Dagur - 22.11.1997, Síða 4

Dagur - 22.11.1997, Síða 4
20 — LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 19 9 7 D^«r MENNINGARLÍFIÐ I LANDINU Fyrsta stj ama leiWmssins Oft er með nokkrum rétti yfir því kvartað að lítið sé um vel unnar og gagnrýnar ævisögur ís- lenskra manna, en þeim mun meira af snöggsoðnum viðtals- bókum. Þeim mun ánægjulegra er að lesa rit á borð við „Leynd- armál frú Stefaníu" eftir Jón Viðar Jónsson. Höfundurinn hefur af eljusemi gjörkannað allar tiltækar heimildir um við- fangsefni sitt og samið afar vandaða og læsilega sögu stór- merkrar Iistakonu sem skipti &W)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 Fiðlarinn á þakinu eftir Boch/Stein/Harnick í kvöld Id. uppselt föd. 28/11 uppselt Id. 6/12 nokkur sæti laus Grandavegur7 eftir Vigdísi Grímsdóttur Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir 7. sýn. sud. 23/11 uppselt 8 sýn. fid. 27/11 uppselt 9. sýn. föd. 29/11 uppselt Smíðaverkstæðið kl. 20 Krabbasvalirnar eftir Marianne Goldman í kvöld Id. - Id. 22/11 - sud. 23/11 - Id. 29/11 Fáar sýningar eftir. Ath. sýningin er ekki við hæfi barna Sýnt í Loftkastalanum kl. 20 Listaverkið eftir Yasmina Reza föd. 28/11 föd. 5/12 LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mád. 24/11 Leikhópurinn Bandamenn og bandamenn þeirra undir stjórn Sveins Einarssonar, leiklesa „Belíasþátt" eftir Sebastian Wild. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.- sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 1 virka daga. sköpum fyrir landnám leiklistar- innar á Islandi. Stefanía fæddist árið 1876 og kynntist fljótlega sorginni. Hún missti móður sína sex ára að aldri. Faðir hennar og bróðir fóru til Ameríku fimm árum síð- ar og skildu hana eftir í fóstri hjá nákomnum ættingja; Stef- anía sá ekki föður sinn á ný fyrr en mörgum áratugum síðar þeg- ar hún fór í Ieikför til Vesturh- eims. Hún ólst upp sem ein- mana, draumlynt barn, var ákaf- lega feimin og uppburðarlaus við ókunnuga og Iærði að leyna vel hugsunum sínum: „... það er ekki í fyrsta skipti á ævinni, að ég hef orðið að sýnast glöð og kát, í augum heimsins, þó hjart- að blæði,“ skrifaði hún eitt sinn í bréfi til ástvinar (bls. 62). „Frámunalega yndlsleg“ Umskiptin miklu urðu eftir að hún var komin til Reykjavíkur aftur ásamt fóstru sinni. Stefan- ía kynntist leiklistinni fyrsta sinni á sviði templara í gamla Guttó árið 1893. A sviðinu varð hún sem ný manneskja; feimnin hvarf sem dögg fyrir sólu. I höfuðborginni kynntist hún líka Borgþóri Jósefssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar og náinn samverkamaður í Leikfé- lagi Reykjavíkur um langt árabil. Saman eignuðust þau sex börn sem komust á legg. Mörg þeirra reyndu einnig lyrir sér á Ieik- sviði um lengri eða skemmri tíma og ein dætranna, Anna Borg, varð fræg leikkona á er- lendri grundu - nokkuð sem móðir hennar hefði að mati höf- undarins átt góða möguleika á hefði hún ekki ákveðið að helga íslensku Ieikhúsi starfskrafta sína. Samtímaheimildir sýna að Stefanía vakti strax í upphafi leikferils síns mikla athygli fyrir óvenjulega hæfileika sína. Og það ekki aðeins hér á landi. Þeg- ar hún lék fyrir félag Islendinga í Kaupmannahöfn veturinn 1904-1905 var skrifað afar lof- samlega um frammistöðu henn- ar í Berlingske Tidende: „Hún var frámunalega yndisleg sem þjónustustúlkan, glaðvær og gáskafull, raunaleg og döpur, og fór það svo lipurt og létt, eins og hún væri reyndur leikari frá stóru höfuðstaðarleiksviði, en ekki litlu einkaleikhúsi á fjar- lægri og afskekktri eyju.