Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 6
b -r ^STUDAGUR S.DESEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL Ekmwr MtmmmmMmmmmMmmmmmmíSimXÍMmmmmmMmmmmmmmmsmfflmm&MmmMsms Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefAn jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aöstoöarritstjóri: birgir gudmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: aoo 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 creykjav(K) Aðvönin frá vtnstri í fyrsta lagi Sameining um hvað og til hvers? Það er spurningin sem full- trúar þeirra óháðu sem tóku upp samstarf við Alþýðubandalag- ið fyrir síðustu alþingiskosningar svara fyrir sitt ieyti í forvitni- legri grein í Degi í gær. Þau Ogmundur Jónasson, Svanhildur Kaaber og Árni Steinar Jóhannsson undirstrika vilja sinn til samstarfs, en lýsa yfir andstöðu við sameiningu á vinstri vængnum sem hafi það höfuðmarkmið að ná völdum. Asókn í völd, segja þau, getur snúist upp í andhverfu sína ef völd verða sjálfstætt markmið og keppikefli „eins og virðist vera uppi á teningnum hjá mörgum þeirra sem telja æskilegt að koma á fót tveggja flokka kerfi á Islandi og vilja miklu til kosta.“ í öðru lagi Samstarfið innan R-listans fær nokkur föst skot í grein þre- menninganna. Fullyrt er að hann hafi í ýmsum veigamiklum atriðum fylgt „áþekkri stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn og má þar nefna markaðsvæðingu og launa- og stjórnkerfisbreytingar sem í allt of ríkum mæli eru í anda stjórnendahyggju." Einnig að gagnrýni sem fram komi innan R-listans „á hægri sinnaða stefnumótun“ komi ekki fram í dagsljósið. Það að málamiðlan- ir innan R-listans verði aldrei sýnilegar dragi úr pólitísku að- haldi og færi stjórnmálin til hægri. „Skoðanapólitík víkur fyrir valdapólitík, hugsjónir víkja fyrir hagsmunum og í stað þess að félagshyggjumenn öðlist aukin áhrif dregur úr áhrifum þeirra," segja þremenningarnir. í þriðja lagi Með þessari snörpu gagnrýni frá vinstri er dregin mun skarp- ar en áður sú lína sem skiptir stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins í tvær fylkingar í sameiningarmálinu. Það mun ekki koma endanlega í ljós fyrr en á næsta ári hversu fjöl- mennar fylkingarnar eru. En reynsla Kvennalistans sýnir og sannar að ágreiningurinn getur hæglega reynst óbrúanlegur. Fari svo stendur Alþýðubandalagið frammi fyrir því vali að klofna líka til að sameina vinstrimenn. Elías Snæland Jónsson. Fiimiir frækni Það v'ar vfst Guðni Ágústsson, þingmaður framsóknar, sem sagði í blaðaviðtali að sér virt- ist enginn dugur í ráðherrum ríkisstjórnarinnar, utan ein- um. Honum Finni. Garri er hjartanlega sammála. Raunar eru áhöld um hvort dugnað- urinn er svo lítill hjá hinum ráðherrunum eða hvort dugn- aður þeirra bliknar hjá at- orkunni og kraftinum í hon- um Finni. Finnur er búinn að útvega okkur stækkun álversins í Straumsvík. Hann er búinn að redda álveri á Grundartanga. Hann er í róleg- heitum að hífa inn magnesíumverk- smiðju á Suður- nesjum og risaál- ver á Reyðarfirði. I kaffitímum hefur Finnur svo sinnt minni verkefnum á sviði stóriðnaðar og raforku- framleiðslu, þannig að Island er á örfáum mánuðum