál ef samstaða næst um. Vandamálið er hinsvegar að samræma þær reglur sem íslenskir foreldrar setja börnum sínum og ungling- um, en þær eru jafn breytilegar og foreldrar eru margir. Þetta veltur t.d. á trúarskoðunum for- eldra og nokkuð ljóst að foreldr- ar sem trúa á Islam, eru Bahaí- trúar eða Vottar Jehóva, setja sínum afkomendum aðrar reglur en þjóðkirkjuforeldrar eða trú- lausir. Og þarf auðvitað ekki trú- arbrögð til því mismunandi við- horf foreldra geta stafað af öðr- um orsökum og skapað mjög ólíkar reglur milli heimila. Sjálfræði skilað? Og unglingarnir töluðu um og óskuðu eftir að vera metnir sem fullgildir ríkisborgarar við 18 ára aldur og er að sjálfsögðu ekki óeðlileg krafa. En sú krafa hefur í för með sér og kallar á helling af hundleiðinlegum skyldum og ábyrgð sem unglingar á þessum aldri eru fæstir tilbúnir til að axla. Og ekkert óeðlilegt við það, því á þessum árum eiga menn auðvitað að skemmta sér, njóta frelsis án verulegrar ábyrgðar, lausir við þrúgandi skyldur full- orðinsáranna sem nógu snemma hellast yfir. En krafan um fullkomið sjálf- ræði stenst ekki ef unglingarnir eru ekki tilbúnir að axla þá ábyrgð og þær skyldur sem sjálf- ræðinu eru samfara. Og ef ungl- ingarnir, að fengnu fullu frelsi, verða að standa undir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem gerðar eru til annarra „fullorð- inna“ f samfélaginu (sem standa því miður margir ekkert alltof vel undir slíkum kröfum), þá er eins víst að unga fólkið fari fyrr en seinna fram á að fá að skila hluta að sjálfræðinu og sleppa í staðinn við slatta af ömurlegum skyldum og íþyngjandi ábyrgð. Það verður sem sé ekki bæði sleppt og haldið í þessum efn- Vandræðaforeldrar Málið er að unglingarnir ættu ekkert að vera flýta sér að verða fullorðnir. Það er nefnilega ekki jafn spennandi og eftirsóknar- vert og þeir halda, eins og flestir fullorðnir sem héldu á lofti sömu kröfum á sínum tíma, vita manna best nú. Og táningarnir ætla að velja sér fyrirmyndir úr hópi fullorðinna, (og hvar ættu þeir svo sem að fá þær annars staðar?), þá ættu þeir að vanda valið og velja sér fyrirmyndir að vel athuguðu máli og ekkert sjálfgefið að líta til foreldra sinna í þeim efnum. Ymsir unglingar þurfa sem sé að búa við það árum saman að eiga foreldra sem eru til stöðugra vandræða og/eða leið- indapakk sem engum er hollt að líkjast. Og enn fleiri trúa því að foreldrar þeirra séu litt til eftir- breytni en skilja síðar að þeir áttu í raun ekki á betri foreldr- um völ, (enda sjaldnast um nokkurt val að ræða í þeim efn- um). Skilur in a m iii a allt? Þegar upp er staðið þá er það sennilega foreldravandamálið sem mest hrjáir unglinga, frem- ur en misvísandi Iög og reglur samfélagsins. Það er að segja sú staðreynd að foreldrar eru, eins og unglingar og annað fólk, jafn mismunandi og þeir eru margir og allir setja þeir einmitt þær reglur sem afkvæmin eru mest á móti. Og svo verða unglingarnir sjálfir hundleiðinlegir foreldrar sem skilja engan vegin börnin sín og setja reglur sem þeirra unglingar líta á sem algjöra frelsissviptingu og svo framvegis og svo framvegis...

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.