“ (Bls. 107). Stefanía var burðarás í Leikfé- lagi Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1897 og þar til hún sldlaði félaginu af sér sem for- maður aldarQórðungi síðar. Yfir- leitt lék hún f mörgum verkum á hverju ári - stundum í öllum verkefnum vetrarins. Höfundur- inn færir rök fyrir því að hún hafi með framlagi sínu komið í veg fyrir að félagið hreinlega dæi drottni sínum. Jón Viðar dregur einnig fram í dagsljósið þau miklu átök sem áttu sér stað að tjaldabaki innan félagsins. Hann segir á einum Stjarnan unga: Stefanía Guðmunds- dóttir á fyrstu leiklistarárum sínum. stað: „Leiklistarsaga, sem geng- ur fram hjá baktjaldamakki og valdastreði og býr jafnvel til hálfgerðar helgimyndir úr bre- yskum og dauðlegum einstak- lingum, verður aldrei nema hálfsögð" (bls. 146) og rekur í samræmi við það átök og ríg á milli einstaklinga, einkum þó þeirra tveggja íjölskyldna sem lengi tókust á um völdin í félag- inu. Sú frásögn sýnir að sundur- lyndi og klíkuskapur er gamalt vandamál í leikfélaginu. Hugljúf og sár Bókin er mikil að vöxtum - 440 blaðsíður - og prýdd fjölda mynda. Jón Viðar Jónsson lýsir ítarlega þeim aðstæðum sem mörkuðu líf og starf Stefaníu sem eiginkonu, móður og leikkonu. Hann Ieiðir lesandann inn í bæjarbrag samtíðarinnar og dregur fram helstu persónur og leikendur í íslensku Ieiklist- arlífi fyrstu áratugi aldarinnar. Þannig setur hann lífshlaup leikkonunnar í nauðsynlegt samhengi við samtíð hennar. Stefanía Guðmundsdóttir lifir í þjóðarsögunni sem fyrsta stjarna íslensks leikhúss. En við lestur þessarar bókar er hún ekki síður eftirminnileg sem manneskja sem birtist í sinni tærustu mynd í bréfunum sem hún skrifaði. Þau vitna um hjartahlýju, ríka umhyggju fyrir börnum sínum og sanna hlut- tekningu með þeim sem áttu bágt. Frásögnin af hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóminn sem leiddi hana til dauða langt fyrir aldur fram, árið 1926, er í senn hugljúf og sár. Við kveðjum hana með söknuði í bókarlok. Tvlsktptur Hálfdan Stemimn Sigurðardóttir: Hanami ** í nýjustu skáldsögu sinni Hanami segir Steinunn Sigurð- ardóttir söguna af sendibílstjór- anum Hálfdani Fergussyni sem einn daginn sannfærist um að hann sé látinn. Meinið er að að- standendur hans eru ekki jafn reiðubúinir og hann að viður- kenna þessa óvæntu stöðu mála. Hálfdan tekur þá til sinna ráða. Hugmynd Steinunnar er frumleg og fyrirfram hefði henni verið trúað til að gæða hana fjöri og kímni. Steinunn fer þokkalega af stað og tekst ágætlega upp þegar hún lætur söguhetju sína túlka saldeysisleg orð annarra persóna sem stað- festingu á láti sínu. Sagan leið- ist hins vegar fljótlpga út í alls kyns uppákomur þar sem fimmaurabrandarar hafa of mikið vægi. Þegar kemur að þætti DrúsiIIu miðils, jarðarför- inni og minningargreinunum er sagan orðin ofteygður brandari. Persónur bókarinnar eru eru ýktar fígúrur sem erfitt er að ná sambandi við. Þeim er ætlað að skemmta lesendum en þar sem þær virðast ekki búa að neinum innri manni, heldur eintómu yf- irborði verður gamanið heldur snautlegt. Þegar sagan virðist komin í óefni bregður höfundur á það ráð að senda söguhetju sína til Japan og þá fer landið að rísa. Sagan breytir um tón, verður á stundum afar falleg og næmleiki og dýpt færast í frásögnina. Þá nær lesandinn í fyrsta sinn tengslum við söguhetjuna en fær ekki að fylgja henni nema stuttan spöl því sög- unni lýkur þegar hún virðist vera að ná listrænu flugi. Besti kafli bókar- innar er ástarlífslýs- ing sem skrifuð er af mikilli list. Þar finnst mér Stein- unn sanna, það sem mér hefur reyndar alltaf fundist, að hún sé mesti stílist- inn í hópi skáld- kvenna okkar. En áður en að þessum hluta kemur hefur of margt farið úr- skeiðis. Hanami er ein- kennilegt tvískipt skáldsaga. Fyrri hluti verksins geng- ur engan veginn upp. Seinni hluti verksins forðar bók- inni frá falli en nægir því • miður ekki til að gera þessa skáldsögu minnisverða eða sérlega góða. Pistillinn var fluttur í Dags- Ijósi síðastliðið fimmtudagskvöld.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.