farið að minna meira á iðnaðarhér- að nálægt Halle í gamla Aust- ur-Þýskalandi, en ósnortið land elds og ísa. Olíuhremsistöð í Skaga- fjörð Finnur var á ferðinni í Skaga- firðinum í vikunni og kom al- deilis ekki tómentur þangað, frekar en á aðra þá staði sem hann heimsækir. Skagfirðing- um býður Finnur olíuh- reinsunarstöð með öllu til- heyrandi. Olíuhreinsunarstöð í Skagafirði myndi ekki menga meira en svo að menn sæju bæði til Málmeyjar og Drangeyjar, en skipin sem þangað sigldu yrðu svo stór að V unnt yrði að notast við Drang- ey sjálfa seni bryggjupolla. Hestamönnum í Skagafirði lofaði Finnur hálaunastörf- um, „en það er jú það sem við viljum öll“, sagði ráðherrann á almennuni borgarafundi í verðandi höfuðborg hins ís- lenska oh'uhéraðs - Sauðár- króki. Já, Finnur er ráðherra sem skaffar. Bak við hús En Garri getur ómögulega sætt sig við að vera settur hjá garði nú þegar Finnur útdeilir jólagjöf- um sínum. Það fá allir stóriðju nema Garri og hefur Garri þó verið stuðnings- maður Finns ára- tugum saman, fyrst á íþróttamót- um, þar sem Finnur keppti í millivegal- engdum og síðan í pólitíkinni eftir að hann skipti um keppnisgrein. Svo heppilega vill til að bak við hús Garra er ansi stór og mikil blettur, sem leiðindi er að slá og hirða. Þar væri tilvalið að setja niður stóriðju af einhverju tagi, t.d. efnaver eða stálbræðslu af einhverju tagi. Þá væri stutt fyrir Garra í vinnuna og hann þyrfti ekki að vera að reka börnin í skóla að mennta sig - þau ættu vísa vinnu í verk- smiðjunni bak við hús þegar þau yrðu stór. Það er ljótt að gera upp á milli stuðnings- manna sinna, Finnur, og því er krafan: Við viljum bræðslu í bakgarðinn - stóriðju handa stuðningsmönnum. GARRI. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Óvíða munu erfðaskattar vera eins lágir og hér á landi. Stærri og minni eignir og verðmæti ganga á milli kynslóða án þess að Iögerfingjar greiði nema lága prósentu af þeim auði sem þeim fellur í skaut. Er þetta til að mynda í hróplegu misræmi við hina óbilgjörnu skattheimtu sem lögð er á allar launagreiðslur vinnandi fólks. Drjúgur hluti þeirra peninga sem fólk vinnur fyrir í sveita sfns andlitis er rifinn af því af skattheimtunni. En eignir sem falla mönnum fyrir- hafnarlaust f skaut, stundu’m mjög miklar, eru að mestu leyti látnar í friði af þeim sem ávallt eru að sanka saman fjármunum „til sameiginlegra þarfa“. Erfðamál eru sárasjaldan í annars útbólginni þjóðmálaum- ræðu. Enda eru þau feimnismál, eins og aðrir hagsmunir hinna ríku og voldugu og ef einhverjir armingjar leyfa sér að minnast á þá, eru þeir afgreiddir sem öf- Nýjar lausnir á stöðnuð- nm vanda undsjúkir, basta! Svo eru sumir að skreyta sig með illa fengnum félagshyggjuljöðrum. En vegna þess að erfðafjár- skattur sem lagður er á lögerf- ingja er sáralítill, ættu þeir að geta vel við unað að foreldrarnir gætu notið hluta eigna sinna á meðan þeir, eða annað hvort for- eldra, eru enn ofar moldu. Sömu nótur I Degi í gær var kynnt hugmynd sem nú er til athugunar í borgar- stjórn, sem ætti að geta bætt kjör margra aldraðra verulega. Hún er í stuttu máli sú, að fasteigna- og eignaskattar eftirlaunaþega séu