Dagur - 29.11.1997, Síða 14
HEILSULÍFIÐ í LANDINU
Ellen Mooney er húðsjúkdómalæknir sem starfar í Læknastöðinni Uppsölum i Kringlunni. mynd: eól.
30 - LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997
Bólur á Morðmsaldri
Bólureru ekki bam bólur.
Orsakir þeirra geta verið
margvíslegar og meðferðin
fer eftir orsökinni.
„Hér á Iandi eru bólur gjaman kallaðar ung-
lingabólur, þó svo fólk sé með þær á fullorð-
insaldri" segir Ellen Mooney, húðsjúkdóma-
læknir í Læknastöðinni Uppsölum í Kringl-
unni. „Erlendis er þessi sjúkdómur kallaður
acne og aldur hefur ekkert með það nafn að
gera“.
Margir vilja meina að mataræði hafi sterk
áhrif á bólur, þ.e. ef fólk borðar sykur og feit-
meti, þá sé mikil aukning í bólum á húð
þeirra, en Ellen segir engar tilraunir hafa
sannað nein tengsl þar á milli. Sumir telji sig
geta fundið mun á sér við að léttast eða
þyngjast en engar sannanir eru fyrir því held-
ur. „Ég hef fengið til mín mæður með böm
sem þær hafa sett á allskonar kúra, prófað
grænmetisfæði í tvo mánuði og sett þau í
súkkulaðibann í tvo mánuði svo eitthvað sé
nefnt, en ekkert af þessu hefur virkað til að
breyta því hvort þau fá bólur,“ segir Ellen.
Of rnikið af karLkyns-
hormóniun
Orsakir fyrir því að kvenfólk fær bólur eða
ekki á fullorðinsaldri geta meðal annars verið
þær að konumar hafa of mikið af karlkyns-
Samsetning og magn áfitusýr-
um erönnurhjá þeim sem
hætt er við aðfá bólur.
hormónum. „Þegar ég fæ til mín konur með
bólur, þá leita ég eftir því hvort þær eru með
aukinn hárvöxt, til dæmis á andliti, milli
brjósta, á kviðnum og á fótleggjum. Einnig
athuga ég hvort þær hafi óreglulegar blæð-
ingar. Sé um þessi einkenni að ræða, þá mæli
ég karlkynshormónin, en allt þetta getur gef-
ið vísbendingar um aukin karlkynshormón.
Svo eru til bólur sem ekki hafa verið til stað-
ar frá unglingsárum, sem koma fram á aldr-
inum 30-35 ára og þá er oft roði og kláði með
þeim. Þeim fylgja ekki fílapenslar, heldur oft
þurrkur í húðinni. Þetta er kallað acne
rosacea," segir Ellen.
Gefur húðtýpan vísbendingar um það hvort
fólk er útsettfyrir bólum?
„Það sem maður sér ef maður athugar fólk
með bólur, er að samsetningin á fitusýrunum
og magnið er öðruvísi en hjá þeim sem ekki
fá bólur. Það er líka meiri samloðun í frum-
unum í göngunum sem Iiggja niður að fitu-
kirtlunum og hársekkjunum".
Því er ekki að neita að þar sem húðin er
mjög áberandi, þá skiptir það fólk miklu máli
hvemig hún lítur út og unglingar eru sérstak-
lega viðkvæmir fyrir slæmri húð. Því er gott
að benda fólki á að leita til húðsjúkdóma-
Iæknis til að fá meðferð við bólum, frekar en
að vonast til að vandamálið hverfi af sjálfu
sér. VS
KYYLIHÐ
Getuleysi karlmaraia
Þegar rætt er um getuleysi
karlmanna er í flestum til-
fellum átt við það að limur
karlmannsins rís illa eða ekki
þrátt fýrir löngun hans til
samfara. Um er að ræða
nokkuð flókið fyrirbæri og
sérfræðingar á sviði kynferð-
ismála röktu orsakir vandans
gjaman til andlegra hremm-
inga einstaklingsins. Hins-
vegar hefur komið í ljós við ítarlegar rann-
sóknir að meirihluti karlmanna á við þennan
vanda að stríða af líkamlegum orsökum. Þá
er fyrst og fremst verið að ræða um menn á
aldrinum fjörutíu og fimm ára og upp úr.
Kölkuii æða
Ein aðalorsökin er að slagæðarnar sem liggja
út í liminn opnast illa vegna kölkunar. Reyk-
ingar eru einn stærsti áhættuþátturinn. 25%
þrenging æða veldur stinningarvanda, því
nægjanlegt blóðmagn fæst ekki inn í Iiminn.
Fyrstu einkenni eru að limurinn harðnar ekki
nóg . Einnig getur verið að hann sé stífur svo
stutta stund að ekki nægi til samfara.
Meðferð er til við getuleysi af völdum æða-
kölkunar. í fyrsta Iagi notkun á efni sem
nefnist Papaveiran. Meðferðin felst í því að
efninu er sprautað í rætur Iimsins rétt fyrir
samfarir. Það veldur því að slagæðar limsins
þenjast út og hann fyllist blóði og nær fullri
reisn.
