Dagur - 22.11.1997, Side 8
24 - LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 199 7
ro^r
LÍFIÐ í LANDINU
Ágúst Eimrsson varungur
námsmaður í Þýskalandi
þegar Willy Brandtgerði
hann að jafnaðarmanni.
Ágúst hefur verið sannfærður
jafnaðarmaður alla tíðsíðan
og í viðtali við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur ræðir hann
um lífsitt og störfoggamla
. drauminn um stórajafnaðar-
mannaflokkinn.
Þú ert forríkur jafnaðarmaður, er þuð ekki
dúlítið snúin staða fyrir stjómmúlamann
sem vill láta taka sig alvarlega?
„Mér finnst þetta ekki óþægileg staða
en ég geri mér fulla grein fyrir því að
margir, sem þekkja mig ekki, hafa vantrú
á mér vegna þessa. Eg hef einlæga trú á
málstað jafnaðarstefnunnar og væri ekki
að eyða tíma í pólitík nema vegna þess að
ég hef hugsjónir sem ég trúi á. I mál-
flutningi geng ég stundum harkalega
gegn eigin persónulegu hagsmunum, og
það er Iíklega mest áberandi þegar ég tala
fyrir veiðileyfagjaldi."
Faðir þinn var Einar Sigurðsson útgerð-
armaður í Vestmannaeyjum, kallaður Ein-
ar rt'ki. Varðstu snemma var við ríkidæm-
ið?
„Þetta var eins og hvert annað heimili.
Reksturinn hjá pabba gekk upp og ofan
og stundum kom hann heim og fékk lán-
að af mjólkurpeningum móður minnar til
að geta borgað starfsmönnum laun. Við
systkinin vorum ellefu og tíu komust upp.
Það er mikið álag á eina konu að eiga ell-
efu börn á fjórtán árum. Eg á átta systur
og það var gaman að alast upp í svo stór-
um systkinahóp, við höfðum félagsskap
hvert af öðru. Við bjuggum ekki við dekur
og þurftum sjálf að vinna fyrir vasapen-
ingum okkar. Við systkinin erum öll dug-
leg °g vinnusöm. Sjálfum hundleiðist
mér hangs og ég get verið óþolinmóður
gagnvart umhverfinu ef mér finnst það
vera að eyða tímanum.“
Reglufesta og nákvæmni eru eiginleikar
sem eru taldir prýða þýsku þjóðina og þú
lærðir hagfræði í Þýskalandi. Efldust þess-
ir eiginleikar við dvölina þar eða eru þeir
þér eðlislægir.
„Eg hef alltaf verið mjög skipulagður í
störfum mínum og Þýskalandsdvölin efldi
enn hjá mér vinnusemi. En upplag mitt
og uppeldi gerði að verkum að ég lærði
snemma að ef menn ætla sér að. ná ár-
angri verða þeir að leggja hart að sér. Þeir
sem halda annað lifa í misskilningi.
Ég vann vel við námið og stundaði ýmis
störf á námsárunum erlendis, eins og að
keyra út bjór í krárnar í skemmtihverfinu
St. Paul í Hamborg og selja austurlensk
teppi.“
Nm er elsti sonur þinn afhurða náms-
maður, var frammistaða þín í líkingu við
hans?
„Nei, alls ekki en námið gekk ágætlega.
Ég las 5. bekk í MR um sumar utanskóla
og lauk stúdentsprófi útanskóla 18 ára og
fór á strax í háskólanám í Þýskalandi. Há-
skólanámið gekk hratt og vel og ég Iauk
doktorsnámi. Einhver námsmet setti ég
úti í Hamborg og síðast þegar ég vissi
stóðu einhver þeirra."
Brandt gerði mig að
jafnaðarmanni
Hvenær mótuðust
stjórnmálaskoðanir þín-
ar?
„Ég hafði engan sér-
stakan áhuga á stjórn-
málum áður en ég fór
til náms í Þýskalandi.
