Dagur - 24.10.1997, Page 5

Dagur - 24.10.1997, Page 5
^'&r- FÖSTUDAGUR 24.OKTÓBER 1997 - S FRÉTTIR L. Ötulir þjófar BJÖRN ÞORLÁKSSON Skrifar Prátt fyrir bylgju of- beldisrána að undan- fömu em íslenskir glæpamenn enn óskipulagðir að mati lögreglunnar. Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi í Reykjavík, grunaðir um aðild að fjölda ofbeldisrána að undan- förnu. Alls eru málin sjö sam- kvæmt heimildum Dags og eru frægastar raunir verslunarfólks- ins í Kjalfelli, Gnoðarvogi, þar sem þrjú rán voru framin á skömmum tíma. Hið fyrsta var í september þegar þrír hettu- klæddir menn með hníf höfðu 60-70 þúsund krónur upp úr krafsinu með því að ógna af- greiðslustúlku með hnífi. I byrj- un október komu þrír piltar inn í Kjalfell og héldu tveir uppi sam- ræðum við afgreiðslustúlkuna meðan sá þriðji náði tugum þús- unda. Föstudagskvöldið 10. októ- ber réðust svo tveir hettuklæddir menn enn inn í Kjalfell og ógn- uðu starfsmanni með hnífi. Þeir höfðu 9.500 kr. upp úr krafsinu. Hnífur og hetta Þá má nefna rán í Eskihlíð 14. október, þar sem 79 ára gömul kona var rænd á götu úti af hettuklæddum manni. Hann barði hana í herðablaðið með þeim afleiðingum að hún missti handtösku. Þegar hún reyndi að taka hana upp hrifsaði þjófurinn hana fyrir framan nefið á henni og hljóp í burtu. Ránið var framið um hábjartan dag. Þá eru mennirnir sem nú sitja inni taldir viðriðnir Selectránið svokallaða en glæpurinn sem leiddi til handtöku þeirra var „hettu- og hnífarán" í versluninni Kvöldúlfi nýverið. Hnífar eru Eitt af mörgum fórnariömbum gengisins sem ógnað hefur öryggi borgarbúa að undanförnu. Konar er 79 ára og var rænd i Eski- hlíð I Reykjavík fyrir skömmu. notaðir í langflestum tilvika vopnaðra rána en byssur afar sjaldgæfar hérlendis. Skeljungsþjófamir fundnir? Víst er að lögreglunni og almenn- ingi léttir mjög þegar afbrota- hrina er upplýst eins og í ofan- greindum málum. En laganna armur er ekki ætíð nógu langur og af óupplýstum stórránum má nefna Skeljungsránið, Búnaðar- bankamálið við Vesturgötu og Lækjargöturánið. Samkvæmt heimildum Dags voru þó mjög sterkar grunsemdir um ákveðna menn í þessum mál- um, en sannanir skorti. Hinir grunuðu voru svo dæmdir í þriggja ára fangelsi á Litla Hrauni fyrir aðrar sakir og hefur ekkert stórrán verið framið eftir að þeir voru teknir úr umferð. Tilfallandi afbrot Hvert stefnir? Er kominn upp vísir að mafíu á Islandi? Því svar- ar háttsettur lögreglumaður í Reykjavík: „Islenskir glæpamenn eru blessunarlega frekar óskipu- lagðir í starfsemi sinni. Enn sem komið er að minnsta kosti.“ Þegar ofbeldisrán eru greind kemur oftar en ekki í ljós að glæpastarfsemin tengist neyslu áfengís eða eiturlyfja. Afbrota- mennirnir eru almennl ungir að árum. Þannig eru allir þeir sem grunaðir eru um bylgju síðustu rána fæddir 1979-1980. Dómsmálaráðherra vill aukna hörku Hinu er einnig þarft að velta fyr- ir sér hvort refsilöggjöfin sé nógu ströng. Dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt dómsvaldið fyrir að nýta sér ekki þær heimildir sem fyrir eru í lögum. Refsing hefur varn- aðaráhrif fyrir þá sem hafa til- hneigingu til glæpaiðkunar. Harðari refsing segir jafnframt að þjóðfélagið líti glæpi alvarlegri augum en ella. Afbrotafræðingar hafa í seinni tíð lagt aukna áherslu á grein- ingu afbrotamanna. Þá er fortíð þeirra kortlögð, umhverfi, upp- eldi, aðstæður, erfðavísar, hver er orsök verknaðar? Oft er um van- rækslu að ræða og virðist sem að- standendur skipti mjög miklu máli þegar glæpasaga einstald- ings er greind. I þessu litla þjóð- félagi, e.t.v. enn meira máli en annars staðar. Mun lægri tíðni en hjá Dön- u in Þrátt fyrir ofbeldisverkin að und- anförnu er Island ennþá friðsælt land miðað við nágrannalöndin. Þannig hafa í Reykjavík verið um 16 ofbeldisrán á ári síðari ár en lil samanburðar má nefna að árið 1992 kom upp 331 mál á hverja hundrað þúsund íbúa í Kaup- mannahöfn og 268 í Stokkhólmi. Þetta hlutfall hefur lítið breyst. Bætur vegna læknamistaka Vantar alla reisn á Akureyri Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að blöðru- tæmingarvandamál konu, sem fór í mál við ríkið, hafi orsakast af því að mistök voru gerð eftir að hún fæddi barn á fæðingar- deild Landspítalans í nóvember 1990. Konan átti í miklum erfiðleik- um í fæðingunni. Atta klukku- stundum eftir hana var settur í konuna þvagleggur, en Hæsti- réttur telur að ekki hafi verið nægilega gætt að tæmingu í