Dagur - 22.11.1997, Side 2

Dagur - 22.11.1997, Side 2
I I 2 - LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 1997 ro^tr Ríkisendurskoðun segir nokkuð algengt, og raunar vaxandi, að innheimtumenn ríkissjóðs óski eftir gjaldþrotaskiptum á búum einstaklinga sem áður hafa orðið gjaldþrota, en halda samt áfram að safna skattskuldum vegna áframhaldandi starfsemi, sem ýmist er dulin eða ekki. Skattarupp á 3,6 uiillj arða afskrifaðir Skattaskuldir sem voru endaulega afskrifaðar í fyrra eða óiunheimtauleg- ar samsvara 110.000 kr. ' á li vem framtelj anda í » landinu. t [ Skattaskuldir upp á 3,6 milljarða voru ( endanlega afskrifaðar í fyrra, sam- kvaemt skýrslu Rfkisendurskoðunar. Enn stóðu þá eftir tæpir 15 milljarðar í skattaskuldum gjaldþrota aðila og rúmlega 4 milljarða kröfur á aðra ógjaldfæra aðila, þannig að óinnheimt- anlegar skatteftirstöðvar eru tæpir 19 milljarðar - t.d. svipuð upphæð og það kostar að reka öll sjúkrahúsin í land- inu. Þeir rúmlega 22 glötuðu milljarð- ar sem hér um ræðir svara til 110.000 króna á hvem einasta framteljanda í Iandinu. Gjaldþrota 2-3svar á fimm áruni Ríkisendurskoðun segir nokkuð al- gengt, og raunar vaxandi, að inn- heimtumenn ríkissjóðs óski eftir gjald- þrotaskiptum á búum einstaklinga sem áður hafa orðið gjaldþrota, en halda samt áfram að safna skattskuldum vegna áframhaldandi starfsemi, sem ýmist er dulin eða ekki. Dæmi séu um að bú einstaklinga séu tekin til gjald- þrotaskipta 2-3 sinnum á fimm árum. Slík búskipti kosti hins vegar ríkissjóð um 100.000 kr. hverju sinni og heild- arkostnaður af þeim sé yfir 20 milljón- ir á ári. Rétt að skoða nýjar leiðir Þessi gjaldþrotaskipti eignalausra búa þjóna litlum tiigangi að mati Ríkisend- urskoðunar. Þurfi að kanna hvort ekki eigi að takmarka gjaldþrotaskipti á búum einstaklinga við innheimtu vörsluljárskatta (vsk og staðgreiðslu) og meint skattalagabrot. Innheimtumenn ríkissjóðs fari líka á hveiju ári fram á gjaldþrotaskipti fjöl- margra félaga sem í rauninni eru ekk- ert annað en nafnið tómt. Vitað sé að þau hafa lítið sem ekkert starfað frá stofnun en hafi verið áætlaðir skattar. Að afskrifa þær skattkröfur sé hins vegar ekki hægt nema tryggt sé að fé- lögin hefji ekki starfsemi á ný. Ríkisendurskoðun telur rétt að skoða hvort ekki megi hafa annan hátt á afskriftum þessara skattaskulda. M.a. hafi sú hugmynd verið viðruð hvort fela megi sýslumönnum ákveðna þætti í verkefnum bústjóra, t.d. skipti eignalausra búa. En til þess þyrfti Iaga- breytingu. — HEl í heita pottinum hafa menn ver- ið að velta upp þeirri spumingu hver gæti orðið liklegt forsætis- ráðherraefni hjá samcinuðum jafnaðarmönnum. Yrði það Margrét Frímanns, cða yrði það Sighvatur eða yrði það kannski Guðný Guðbjöms? Pottverjar hallir undir valdapólitískar kenningar telja ekki seinna vænna að fara að spá í þetta enda morgunljóst að þetta sé miklu mikil- vægara mál en stefna og starfshættir. Á fyrstu stigum umræðunnar virðast mcnn nokkuð sam- mála um að líkumar séu gegn þessum núverandi formönnum og að foringi verði sóttur annað... Eitt best varðveitta leyndarmál- ið á Akureyri þessa dagana er hverjir ætli að vera með Pétri Jósepssyni á hinum nýja Endur- reisnarlista. Pétur talaði um það á sínum tíma að um 20 manna hópur stæði með hon- irm í þessu en enginn þeirra hef- ur komið fram opinberlega. Er það hald manna að hópinn hljóti að vera að finna á Súlnabergi, matsölustaðnum á jarðhæð Hótel KEA. Biynjólfur Brynjólfsson, pistlahöfundur með meirn, hefur verið orðaður við Endurreisn- ina, en fullyrt er í pottinum að hann sé ekki í þessum hópi... Heldur hefur ofhitnað í heitapottinum í gær þeg- ar verið var að saka flugfélagið Atlanta um að vera yngra en það er, en félagði fagnaði tíu ára af- mæli í fyrra. Sannleikurinn er sá að félagið fékk flugrekstrarleyfi lO.febrúar 1986 ogþvívarþað tómt fleipur sem farið var með í gær, og biðjast pottormar velvirðingar á því. En í tilefni afmæl- isins var gefhm út veglegur bæklingur þar sem Ólafur Ragnar Grímsson var með kveðju, en sú kveðja er einmitt orðin tilefni mikilla yfirlýsinga frá Norræna flutningamannasambandinu núna, heiluári v_ VEÐUR OG FÆRÐ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fyrir neðan. Austan- og suðaustanátt og hljút í veðri. Rigning sunnan- og austanlands. Færð á vegum Á Vesturlandi er flughált um Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða hálka á vegum og flughálka á heiðum. Einnig er víða hálka og hálkublettir á fjallvegum á Norður og Norð-austurlandi. Góð færð er um landið sunnan og austanvert. li

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.