Dagur - 22.11.1997, Síða 14

Dagur - 22.11.1997, Síða 14
30 - LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 HEILSULÍFIÐ í LANDINU Orri Sigurðsson. 4 ára, er duglegur strákur. Hann fór á spítaia t sumar, iét taka úr sér hálskirtlana og fann ekkert till Segir hann sjálfur. En hann fékk aðra rödd. Pabbi Orra, Sigurður Baldursson, segir að Orri hafi verið aumur í hálsinum f nokkra daga eftir aðgerðina. Hér eru þeir feðgar með Fjólu, 1 árs. mynd: pjetur. Vildi röddina sína aftur Hálskirtlar eru gjaman tekn- irúrpestsæknum bömum og unglingum og þykir ekki mikið. Það erþó aðeins meira en að segja það. „Ég fékk aðra rödd. Ég þurfti að pissa og pissa og pissa og pissa, mikið að pissa. Ég fékk grænan frostpinna með súkkulaði ofan á. Ég fékk bara einn svoleiðis," segir Orri Sigurðsson, 4 ára, en hann var lagð- ur inn á sjúkrahús í einn sólarhring í sum- ar meðan hálskirtlamir vom teknir úr honum. Sigurður Baldursson, faðir Orra, segir að Orri hafi verið afar pestsækinn, korrað og hljómað eins og hann væri við það að kafna allar nætur. Hann hafi verið búinn að bíða lengi þegar hann hafi loks komist í aðgerðina. Fékk allar pestir „Það var áður búið að taka úr honum nef- kirtlana en það dugði ekki. Hann mátti ekki heyra orðið pest því að þá var hann búinn að fá hana. Hann fékk allar um- gangspestir. Þetta var afskaplega þreyt- andi en hann er búinn að vera stálhraust- ur síðan kirtlarnir voru teknir. Þetta er búið að vera allt annað líf,“ segir Sigurður. Orri litli þurfti að fasta frá kvöldi og fram að aðgerð daginn eftir. Hann mætti með mömmu sinni á spítal- ann. Hún var hjá hon- um yfir daginn en svo höfðu þau hjónin vaktaskipti og pabbi hans svaf hjá honum á spítalanum yfir nóttina. Feðgarnir fengu svo að fara heim morguninn eftir og svo var Orri heima í viku á eftir. Sigurður segir að Orri hafi staðið sig eins og hetja enda hafi verið vel að honum búið á Borgarspítalanum. Þjón- ustan hafi verið vinaleg og góð og vel við Líf hæfi barna. Hann hafi mikið spurt og fengið öllum spurningum svarað. Hámaði í sig frostpinnana Orri var svæfður fyrir aðgerðina og fann til í hálsinum þegar hann vaknaði aftur. Sig- urður segir að þá hafi hann farið að gráta, ekkert endilega undan sársaukanum held- ur hafi hann kvartað yfir því að röddin hafi breyst og viljað fá gömlu rödd- ina sína til baka. Hann sé ekki enn kominn með hana, hafi verið skrækur síðan. „Ég held að kirtlataka sé ekki svo mikið mál með svona ung börn. Þau finna aðeins til í hálsinum en eru furðufljót að ná sér. Hann var aumur í hálsinum í tvo, þrjá daga eftir að hann kom heim en hámaði í sig frostpinnana á spítalanum og fór fljót- lega að borða aftur,“ segir hann að lokum. -GHS Kynlíf Breytingaskeið karla Meira hefur verið rætt og ritað um þær breytingar sem verða á líkama konunnar þegar frjó- semisskeiði hennar lýkur, en það að karlmenn fari inn á breytingaskeið. Hjá karlmönnum verður þessi breyting hægari en hjá konum. En þegar starfsemi eistanna dvínar, minnkar hormónaframleiðslan smátt og smátt. Þær geta þó haft áhrif á kynlífið til hins verra. Óupplýstir karlar Karlmenn hafa ekki verið jafn upplýstir um starfsemi Iíkama síns og konur og því kannski ekki eins meðvitaðir um þess- ar breytingar. Oft er talað um breytingaskeið karla á léttu nótunum og það jafnvel haft í flimtingum. Ég hef þá trú að öll göngum við í gegnum ákveðnar breyt- 4 1 * ingar á miðjum aldri, 45-55 ára, þar sem litið er yfir farinn veg. Marg- ir eru þokkalega ánægð-- ir með lífið, aðrir sjá að nú er að hrökkva eða stökkva og sumir kíkja jafnvel yfír girðinguna og halda að grasið sé grænna hinumegin: yngja upp, fara í ljós, Iíkamsrækt og/eða skipta jafnvel alveg um stíl. Angist Enn aðrir upplifa angist, svitakóf og jafnvel það að yngri menn eru teknir framfyrir þá í metorðastiganum þegar kemur að stöðuveitingum. Dæmi eru