Dagur - 24.10.1997, Side 8
8- FÖSTUVAGUK 2T.OKTÓBER 1997
í
i
i.
Verður lúpínan t/l bjargar gegn vaxandi stóriðjumengun á íslandi?
FRETTA SKYRING
Enda þótt aðeins séu
innan viö 2 mánuðir
þar til umhverfisráð-
stefna í Kyoto í Japan
hefst hefur engin sam-
staða náðst um eitt
eða neitt - aðeins hug-
myiidir komið fram.
„Frá árinu 1990 hefur losun gróð-
urhúsalofttegunda ekld aukist hjá
okkur Islendingum en hún nemur
um 2,6 milljónum tonna á ári. En
nú fer þetta að breytast með til-
komu nýrra stóriðjuvera. Spár
gera ráð fyrir því að aukningin á
losun gróðurhúsalofttegunda
verði 15 til 20% á árunum 2005
til 2010 ogjafnvel um 25 til 30%
fram til áranna 2020 til 2025. Á
sama tíma eru Evrópubandalags-
þjóðirnar að tala um að draga
saman losun gróðurhúsaloftteg-
unda um 15%. Samkvæmt því
ættum við að draga úr þessum 2,6
milljónum tonna sem nemur 15%
fram til ársins 2010, hvað þá alla
viðbótina sem ég nefndi áðan.
Það eru ekki taldar miklar líkur á
að þessi tillaga Evrópubandalags-
ins verði samþykkt á ráðstefnunni
í Kyoto um miðjan desember.
SIGUKDÓR
SIGURDÓRS-
SON
SKRIFAR
Hún gengur það langt að stærri
og öflugri ríki en við munu ekki
samþykkja hana. Þar fara fremstir
Bandaríkjamenn. Þeir hafa sjálfir
engar tillögur lagt fram um að
draga úr loftmengun en allir bíða
eftir einhveiju útspili frá þeim,“
sagði Guðmundur Bjarnason um-
hvefrisráðherra um stöðu okkar á
umhverfisráðstefnunni í Kyoto.
Hann segir að Evrópubanda-
lagsþjóðirnar hafi samþykkt það
að innbyrðis geti þær sldpt milli
sín. Þær hugsa tillögu sína þannig
að um 15% heildar minnkun hjá
bandalaginu verði að ræða. Sum
ríkin dragi saman, allt að 30%,
eins og til að mynda Danir, en
önnur auki losunina, svo sem
Portúgal og meira að segja Sví-
þjóð fær að bæta við sig 5%.
Lúpínan bjargar
„Við höfum talað fyrir því að
þjóðir geti gert með sér sam-
komulag innbyrðis þannig að um
millifæranlegan mengunarkvóta
verði að ræða. Því miður höfum
við ekki fengið miklar undirtektir
með það. Okkur þykir undarlegt
að Evrópubandalagsþjóðirnar,
sem ætla að gera þetta innbyrðis
hjá sér, hafa algerlega útilokað að
aðrar þjóðir geti gert þetta. Við
höfum einnig talað fyrir því að
eitthvað af losun gróðurhúsaloft-
tegunda megi binda með aukinni
landgræðslu og skógrækt. Það
verður þó aldrei nema lítið brot
vegna þess hve dýrt það er. Við
þyrftum líka meira landsvæði en
við í raun höfum undir skóg og
lúpínu en lúpínan er lang virkasta
jurtin í þessu auk þess að vera
ódýrust og binda mest,“ segir
Guðmundur.
Hreint
ótruleg áhrif
Gróðurhúsaáhrifin
munu hafa ófyrirsjá-
anlegar affeiðingar
um alla veröldina og
lönd í hættu með að
sökkva í sæ.
„Koltvísýringurinn í andrúmsloft-
inu hefur aukist um 30% á um
það bil tveimur öldum og sérstak-
lega hefur þessi aukning verið
hröð upp á síðkastið. Menn
tengja þessa aukningu við athafn-
ir mannsins á jörðinni. Það er
bruninn á kolum, olíu og gasi
sem eykur koltvísýringinn sem
myndast við bruna,“ sagði Páll
Bergþórsson, fyrrverandi veður-
stofustjóri, þegar Dagur bað
hann segja Iesendum blaðsins
um hvað mengunarátök þjóðanna
snúast og hveijar séu helstu af-
leiðingar mengunar af manna-
völdum.
