Dagur - 29.11.1997, Síða 21
LAUGARDAGUR 29.\ÓVEMBER 1997 - 37
Tkgpr
LÍFIÐ í LANDINU
BfilDGE
Sverrir
Reykj avíkimneistail
þrisvar í röð
Einstæður
árnngur
hjá Sverri
Ármanns-
syni. Leit-
aði norður
eftir makker í Reykja-
víkurmótinu.
Reykjavíkurmótið í tvímenningi
1997 fór fram laugardaginn 22.
nóvember. Aðeins 24 pör tóku
þátt og spiluðu barómeter, 3 spil
milli para. Þegar tvær umferðir
voru eftir leiddu Guðmundur
Páll Arnarson-Brian Glubok
með 34 stiga forskot á 2. sætið
og virtust búnir að tryggja sér
Reykjavíkurmeistaratitilinn.
Þegar einni umferð var ólokið
var staðan:
1. GPA-GIubok 104
2. Hjalti Elíasson-
Eiríkur Hjaltason 80
3. Magnús E. Magnússon-
Sverrir Ármannsson 75
1. og 3. sætið áttust við í loka-
umferðinni og höfðu Magnús og
Sverrir betur. Þar munaði eink-
um einu bútaspili þar sem
Sverrir-Magnús hlutu hreinan
topp yfir salinn. Þetta er fyrsti
sigur Akureyringsins Magnúsar,
enda er umsjónarmanni til efs
að hann hafi keppt á þessu móti
áður. Sverrir vann hins vegar
það afrek að sigra í mótinu
þriðja skiptið í röð. Þannig varð
lokastaða efstu para:
1. Magnús-Sverrir 91
2. Hjalti Elíasson-
Eiríkur Hjaltason 89
3. Brian Glubok-
Guðmundur P. Arnarson 88
4. Sigtryggur Sigurðsson-
Bragi Hauksson 53
5. -6. Friðrik Jónsson-
Guðmundur Skúlason 46
5.-6. Þröstur Ingimarsson-
Þórður Björnsson 46
7. Rúnar Einarsson-
Guðjón Siguijónsson 41
FráBA
Hraðsveitakeppni Bridgefélags
Akureyrar lýkur nk. þriðjudags-
kvöld. Eftir tvö kvöld af þremur
er staða efstu sveita þannig:
1. Sv. Unu Sveinsdóttur 562
2. -3. Sv. Sveins Pálssonar 510
2.-3. Frostrásin 510
4. Gissur Jónasson 497
5. Gylfí Pálsson 489
10 sveitir taka þátt í mótinu. AIl-
ir spila við alla, forgefin spil.
Gert er ráð fyrir að spila tví-
menning 9. og 16. desember.
Bikarkcppni Norðurlands
í austurriðli Bikarkeppni Norð-
urlands lauk 8 sveita úrslitum
um síðustu helgi. Sveit Stefáns
Vilhjálmssonar sigraði sveit
Ragnheiðar Haraldsdóttur, sveit
Antons Haraldssonar sigraði
sveit Þórólfs Jónassonar, sveit
Sparisjóðs Norðlendinga sigraði
sveit Björns Þorlákssonar og
sveit Sveins Pálssonar sigraði
sveit Friðgeirs Guðmundssonar.
I undanúrslitum eigast við Stef-
án og Sparisjóður Norðlendinga
og Sveinn gegn Antoni.
Sverrir Ármannsson hefur verið sigursæll
á stórmótum siðari ár.
Norðurlandsmótið í
sveitakeppni
Norðurlandsmótið í sveita-
keppni fór fram á Siglufirði 14.-
16. nóvember sl. 10 sveitir
mættu til leiks og voru spiluð 16
spil milli sveita. Lokastaðan:
1. Sv. Kristjáns Blöndal,
Sauðárkróki 185
2. Ingvar Jónsson, Siglufirði 176
3. Stefán Stefánsson,
Akureyri 172
Norðurlandsmeistarar auk Krist-
jáns eru „Finninn" Rúnar Magn-
ússon, Unnar A. Guðmundsson
og Elías Ingimarsson. I fjöl-
sveitaútreikningi (butler) urðu
þessi pör efst:
1. Kristján-Rúnar 19,22
2. Stefán Benediktsson-
Stefanía Sigurbjörnsdóttir 18,19
3. Ingvar Jónsson-
Ásgrímur Sigurbjörnsson 18.05.
Keppnisstjóri var Olafur Jónsson
og þakkar stjórn Bridgefélags
Siglufjarðar spilurum og stjórn-
anda fyrir ánægjulega helgi.
Hinu getur stjórnin ekki leynt
að gert var ráð fyrr meiri þátt-
töku utan Siglufjarðar.
