Dagur - 22.11.1997, Qupperneq 6

Dagur - 22.11.1997, Qupperneq 6
TT 22 - LAUGARDAGUIi 22.NÓVEMBER 1997 LÍFID í LANDINU %«■ „Ég barði á Guöi góða stund uns ég tók hann í sátt. Ég tel mig síðan vera að vinna með honum, “ segir Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Úlafsfirði. myndir: gs Hún vinnur með Guði Hún erpresturog barði ung á Guði. Jafnréttis- sinni sem hefurgaman afpólitík. Finnst líka öll mál koma sérvið. Séra SigríðurGuð- marsdóttir sóknar- prestur Ólafsfirðinga segistvinna með Guði og það sem sé nógu gottfyrír Jesú sé nógu gottfyrirhana. Hún hóf prestskap á Suðureyri við Súgandafjörð 25 ára gömul og langt gengin með sitt annað barn. Fór fljótlega í örstutt fæð- ingarorlof en segir að sér hafi verið afskaplega vel tekið þrátt fyrir aðstæður. “Súgfirðingar höfðu verið prestlausir heilan vetur og ég held að það hafi ekki skipt þá öllu máli hvors kyns presturinn var. Ég fékk hlýjar kveðjur frá þessum nýbökuðu sóknarbörn- um mínum á sængina, en þá sendu þau mér vasa fuilan af blómum. Þetta er ein dýr- mætasta minningin sem ég á frá Suðureyri. Það skipti mildu máli fyrir mig að hefja prestskap á þetta litlum stað. Starfið var eitthvað sem ég réði við. Ég var heppin, þetta voru messur og skírnir til að byija með og fyrsta jarðarförin var ekki fyrr en 6 mánuðum eft- ir að ég tók við embætti. Þá dó gömul kona södd lífdaga. Ferm- ingarbörnin mín voru bara 3 og ég kenndi þeim heima við stofu- borðið meðan annar sonurinn svaf í vagninum úti en hinn dundaði sér á leikskólanum." Barði á Guði Þegar Sigríður veltir því fyrir sér hvers vegna hún fór í guðfræði og ákvað að verða prestur segir hún að ástæðumar hafi verið margar „Ég á alltaf mjög erfitt með að útskýra það. Ég hafði það alltaf á tiífinningunni að mér hefði verið hent þangað inn með braki og bramli. Ég hafði reynt að komast til Kaup- mannahafnar í nám í fornfræði eftir stúdents- próf en fékk ekki inni þannig að ég fór í guðfræð- ina til að læra þessi gömlu tungumál, þ.e.a.s. grísk- una og hebresk- una sem þar eru kennd. Ég hafði líka mjög mikinn áhuga á kirkjusögu. En áhugi minn á guðfræði var ekki ein- göngu fræðilegur, þó að ég hefði ef til vill ekki viðurkennt það á þeim tíma. Ég hef verið trúuð frá því að ég man eftir mér, en á unglingsárum dalaði þessi áhugi á eilífðinni mikið. Ég var á þess- um árum að glíma við magnaðar tilvistarspurningar og vakna upp við það hversu heimurinn væri stór og ósanngjarn og ég var svo reið við Guð. Ef Guð var til hvernig gat hann liðið allt það illa sem var að gerast? Ég barði á Guði góða stund uns ég tók hann í sátt. Ég tel mig síðan vera að vinna með honum. Ég fann það alltaf betur og betur þegar leið á námið að prest- starfið höfðaði til min. Fyrir mér varð námið ekki bara fræðilegt undir Iokin heldur tók ég allt sem ég gat til að afla mér þekkingar á því hvernig ég ætti að verða prestur. Mér finnst það mikilvægt að guðfræðinemar geri það upp við sig snemma í náminu hvort þeir ætli sér að verða prestar. Þá seilist maður eftir öðrum tæki- færum, heldur en ef áhuginn er eingöngu á fræðasviðinu.11 Það sem er nógu gott fyrir Jesú er nógu gott fyrir mig Áhugi á kvenréttindamálum hef- ur kviknað hjá Sigríði í seinni tíð en hún segist ekki vera djúp- hugsandi á þeim sviðum. Vera miklu meiri þiggjandi. „Sá áhugi hefur komið smám saman. Ég er ekki róttækur fem- inisti, hvorki í guðfræði né í pólitík. En ég er jafnréttissinni, og vil Ieggja jafnréttisbaráttu lið. Það hefur aldrei vafist fyrir mér að stelpur gætu gert hlutina jafnvel og strákar. En vitund mín um ranglæti sem konur eru beittar hefur skerpst með árun- um. Konur og karlar standa ekki jafnt að vígi hvort sem litið er til heimilis eða atvinnu. Þær eru fórnarlömb olheldis í ólíkt meira mæli en karlmenn. Þessi misjafna staða kynjanna kemur Hvað varðar kvenna- guðfræði þá erhúnfag sem égskipti méralls ekkiafískóla. Mér fannst það niðurlægj- andifyrír konur að hafa allt sér og geta ekki bara lesið og lært það sama og hinir. “

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.