Willy Brandt gerði mig
að sannfærðum jafnað-
armanni. Ég hreifst af
honum og skoðunum
hans og þeim mikla
krafti sem einkenndi
þýska jafnaðarmenn á
þeim tíma. Seinna, eft-
ir að ég gekk í Alþýðu-
flokkinn, var ég ein-
staka sinnum gestur á
flokksþingi þýsku
kratanna. Mér er sér-
staklega minnisstæð
kvöldstund þar sem ég
sat með Willy Brandt
og þingmanni frá
Bremen og við spjöll-
uðum saman um ísland meðan við
drukkum bjór. Það er mér ógleymanlegt
tá. teb síii«á *m
ú‘jg óetj ó& Blarl .iijjIg: &M ó'& fdxurj.
var þjóðsagnapersóna en einkar elskuleg-
ur maður.“
Hann er sagður hafa haft mikla per-
sónutöfra og konur áttu að hafa fallið um-
vörpumfyrir honum?
„Það féllu allar kon-
ur fyrir honum enda
var hann einstaklega
miUlI persónuleiU, yf-
irvegaður og snjall
ræðumaður og góður
hugsuður.“
Starfaðir þú með
þýsku krötunum?
,Já, ég starfaði með
ungliðahreyfingu þýsku
kratanna og íyrsti pólit-
íski lúndurinn sem ég
talaði á var fyrir 4000
áheyrendur í Suður-
Þýskalandi. Það var mikil
stund lyrir ungan mann.“
Þú varðst sannfærður
jafnaðarmaður, starfað-
ir mikið með Vilmundi
Gylfasyni og fylgdir
honum í Bandalag
jafnaðarmanna. Hvern-
ig tími var þetta?
„Það er einn
skemmtilegasti tími í
pólitík sem ég hef lif-
að. Bandalag jafnaðar-
manna er ein merkasta pólitíska hreyfing
sem stofnuð hefur verið hér á landi.
Ég fyrirlít flokkakerfið og hef sífellt Iagt
til atlögu við það. Bandalagi jafnaðar-
manna tókst að vísu eldd að bijóta það
upp. Tilraunin rann út í sandinn en hug-
myndirnar og minningarnar lifa.“
Það var góður vinskapur milli ykkar Vil-
mundar, var það ekki?
„Við Vilmundur vorum nánir samstarfs-
menn og vinir. Hann var einstakur mað-
ur, sérlega frjór í hugsun og skemmtileg-
ur. Það var ógleymanlegt að vera með
honum í pólitískri baráttu og ég er þakk-
látur fyrir kynni okkar. Hið sama má
segja um Valgerði Bjarnadóttir sem er
miUll vinur minn og sú kona sem ég hef
einna mest dálæti á.“
Afhverju gekkstu til liðs við Þjóðvaka?
„Mér fannst flokkakerfið vera orðið
ónýtt eina ferðina enn og skynjaði mögu-
leika til breytinga þegar uppstokkun varð
í Alþýðuflokknum. Eg hef alltaf verið í
leit að stóra jafnaðarmannaflokknum og
sá að Alþýðuflokknum ætlaði ekU að
takast að verða sá flokkur.
Krafturinn, hugsunin og róttæknin
hafa alltaf verið mest í Alþýðuflokknum
og allar uppreisnir gegn íslensku floUca-
kerfi hafa byrjað þar. Ég skal fyrstur
manna viðurkenna að uppreisnirnar sUl-
uðu eldd því sem menn ætluðust til. En
nú er komið að endapunkti í uppreisn
innan flokkanna. Nú höfum við jafnaðar-
menn tæUfæri aldarinnar til að skapa
stóra jafnaðarmannaflokUnn.“
Ég hef aldrei alveg farið frá Alþýðu-
Stofnun þéss var atlága að
Ég á mérþann draum
í pólitíkinni að hér
verði til stórjafnaðar-
mannaflokkur.
Ég vinn með þeim
sem vilja vinna að
því markmiði. Efég
kemstað þeirri niður-
stöðu að éggeri það
best með því að ganga
íAlþýðuflokkinn
þá mun ég
gera það. “