Jón og Björk nnmi
Sigurðarmótíð
Siglufjarðarmótinu í tvímenn-
ingi, sem kennt er við Sigurð
Kristjánsson, fyrrverandi spari-
sjóðsstjóra og frumkvöðul
bridgelífsins á Siglufirði, lauk
10. nóvember með þátttöku 22
para. Lokastaðan:
1. Jón Sigurbjörnsson-
Björk Jónsdóttir 348
2. Jóhann Stefánsson-
Stefanía Sigurbjörnsdóttir 211
3. Anton Sigurbjörnsson-
Bogi Sigurbjörnsson 199
4. Guðlaug Márusdóttir-
Kristín Bogadóttir 176
5. Sigurður Hafliðason-
Sigfús Steingrímsson 154
6. Guðmundur Árnason-
Rögnvaldur Þórðarson 149
Næstu 2 mánudagskvöld (1. og 8.
des.) verður spiluð tveggja kvölda
hraðsveitakeppni þar sem fyrir-
tæki og stolnanir Ieggja til spilara.
Firmakeppnin í dag
I dag fer ffam hinn árlegi fírma
tvímenningur í húsnæði BSÍ að
Þönglabakka. Mótið hefst klukk-
an 1.00 og verður spilaður baró-
meter. Sigurvegarar í fyrra urðu
Magnús Magnússon-Stefán
Stefánsson, fulltrúar Strýtu á
Akureyri.
Allir íbút
Síðasta spilakvöld hjá Bridgefé-
lagi Akureyrar kom sú skondna
staða upp að eitt parið í salnum
renndi sér í slemmu á meðan
flest hinna ef ekki öll létu sér
nægja stubb.
4 G2
V ' DT952
4 ► K832
4 • 73
4 9 N 4 ÁKT873
V 64 V ÁG7
♦ ÁG976 ♦ -
* KT865 S * G942
4 ' D654
1 ’ K83
4 ► DT54
4 * AD
Austur Suður
lspaði pass
3 lauf! pass
6 lauf dobl
pass
Vestur Norður
lgrand*pass
5lauf pass
pass pass
Þrátt fyrir aðeins 13 punkta
ákvað austur að geimkrefja spil-
ið með þremur Iaufum eftir
kröfugrand vesturs. 5 Iauf vest-
urs eru eðlilegt framhald, enda
myndu fjögur lauf sýna meiri
styrk. Tapslagir virtust ekki
margir frá hálfu austurs og hann
lyfti í 6 sem suðurspilarinn var
fljótur að dobla. Lái honum það
hver sem vill. Suður spilaði út
tígli, sagnhafi setti níuna í
blindum og trompaði síðan kóng
norðurs heima. Nú var laufi
spilað, suður drap með ás og
spilaði meira laufi sem drepið
var í blindum. Nú voru tveir
efstu teknir í spaða og hjarta
hent í blindum. Spaði trompað-
ur, hjarta spilað á ás, spaði
trompaður og tígull trompaður
heim. Þannig voru 4 spaðaslagir
í húsi, einn á hjarta, 6 á lauf og
einn á tígul, sléttstaðið spil á 21
punkt. 4 spaðar vinnast einnig
alltaf en algengasti samningur-
inn virtist vera spaðabútur.
Gigtarfélagið
á Norðurlandi Eystra
Gigtarfélagið á Norðurlandi Eysta (GNE) heldur jólafund
miðvikudaginn 3. desember nk. Fundirnn verður haldinn
á Fiðlaranum, 4. hæð, og hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
1) Guðný Bergvinsdóttir, formaður GNE, segir frá
þverfaglegu þingi um gigt sl. sumar og frá málþingi
um gigt á Akureyri nú í nóvember.
2) Sögustund: Þuríður Schiöth, Hólshúsum.
Kaffihlé
3) Eiríkur Hreiðarsson: Gigt frá sjónarhorni maka.
4) Ingvar Teitsson: Nýjustu framfarir í greiningu og
meðferð beinþynningar.
Kaffiveitingar verða seldar við vægu verði á fundinum.
Mætum öll og tökum með okkur gesti.
Stjórn GNE
Styrkir úr Málræktarsjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði.
Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá
er tilgangur hans:
a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu,
b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að
þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli,
c) að styrkja fjárhagslega útgáfú handbóka og leiðbeininga
um málnotkun,
b) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku,
e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka,
f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum
viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt,
g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem
verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð.
Umsóknareyðublöð fást í íslenskri málstöð, Aragötu 9, 101
Reykjavík (sími 552 8530), og skal umsóknum skilað þangað
fyrir 1. febrúar 1998.
m
Málræktarsjóður
Barnaverndarstofa
Opinn fræðslufundur um kynferðislegt
ofbeldi gegn börnum
verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík
fimmtudaginh 4. desember nk. kl. 20.00. Þrír bandarískir
sérfræðingar munu fjalla um kynferðislegt ofbeldi,
útbreiðslu þess og einkenni, rannsókn mála, gerendur,
þolendur, meðferð o.s.frv. Þeir eru:
Ellen T. Cokinos, LMSW. Hún er framkvæmdastjóri fyrir
Children’s Assessment Center (Barnahús) í Houston, Texas.
Maureen C. O’Connell, LMSW-ACR Hún er sérfræðingur
á sviði meðferðar fyrir börn og fjölskyldur sem orðið hafa
fyrir ofbeldi.
Dana R. Zakin. Hún er sérfræðingur í rannsóknarviðtölum
við þolendur kynferðisofbeldis.
Allt áhugafólk um málefnið er
velkomið meðan húsrúm leyfir.