Pumpiir
Einnig er möguleiki á að nota svokallaðar
undirþrýstingspumpur. Þær eru gerðar úr
hólki vel smurðum að innan, sem slöppum
Komið hefurí Ijós að meirihluti
karla sem þjáist afgetuleysi
gerírþað aflíkamlegum ástæð-
um - ekki sálrænum.
limnum er stungið inn í. Lofti er síðan
pumpað úr hólknum þannig að undirþrýst-
ingur myndast í honum. Við það eykst slag-
æðablóðflæði inn í liminn og hann stendur.
Teygja er utan um hólkinn á þeim enda sem
er við rót limsins og þegar hann er orðinn
stinnur er teygjunni smokrað af hólknum og
á liminn. Kemur hún þar með í veg fyrir að
blóðið geti runnið úr honum.
Læknir gefur frekari skýringar á þessum
aðferðum og hugsanlegum aukaverkunum.
Ef hvorug aðferðin kemur til greina eru að-
gerðir hjá þvagfæraskurðlækni og/eða viðtöl
við sálfræðinga eða geðlækna líklega eina úr-
lausnin.
Hormónagjöf?
Eðlilegt er að karlmönnum standi í svefni og
gerist það nokkuð reglulega yfir nóttina. Ef
æðakölkun hijáir menn truflast þetta nátt-
úrulega ferli. Hægt er að rannsaka hvort
þetta sé í lagi og ef allt er eðlilegt og góð reisn
fæst, koma sálrænir kvillar sterklega til
greina. Ekki má útiloka ástæður eins og
skerta framleiðslu karlkyns hormóna og fleira
sem rannsaka þarf sérstaklega. Eins og sagt
var frá í síðasta pistli eru hormónagjafir til
karla ekki algengar vegna aukaverkana, en
þær koma þó til greina í samráði við lækni.
I næstu viku fjalla ég um fyrstu skrefin á
kynlíffssviðinu hjá unglingum.
Halldóra
Bjarnadóttir
skrifar
AFLtFlOG SAL
Þar
sem
ham-
Barneignir eru frábærar og
gefandi. Það er spennandi
áskorun fyrir alla fullorðna ein-
staklinga að spreyta sig á því að
ala upp börn og finna hve vel
hefur tekist til þegar þau eru
orðin að fullvaxta, heil-
I íf brigðum °g víðsýnum
PtiJp "in-tnHinrnm sem
hnna ser farveg 1 lit-
inu, eignast með tím-
anum maka og sín eigin börn.
Að axla móður- og föðurhlut-
verkið, finna ábyrgðina og til-
finningarnar sem fylgja og síðan
að sjálfsögðu það Iangbesta, að
gegna afa- og ömmuhlutverkinu
og geta látið það eftir sér að
knúsa og hampa litlum greyjum
á „ábyrgðarlausan" hátt.
Eitt af því sársaukafyllsta í lífi
margra hlýtur hins vegar að vera
barnleysið, sem stöðugt fer vax-
andi. Barnleysi hefur nefnilega
gríðarleg áhrif á sálarlíf fólks og
getur smitað út frá sér. Til lengri
tíma litið getur það stuðlað að
vinaslitum ogjafnvel hjónaskiln-
aði og kannski fara sumir að
halla sér að flöskunni. Það er
þess vegna mesta blessun síðari
ára að tæknifrjóvgun og glasa-
frjóvgun hafi verið fundnar upp
og að íslendingar hafi tileinkað
sér þá tækni í jafnmiklum mæli
og raunin hefur verið. Þessi
tækni hefur hjálpað fjölmörgum
að eignast böm og létt af þeim
gríðarþungum byrðum.
Dýru verði. Að vísu í krónum
talið. Því að það er gríðarlega
kostnaðarsamt og í rauninni
ekki á hvers manns færi að vera
svo óheppinn í lífinu að vera
bamlaus og þurfa aðstoð tækn-
innar til að eignast
börn.' Þegar veru- rajjf
lega reynir á þolin-
mæðina, tilraunirnar
verða margar, lyfjakostnaður og
læknisheimsóknir í tugatali, og
hvert lánið er tekið á fætur öðru.
Þegar vonleysið er orðið þvílíkt
að maður ákveður að ættleiða,
bítur á jaxlinn og pungar út
summum sem þarf að punga út.
Og loks kemur að því. Tæknin
virkar og bamið kemur í heim-
inn - eða ættleiðingin gengur í
gegn.
Og allt í einu eru fleirburafæð-
ingar orðnar hversdagslegar.
Tvíburar og þríburar fæðast í
öðru hvetju húsi og þar ríkir
hamingjan eftir Iang-
þráða bið. Jafnvel
sjöburar eru til.
En alltaf er það
jafiisvívirðilegt að
ekki skuli allir
sitja við sama
hvað peningana
varðar. Og barn-
Iausum svíður.
Guðrún Helga
Sigurðardóttir.
ghs@ff.is