Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 12
12- MIÐVIKUDAGUR 19.XÓVEMBER 1997 ÍÞRÓTTIR L. A FriðrLk er etni nýliðmn í landsliðshópnum Nafn Félag Aldur Hæð Leikjaljöldi Guðjón Skúlason Keflavík 29 ára 180 cm 106 Falur Harðarson Keflavík 29 ára 183 cm 68 Birgir Örn Birgisson Keflavík 28 ára 193 cm 12 Helgi j. Guðfinnsson Grindavík 21 árs 185 cm 20 Teitur Örlygsson Njarðvík 30 ára 190 cm 104 Jón Arnar Ingvarsson Haukar 25 ára 186 cm 81 Pétur Ingvarsson Haukar 28 ára 190 cm 18 Sigfús Gizurarson Haukar 24 ára 194 cm 37 Hermann Hauksson KR 25 ára 200 cm 43 Nökkvi Már Jónsson KR 25 ára 194 cm 40 Eiríkur Önundarson ÍR 23 ára 185 cm 9 Friðrik Stefánsson KFÍ 21 árs 203 cm 0 Guðmundur Bragas. BJC 30 ára 200 cm 130 Herbert Arnarson Maes Pils 27 ára 193 cm 60 íslands leikur sinn fyrsta leik í D riðli Evrópukeppninnar í körfnknattleik á mið- vikudaginn í næstu viku. Þá mæta Hol- lendingar til leiks í LaugardalshöHinni. Önnur lið í riðlinum eru Eistland, Króatía, Bosnía og Litháen. Þama em sterk Hð á ferðinni og nú er komið að íslenska landsliðinu að sanna að það séu verðugur andstæðingur á stór- mótum í körfuknatt- leik. Á blaðamannafundi í gær til- kynnti Jón Kristinn Gíslason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, leikmannahópinn sem tekur á móti Hollendingum á miðviku- daginn. Einn nýliði er í hópnum, Friðrik Stefánsson frá KFI. Frið- rik hefur verið að leika mjög vel fyrir Isfirðinga í vetur og verð- skuldar fyllilega Iandsliðssæti. Reyndar var hann valinn í lands- liðið í fyrra en gat þá ekki leikið vegna meiðsla. Annars er lands- liðshópurinn skipaður eins og sjá má í töflunni hér að ofan. Þá hefur KR-ingurinn ungi, Baldur Olafsson, æft með liðinu í haust. Hann er framtíðar mið- herji liðsins ásamt Friðriki Stef- ánssyni, Jón Kristinn sagði að leikurinn við Hollendinga væri mikilvægur fyrir landsliðið. Fiðin hafa til þessa Ieikið 14 sinnum saman og vinningshlutfall Hollendinganna er hagstætt, 12 sigrar og 2 töp. Islendingar unnu síðasta leik þjóðanna, í Njarðvík árið 1995, með 93 stigum gegn 85. Að sögn Jóns er hollenska lið- ið mjög hávaxið. Þeir eru með 11 Ieikmenn yfir tvo metra á hæð, þar af einn sem er 2.16 m og annan 2.11. Það er því ljóst að hollenska Iiðið er tvær hæðir og ris í samanburði við okkar menn. LykiIIinn að góðu gengi Islands er því að spila hraðar sóknir og ógna með hraðaupphlaupum og þriggja stiga skotum ásamt því að draga stóru mennina út á móti sér og skapa því svæði fyrir Stýrir Jón Kristinn landsliðinu til sigurs á midvikudaginn? aftan þá því Hollendingarnir leika ekki mjög hraðan bolta. Hinsvegar er lið þeirra mjög agað og leikur vel skipulagðan körfubolta. Áhorfendur geta því búist við hörkuskemmtilegum leik í Höllinni á miðvikudags- kvöldið kl. átta. - GÞÖ Opinn fundur um málefni neytenda Neytendafélag Akureyrar og nágrennis boða til opins fundar um neytendamál í verkalýðshúsinu að Skipagötu 14, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: 1. Gerð grein fyrir starfsemi Neytendafélags Akureyrar og nágrennis og árangrinum af samstarfssamningunum við Neytendasamtökin undanfarin ár. 2. Vilhjálmur Ingi, fyrrverandi starfsmaður Neytendasamtakanna, gerir grein fyrir starfi sínu á Akureyri og í stjórn- og framkvæmdastjórn Neytendasamtakanna. 3. Önnur mál. Jóhannesi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna hefur verið boðið á fundinn. Fundurinn er opinn öllum sem vilja fræðast um neytendastarf á Akureyri. Framhaldsaöalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar Framhaldsaðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn mánudaginn 24. nóvember í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11. m Framsóknarflokkurinn Prófkjör vegna Reykjavíkurlistans Stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík auglýsir eftir einstaklingum sem hafa hug á að taka þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans, vegna komandi borgarstjórnarkosninga, fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Frambjóðendur verða að eiga lögheimili í Reykjavík eða á Kjalarnesi og ekki vera félagar í öðrum stjórnmálasamtökum. Framboðsfrestur rennur út kl. 16.00 þriðjudaginn 25. nóvember n.k. Frambjóðendur skulu skila inn stuttu æviágripi og ljós- mynd til skrifstofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20 fyrir þann tíma. 7 frambjóðendur munu verða tilnefndir af hálfu Framsóknarflokksins til að taka þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans. Berist fleiri en 7 framboð mun fara fram forval á félagsfundi aðal- og varamanna Fulltrúaráðs framsók- narfélaganna í Reykjavík, laugardaginn 13. desember 1997. Prófkjör Reykjavíkurlistans fer síðan fram 31. janúar 1998. