Dagur - 29.11.1997, Side 15

Dagur - 29.11.1997, Side 15
 X^MT. LAUGARDAGUtt 29.NÓVEMBER 1997- 31 LIFIÐ I LANDINU Pínulítið mannalegri í klæðaburði Helgi erkominn með skegg og líðurorðið dável íjdkkafötum. Áherslubreytingar segirhann, enda á nú að hvíla sig á keyrsl- unni um landið ogfara að sinna leikhúsinu aftur. í Þjóðleikhúsinu mun Helgi leika í Meiri gauragangur og eins verður hann með í poppút- færslu Islensku óperunnar á Carmen. „Nei, ég er ekki orðinn þreyttur á Sól- inni en við höf- um síð- ustu tíu árin ver- ið að spila allar helgar og það er kominn tími á að hvíla hljómsveitina aðeins. Mig langar líka að snúa mér að leiklistinni aftur.“ Og áherslubreytingar í Ufi þýða annan stt'l i klæðaburði? „Já, að einhverju leyti. Ætli maður sé ekki orðinn pínulítið mannalegri í klæðaburði. Mér finnst orðið skemmtilegra en áður að fara í jakkaföt og maður er ekki alveg eins „flassy“ eða litaglaður og áður.“ Helgi rannsakar nú föt sín og segir þetta í raun undantekn- ingu því hann sé næstum alveg kominn í svart. „Maður skilur aldrei gallabuxurnar við sig, blá- ar gallabuxur hafa fylgt manni síðan maður var unglingur og líka bláa rúllukragapeysan. Þetta tvennt er vörumerki sem ég hef aldrei losað mig við.“ Afhverju svart? „Svart er alltaf ákveðinn karakterlitur, sýnir ákveðinn styrk. Svart gengur alls staðar og við allt. -En það er alls eng- inn drungi yfir mér.“ Kresinn á snið Helga finnst gott snið á fötum skipta öilu máli. „Eg er mjög kresinn á snið, t.d. á buxum, ég get alls ekki þolað einhverja poka hér og þar. Þessi jakkaföt eru þau bestu sem ég á í dag, en ég hef auðvitað oft áður átt jakkaföt. Helst er ég í bolum innanundir, þá er maður ekki al- veg eins fínn og með bindi og allan pakkann en samt vel boð- legur." „Annars hef ég alltaf haft gaman af að klæða mig upp, það er ekkert nýtt. Eg hef breiðan fatasmekk og hvernig ég klæði mig fer eftir skapinu. Stundum Iangar mig að vera fínn og fer í jakkaföt og flotta skyrtu, stund- um frakka. -En stundum klæði ég mig niður, fer í rifnar galla- buxur, druslujakka og groddaskó og fer þá ekki í bað þess vegna í þrjá daga. Fíla þá vel að vera sjabbý." Leyfist maxgt Stundum kemur fyrir að Helgi skipti um föt þrisvar á dag. „Þetta tengist auðvitað starfinu, maður er að æða á milli staða og finnst maður þá þurfa að skipta. En stundum nenni ég því líka ekki. Manni leyfist líka ansi mikið, kannsld í krafti þess að vera þekktur á Islandi. Stund- um þegar ég er að fara eitthvað mátulega fínt hendi ég yfir mig jakka, sæmilega fínum, og með góðum skóm þá er þetta komið." Ertu aldrei með skartgripi? „Nei, sjaldan. Annars langar mig í fallegan hring.“ Nú fyrir jólin er Helgi að gefa út sína fyrstu sólóplötu. „Ég setti það ekkert niður fyrir mér hvernig plötu ég ætlaði að gera heldur byrjaði að semja og þá myndaðist ákveðinn kjarni sem gerði stemmninguna á plötunni. Þetta eru lög sem eru í hægari kantinum og textarnir eru pers- ónulegri en áður.“ -MAR „Þetta eru flottustu skórnir mínir, ég keypti þá í kringum dauða Versace en ég keypti þá auðvitað bara vegna þess að þeir eru flottir, ég er alls enginn merkjakarl Jakkafötin eru ítölsk, Brownell. „Já, ég held að Italiuförin hafi haft áhrifá fatasmekkinn, en ég keypti þessi föt ekki úti heldur I Sautján." Hann er sjaldan með bindi, en er aöeins byrjaður að prufa. Bolurinn er líka þræltöff.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.