um að menn upp- lifi einmanaleika, dep- urð og jafnvel fælni ýmiskonar. Þeir geta orðið óvenju uppstökk- ir og pirraðir, en allt getur þetta haft sínar eðlilegu skýringar, þó oftar en ekki sé gripið til skýringa eins og streitu eða flensu og lasleika. Þetta get- ur komið niður á kynlífinu, áhugi minnkar, erfiðara verður að fá fulla stinningu limsins. Spurt hefur ver- ið af karlmönnum hvort ekki séu til hormónagjafir fyr- ir karla líkt og konur sem eru að ganga í gegnum breytinga- skeið. Því er til að svara að í einstaka tilfellum hafa horm- ónagjafír verið reyndar ef um stinningarvanda er að ræða hjá körlum, en að öllu jöfnu eru ekki gefnir karlhormónar og eru þá kannski helst hafðar í huga þær miklu aukaverkan- ir sem testosteron hefur í stór- um skömmtum. Kannist menn við þessi ein- kenni og vilji ræða þau nánar og hvaða möguleika þeir hafa í stöðunni vil ég benda þeim á að ræða við heimilislækni sinn sem mun aðstoða þá við að fínna viðeigandi lausn, hvort heldur hún er í formi viðtala við þvagfærasérfræðing, sál- fræðing eða einhvern annan. I næstu viku mun ég fjalla frekar um getuleysi karl- manna. Kveðja, Halldóra. Halldóra Bjarnadóttir skrifar Lítið hefurverið rættum breyt- ingaskeið karla og áhrifþess á kynlífið. Af-Iífi og' sál Þurfumað ræða dauðann Dauðinn er flestum hugleikinn og dauðanum er ákaflega vel sinnt hér á landi, svo að ekki sé meira sagt. Flestir sækja jarðarfarir og skrifa og lesa minningargreinar í hvert sinn sem dauðinn bankar á dyrnar enda gerir hann það fyrir- varalaust hvar sem er og hvenær sem honum sýnist. Við viljum eðli- lega að fólkinu okkar sé sinnt af hlýhug við endalokin og því hlýtur virðing okkar fyrir dauðanum að aukast fremur en hitt, sérstaklega eftir því sem aldurinn færist yfir. Vissulega er erfitt að sætta jsig við dauð- 'ann því að með honum miss- um við góðan félaga, maka eða ætt- ingja og það er svo endanlegt. I daglegu tali hættir mörgum til að tala frjálslega og segja að dauðinn sé léttir fyrir aldrað fólk og illa sjúkt og sjálfsagt getur heilmikið verið til í því. Nístandi sársaukinn er þó hinn sami, sérstaklega þegar dauð- inn er alltof snemma á ferð. Eftir löng og erfið veikindi og þjáningar hlýtur dauðinn að vera ákveðin líkn. Það geta menn kannski séð þegar versta áfallið er yfirstaðið. Það er hræðilegt áfall og kannsld sárast þegar börn, unglingar eða ungt Ijölskyldufólk kveður fyrir- varalaust. Margar fjölskyldur, og kannski flestar, bera djúp sár eftir þessi ótímabæru, ósanngjörnu and- lát. Þegar ung móðir fimm lítilla barna fellur frá og skilur trítlana sína eftir munaðarlausa. Eða þegar ungur maður fellur fyrir eigin hendi í blóma lífsins. Sorgin hel- tekur. Það tekur langan tíma að vinna sig út úr þessu eins og kom fram í viðtali við móður í helgar- blaði Dags um síðustu helgi. Sem betur fer er þó skilningurinn í þjóð- félaginu farinn að aukast. Fólk get- ur leitað sér aðstoðar og lífið held- ur áfram, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. Dauðinn gæti verið á næsta leiti hjá okkur sjálfum, maka eða vini, röðin kemur að okkur öllum fyrr eða síðar. En þegar fimm ára barn spyr: „Amma, hvenær deyrð þú?“ þá hlýtur barnið að eiga rétt á svari, útskýringum og jafnvel umræðum um dauðann. Amma má ekki bara súpa hveljur og skella í lás. Barnið verður að fá útskýrt fýrir sér að dauðinn komi fyrr eða síðar til okk- ar allra og enginn viti hvenær það verður. Með því að svara spurning- um og opna umræður um dauðann hlýtur skilningurinn að aukast og kannski minnkar sársaukinn líka. Dauðinn er erfíð- ur og sorglegur ^ en hann er partur af líf- inu og nátt- úrunni. Því getum við ekki neitað. Þess vegna þurfum við r að ræða um dauðann og búa þannig börnin okkar og okkur sjálf undir það að kynnast dauðanum. Guðrún Helga Sigurðardótlir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.