Hann segir að raunar séu fleiri
hættuleg efni í notkun svo sem
freonefnin sem notuð eru í svo
kölluðum úðabrúsum. Hann seg-
ir að freon sé lofttegund sem ekki
sé til í náttúrunni heldur hafi
menn búið hana til. Enda þótt
magnið af efninu, sem berst út í
andrúmsloftið, sé lítið er loftteg-
undin ótrúlega virk. Þá er metan
eitt þessara hættulegu efna sem
auka koltvísýringinn í andrúms-
loftinu og stuðlar þar með að
gróðurhúsaloftslagi. Þegar lofts-
lag fer hlýnandi þorna mýrar upp
og þar er ekki um neitt smá flæmi
að ræða í Síberíu og Kanada. Þá
losnar úr mýrunum metangas,
sem auk þess að vera eldfimt,
hefur gróðurhúsaáhrif.
Breytir ekki Golfstraunmuin
„Og gróðurhúsaáhrifin verða
þannig til að þeim mun meira
sem er af fyrrnefndum efnum og
bruna, þeim mun meira lokast
inni af hita í gufuhvolfinu. Sólin
nær að skína í gegnum þessi efni
með ágætum og hitar jörðina og
loftið. En þegar kemur að því að
hitageislar streymi frá jörðinni,
eins og þeir gera allan veturinn
og allar nætur, þá hindrast þeir.
Það þýðir að hitinn lokast inni í
gufuhvolfinu svona rétt eins og í
gróðurhúsi og þaðan er nú nafn-
ið komið,“ sagði Páll.
Talað er um að gróðurhúsaá-
hrifin komi til með að breyta
golfstraumnum þannig að það
gæti kólnað á norðurhveli jarðar.
Páll var spurður út í þetta.
Mér sýnist að hlýnunin, sem átt hefur
sér stað, sé um 2 gráður á 150 árum á
Svalbarði, 1 gráða á Islandi, en 0,7
gráðuryfir alla jörðina. Jörðin á að fá að
njóta vafans, að menn grípi ekki inn i
það sem er að gerast í náttúrunn/.
„Um þetta er mikið rætt en það
held ég að sé hæpið og að menn
séu mjög í lausu lofti með þær
kenningar. Hitun af völdum gróð-
urhúsaáhrifa á við um alla jörð-
ina. Þó hygg ég að hitunin verði
meiri á suðurhveli jarðar vegna
þess að hún er þar ótruflaðri en á
noðurhvelinu þar sem hún er
mikið trufluð."
Hringstraiunur hafsins
- Hvað veldur því?
„Eg held því fram að þar ráði
hafstraumar mestu og þá alveg
sérstaklega hafstraumarnir í
kringum ísland. Þeir liggja frá
Barentshafi um Svalbarð, sem ég
kalla en ekki Svalbarða, milli ís-
lands og Grænlands til Labrador,
Nýfundnalands og svo austur yfir
haf aftur, norður með Noregi og
til Svalbarðs aftur. I þessum
straumi kemur upp öðru hvoru
ótrúlega mikill kuldi, sem gjarn-
an verður fyrst vart við á Sval-
barði. Þetta leiðir til þess að hér á
norðurhvelinu hitnar og kólnar á
víxl en á suðurhvelinu er hitinn
jafn og ótruflaður en ekki meiri.
Þessi hringstraumur sjávar frá
Svalbarði til Svalbarðs, sem ég
talaði um, tekur 14 ár. I hvert
skipti sem hringstraumurinn
verður hlýr þá berst ylur um alla
jörð alveg óháð gróðurhúsaáhrif-
unum. Síðan kólnar aftur og með
þessu truflast hin jafna hlýnun af
völdum gróðurhúsaáhrifanna.
Þetta villir um fyrir mönnum og
þeir gera sér ekki jafn vel grein
íyrir því að jörðin er að hitna.“
Lönd sökkva í sæ
- Hvaða langtíma áhrif hefur
þessi hlýnun?
„Mér sýnist að hlýnunin, sem
átt hefur sér stað, sé um 2 gráður
á 150 árum á Svalbarði, I gráða á
íslandi, en 0,7 gráður yfir alla
jörðina. Enda þótt þetta sé ekki
mikil hækkun hefur hún gríðar-
lega mikil áhrif. Ein gráða hér á
íslandi er afar þýðingar mikil.
Alltaf höfum við íslendingar
fagnað hlýindunum og munum
eflaust gera það áfram. En varð-
andi gróðurhúsaáhrifin er hlýn-
unin yfir alla jörðina. Það veldur
aukinni bráðnum jökla og sjórinn
hlýnar og þenst út og þrýstir sér
upp á land,“ segir Páll.
Hann segir að í sumum lönd-
um sé mikil hætta á ferð svo sem
í Banglades og öðrum láglendum
svæðum í Asíu. Þá geta gróður-
húsaáhrifin valdið breytingum á
rakanum sem aftur veldur auk-
inni úrkomu víða og svo getur
hún minnkað annars staðar.
- S.DÓR