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 5624480. Stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík Fundurinn hefst kl. 20. Fundarefni: 1. Ný lög fyrir félagið. 2. Sameining Vkf. Framsóknar og Dagsbrúnar. 3. Reglugerð Sjúkrasjóðs Vkf. Framsóknar. Stjórn félagsins. Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarðl 1, 641 Húsavík Sími 464 1300 Uppboð Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Aðalbraut 24a, Raufarhöfn vöru- skemma, þingl. eig. Jón Eiður Jónsson, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands Höfuðstöðvar, föstu- daginn 28. nóvember 1997 kl. 13. Ásgata 17, Raufarhöfn, þingl. eig. Ægir Þormar Pálsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Byggingasjóður ríkisins húsbréfad. Húsnæðiss. og Tryggingamiðstöð- in hf., föstudaginn 28. nóvember 1997 kl. 13.30. Garðarsbraut 62-64, Húsavík 9,62%, þingl. eig. Bakaríið-Kringlan efh, gerðarbeiðandi Húsavíkur- kaupstaður, fimmtudaginn 27. nóv- ember 1997 kl. 13. Hesthús, Staðarfelli, Ljósavatnshr. án þinglýstra lóðarréttinda, talin eign gerðarþ., Baldvins Björnsson- ar, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf. höfuðst. 500, fimmtudaginn 27. nóvember 1997 kl. 14.30. Sýslumaðurinn á Húsavík, 18. nóvember 1997. Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr. Reading sló Leeds út úr deildarbik arnum Sex leikir fóru fram í 4. umferð- inni í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í gærkvöld og urðu úrslit þessi: Derby-Newcastle 0:1 Jon Thal Tomasson skoraði sig- urmark Newcastle í síðari hálf- leik. Leeds-Reading 2:3 Liverpool-Grimsby 3:0 Micheal Owen með [trennu fyr- ir Liverpool. Sigurliðin komast áfram í 8 liða úrslit en þau lið sem gerðu jafn- tefli þurfa að leika að nýju. Arsenal-Coventry 0:0 Middlesbro-Bolton 1:1 Arnar Gunnlaugsson var í fremstu víglínu í byrjunarliði Bolton, í stað Dean Holdsworth, sem ekki er Iöglegur í deildar- bikarnum. Oxford-Ipswich 1:1 Jafnt var að loknum hefðbundn- um leiktíma í síðasttöldu þrem Ieikjunum og þurfti því að grípa til framlengingar. Úrslit voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Gross rádinn til Tottenham Svissnesk fréttastofa greindi frá því í gær að Christian Gross, þjálfari 1. deildarliðsins Grass- hoppers, mundi taka við enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Að sögn fréttastofunnar mun Gross taka við starfi yfirþjálfara félagsins á mánudaginn, en ekki er ljóst hvort hann mun starfa með Gerry Francis, núverandi framkvæmdastjóra félagsins, eða hvort Francis verði sagt upp störfum. Lundúnaliðið er sem stendur í 16. sæti úrvalsdeildar- innar. Everton til sölu Stjórnarformaður enska úrvals- deildarfélagsins Everton, Peter Johnson, sem á um 68% hluta- fjár í félaginu, hefur hug á því að selja hlut sinn, en talið er að hann fari á 60 milljónir punda, eða sem samsvarar sex milljörð- um fsl. króna. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á hlutnum og í ensku pressunni í gær kom fram að ríkasti maður heims, soldán- inn af Brunei hefði áhuga, en hann bar þær sögusagnir jafnóð- um til baka. Nokkur hreyfing er á fjármál- um enskra úrvalsdeildarliða um þessar mundir. Stjórn Manchester United mun auka hlutafé í félaginu og Coventry er á leiðinni á hlutabréfamarkað- inn. Isiah Thomas til NBC? Hinn frægi körfuknattleiksmað- ur Isiah Thontas, sem nú er framkvæmdastjóri NBA-félags- ins Toronto Raptors, kann að vera á förum frá félaginu. Thomas hefur fengið boð frá sjónvarpsstöðinni NBC um að stjórna sínum eigin þætti og sjá um körfuknattleikslýsingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.