kjölfarið. Blöðrutæmingar- vandamál konunnar hafi stafað af því að blaðra konunnar hafi offyllst eftir fæðinguna. Var rík- ið dæmt til að greiða henni 1,4 milljónir króna vegna tekjutaps og 300 þúsund krónur í miska- bætur, auk 700 þúsund króna í málskostnað. — FÞG Hugmyndir eru uppi um nýtt stjórnmálaafl fy'rir næstu bæjar- stjórnarkosningar á Akureyri, Endurreisnarfélag Akureyringa, sem hugsanlega gengi undir nafninu E-Iistinn. Pétur Jósefs- son fasteignasali er einn af upp- hafsmönnum og standa um 20 manns á bak við samtökin. Pétur segir brýnt að fá dugmikið fólk í bæjarstjórn sem þori að taka ákvarðanir. Sárlega hafi skort á það að undanförnu. „Ef framboðsmálin eiga að vera sami grautur í sömu skál, munum við fara af stað, ég efast ekki um það. Sameining A-flokk- anna segir mér ekki neitt, mér er alveg sama um það. Eg er að tala um nauðsynlega breytingu á lífs- viðhorfi bæjarfulltrúa. Það vant- ar alla reisn, fólk sem þorir að taka ákvarðanir," segir Pétur. Alltaf aurar fyr- irKA Pétur nefnir sem dæmi „klúðr- ið“ þegar bærinn seldi Krossanes- verksmiðjuna og þegar IS bauð flutning höfuð- stöðva sinna til Akureyrar. „Það var ekki einu sinni borið upp í bæjar- stjórn, það braut aldrei á því máli í alvöru heldur lypp- aðist bæjarstjórnin niður. Svo má nefna Strandgötumálið. Slysa- varnakonur fengu að reisa hús við sjóinn og menn létu gott heita. Síðan er húsið selt fólki sem rekur World Class í stað þess að bærinn kaupi lóðina, t.d. með það í huga að reisa menning- armiðstöð. Þetta er fallegasti stað- ur bæjarins en bæjarstjórn ber alltaf við blank- heitum. Nema þegar veskið er tekið upp fyrir KA. Þá eru nægir peningar.11 E-listinn, ef til kemur, verður þverpólitískt afl og kannast Pétur ekki við hugmyndir um að samtökin muni taka sér nafn Akureyrarlist- ans eins og fram hefur komið í fréttum. „Ég veit ekkert hvaðan það nafn kemur.“ — BÞ Pétur Jósefsson hyggur á stofnun nýs stjórnmátafis. Keimarar og leiö- beinendur Hvert er hlutfallið milli grunn- skólakennara og leiðbeinenda miðað við stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar í Reykjavík og í öðrum sveitarfélög- um, er spurning Sv'avars Gests- sonar til menntamálaráðherra. Hann spyr einnig þess sama hvað varðar framhaldsskólakennara og leiðbeinendur. Þá spyr hann einnig hvernig skiptast leiðbein- endur í grunnskóla annars vegar og framhaldsskóla hins vegar eft- ir menntun og kyni. Stjóm fiskveida Kristinn H. Gunnarsson leggur fram frumvarp til Iaga um breyt- ingu á lögunum um stjórn fisk- veiða. Megin atriði frumvarpsins eru um rétt sjómanna til hand- færaveiða eftir 20 ára starf á ísl- enskum fiskiskipum. Rýmkaðar veiðiheimildir smábáta í aflahlut- deildarkerfinu, rýmkuð heimild krókabáta til framsals á þorskafla- hámarki, hert verði á ákvæðum sem takmarka framsal aflahlut- deildar og aflamarks, aukinn for- kaupsréttur sveitarfélaga með því að hann nái til aflahlutdeildar, aflamarks og þorskaflahámarks og að stuðlað verði sérstaklega að veiðum með línu og handfæri með því að telja aðeins helming aflans til aflamarks. Lífrænn landbún- aður Þingmenn úr öllum stjórnmála- flokkum undir forystu Þuríðar Backman varaþingmanns, leggja fram þingsályktunartillögu um að rfkisstjórnin undirbúi viðeig- andi breytingar á landbúnaðar- löggjöfinni til þess að unnt sé að styðja bændur sem aðlaga bú- skap sinn að viðurkenndum líf- rænum búskaparháttum. Stjórnarskrár- breyting Jóhanna Sigurðardóttir er fyTSti flutningsmaður að frumvarpi til stjórnskipunarlaga um breyting- ar á stjórnarskránni. Með frum- varpinu er kveðið á um rétt kjós- enda til að fara fram á að laga- frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt verði borið undir þjóð- aratkvæðagreiðslu. Agi ])arf að vera FramsÓKnarmennirnir Hjálmar Árnason, Guðni Agústsson og Ólafur Ö. Haraldsson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli menntamálaráðherra að skipa nefnd til að leggja fram tillögur um aukinn aga í skólum. Segir í greinargerð að því sé oft haldið fram að unga fólkið og jafnvel þjóðin öll sé óöguð. Þessu vilja þremenningamir bæta úr. Hollusta Komið er fram stjómarfrumvarp um hollustuhætti. Markmið lag- anna er, samkvæmt frumvarpinu, að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vemda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Með hollustuháttum er í lögunum átt rið heilbrigðiseftirlit og mengunar\'amir. — S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.