Dagur - 29.11.1997, Qupperneq 12

Dagur - 29.11.1997, Qupperneq 12
28 - LAUGARDAGUR 29.NÓVEMBER 1997 /Dagut- MATARLÍFIÐ í LANDINU Nú eru ma.rgirfa.mir að spá og spekúlera fyrirjólin. Hvað eigi að baka, hversu margartegundirafsmákökum, hvort prófa eigi eitthvað nýtt. Eins og allirvita þá em uppskriftimar óteljandi. Hverog einn á sína uppáhaldsuppskrift sem hann vill fá til að kalla framjólin en margirvilja líka breyta aðeins til. Efleita skal að einhverju spennandiþá geturfarið íþað mikill tími enda ekki affáum bókum, blöðum og bæklingum að taka þegarkemur að jólauppskriftum. Það erekki tími til að skoða allt það sem áhugavert erog þá er alltafgott aðfá smá hjálp og innsýn íþað sem t.d. erlend matreiðslutíma- ritbjóða upp á. Hérá eftirem nokkrar uppskriftir sem bandarísk matreiðslu- tímaritmæla með fyrírjólin. Mjög ervandað til verksins og afmörgu spenn- andiað taka. Einnig ergreinilegt aðí hinni stóm Ameríku er margt annað bakað en smákökurþví mikið erumglæsilegarog sparílegaruppskríftir af ostakökum, kanilsnúðum og öðm álíkagóðgæti. Tiramisú-ostajkaka % bolli mulið súkkulaðikex, um 15 stk. 2 msk. bráðið smjör 12 fíngurkex, „ladyfingers" 2 tsk. espresso kaffiduft 2 msk. brandy eða mjólk 250 g mjúkur mascarpone rjómaostur 1 bolli sykur 1 tsk. kornsterkja 1 tsk. vanilludropar _____________3 egg____________ 250 g sýrður rjómi 'A tsk. kakóduft Það þarf að byija á því að taka mulda súkkulaðikexið og bráðið smjörið og blanda því vel saman. Setja það í hring- laga form og þrýsta blöndunni vel niður og út með köntunum. Fingurkexið er þá tekið og skorið í tvennt, þvert, og því rað- að hringinn með sléttu hliðina niður. Kaffiduftið er leyst upp í brandí eða mjólk. Osturinn er hrærður þar til hann er vel mjúkur. Þá er sykri bætt saman við hann og áfram hrært vel. Kornsterkju og vanilludropum er hellt í ostabtönduna, þá eggjunum einu í einu. Allt saman hrært vel saman. Helmingnum af þessari blöndu er hellt ofan á botninn í hring- forminu en í hinn helminginn er kaffi- duftinu hrært saman við. Þeirri blöndu er þá helt yfir hina fyrri í forminu. Iíakan er bökuð í ofni á 175°C hita í 45 mínútur eða þar til miðja kökunnar er orðin frekar stinn. Þá er kakan tekin úr ofninum og sýrða ijómanum smurt ofan á hana miðja. Kakan er tekin úr forminu og látin kólna í klukkustund. Súkkulaði stráð yfir til skreytingar. Kanilhringur með appelsínukeim 414 bolli hveiti 2 pakkar þurrger 'A bolli volg mjólk 'A bolli sykur 'A bolli mjúkt smjör 1 tsk. salt ______________2 egg______________ 'A bolli appelsínusafi 2 msk. rifinn appelsínubörkur 3 msk. bráðið smjör 'A bolli sykur 'A bolli kókos 2 tsk. kanill Tveir bollar af hveiti og gerinu er blandað saman í skál og geymt. Mjólkin er hituð örlítið í potti og sykri, mjúku smjöri og salti blandað saman við. Smjörið Iátið bráðna. Hveitinu blandað saman við og hrært vel, þá er eggjum og appelsínusafa hnoðað saman við og hrært með hand- þeytara í 3 mínútur. Appelsínuberkinum er blandað saman við með sleif og örlitlu hveiti ef þarf til að deigið verði mjúkt. Deigið er sett í skál sem hefur verið smurð að innan með smjöri og látið hefa sig þar undir viskastykki í 90 mínútur. Að því loknu er það hnoðað varlega og því skipt í tvennt. Það flatt út með kökukefli þannig að passi á ofnplötu. Smurt með bráðnu smjörinu og sykri, kanil og kókos blandað saman og stráð yfir, einungis helmingi blöndunnar. Þá er deiginu rúll- að upp og það lagt saman í miðjunni þannig að það liggi frekar þétt, tveir væn- ir bitar ofan á hvor öðrum. Skorið þvf næst langsum í deigið, ekki alveg í end- ann og það opnað þannig að úr verði n.k. hjarta. Þetta kanilhjarta er síðan bakað á 225°C hita í 20 mínútur. Skreytt með appelsínuglassúr (flórsykri og appel- sínusafa). Súkkulaðikanilhringur 3 bollar hveiti 'á bolli kakóduft 1 pakki þurrger % bolli mjólk 'A bolli smjör '/ bolli sykur /4 tsk. salt 2egg_________ 2 msk. bráðið smjör 'A bolli sykur 2 tsk. kanill 3A bolli súkkulaðispænir 'A bolli möndlur 1A bolla hveiti, kakó og geri er blandað saman í skál. Geymt. Mjólkin, smjörið, sykurinn og saltið er sett í pott og hitað þar til smjörið bráðnar. Blöndunni er hellt saman við hveitiblönduna í skálinni og eggjunum bætt við. Hrært með hand- þeytara í 3 mínútur og afgangnum af hveitinu blandað saman við. Deigið er hnoðað og látið hefast í smjörbonpni skál þar til það hefur tvöfaldast. Slegið örlítið niður og hnoðað Iétt, flatt út með jafnar hliðar og smurt með bráðnu smjöri. Sykri, kanil og súkkulaðispæni blandað saman og stráð yfir deigið, þá möndlun- um. Rúllað upp. Þarna þarf að skera í deigið, passa að það sé bara ysta lagið. Þetta er gert til að hægt sé að búa til fal- legan hring. Skurðirnir eiga að vera með um 3 cm millibili. Þá opnast kringlan fal- lega sbr. á myndinni. Hringurinn er bak- aður á 225°C hita í 15-18 mínútur, eftir 10 mínútur þarf að hylja hringinn með álpappír í ofninum. Skreytt með glassúr, sem er búinn til úr 1 bolla af flórsykri, 1 msk. af Kahlúa Ifkjör og 3 tsk. af rjóma (getur þurft meiri rjóma). Amerísk j ólasúkkulaðikaka 120 g bökunarsúkkulaði 'A bolli smjör 1 bolli hveiti 'A bolli valhnetur eða pecanhnetur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.