greiddir með veði í íbúðum þeirra, og komi fyrst til greiðslu þegar viðkomandi fellur frá. Erf- ingjar fá þá eitthvað minna, en ráðstöfunarfé þeirra gömlu mun aukast að sama skapi. Um málefni aldraðra er mikið rætt og yfirleitt alltaf á sömu nótum. Látið er eins og að þeir séu allir bláfátækir vesalingar, sem aldrei hafa aurað sér saman fyrir eign eða lífeyri og séu upp á náð og miskunn nánasarlegra, opinberra stofnana komnir. Og auðvitað er aldrei minnst á að af- komendurnir hafi nokkrar skyld- ur við gamlingjana. Þeir eiga bara að hirða arfinn sinn óskipt- an og skattfrían þegar þar að kernur. (Guð gefi að það verði sem fyrst!!!) Og vellauðugir líf- eyrissjóðir kvarta sáran yfir lang- lífinu. En hugmyndin sem nú er ver- ið að reifa í borgarstjórn er hin fyrsta sem ber einhvern vott um að aldraðir geti kannski notið eigna sinna, ef einhverjar eru, þegar þéir fá að njóta hvíldar og vonandi einhvers frelsis eftir ævistritið. Ættu að skammast sín Hin einsleita umræða um þá sem komnir eru á efri ár er fyrir löngu orðin stöðnuð og þar með ófrjó og leiðigjörn. Aðstæður gamla fólkins eru eins misjafnar og það er margt. Margir búa við bágan efnahag, hafa aldrei erft eða eignast neitt, og hafa lítil eða engin auraráð nema tekjutrygg- inguna. Aðrir eiga eignir í föstu og lausu, sumir miklar aðrir minni. Sumir búa við góðar greiðslur úr lífeyrissjóði, en aðrir sjóðir eru eyðilagðir af verðbólgu og óáran. Kjör aldraðra eru þvf ærið mis- jöfn ef aðeins er litið á efnahags- lega afkomu. Og þau er hægt að jafna með ýmsu móti aðeins ef vit og vilji er fyrir hendi. Hér skal aðeins minnt á að hálaunað eignafólk ætti að skammast sín fyrir að þiggja opinberan ellilíf- eyri, hvað sem öllum lagabókstaf líður. Og vel mætti hugsa sér að nota siðlegan erfðafjárskatt til að útrýma neyð okkar elstu og fá- tækustu samborgara. snnria svaurad Á að sleppa háhym- ingnum Keiho á Eshi- firði svo hann geti eytt síðustu ámnum áfæð- ingarslóðum sínum? Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri Kynmngar og markaðar. Út frá vís- indalegu sjónarmiði held ég að það sé hættulegt; aldrei er að vita hvort hann beri með sér sjúkdóma. Draga má í efa að hann geti bjargað sér að nýju úti í náttúrunni. En ef Bandaríkja- menn eru tilbúnir að borga okk- ur milljónir dollara fyrir að ann- ast Keiko er það hið besta mál. Þetta myndi örugglega auka streymi hvalaskoðunarfólks hingað til lands. Kristín HaUdórsdóttir þingkona Kvennalista. Þetta er skemmtilegt mál og við eigum að taka erind- inu vel. Kannski er þetta okkur framandi, en við skyld- uiTi varast að afgreiða þetta sem hugdettu lúxusfólks í bandarísku teboði. Þetta þarf að gerast á fag- Iegum forsendum og tryggja jiarf eftir bestu getu að vei sé staðið að framkvæmdinni. Menn ættu að velta fyrir sér afleiðingum þess að hafna erindinu. Það vekti örugglega aljijóðaathygli. Amgrímur Blöndahl bæjarstjóri á Eskifirði. Já, mér finnst það og ég hef rætt við það fólk sem hefur með Keiko að gera vestan- hafs. Ég hekl að það væri verðugur endapunktur á því verkefni sem stendur yfir að sleppa honum út í sitt náttúru- lega umhverfi á ný. Það er alveg Ijóst að þetta hefði veruleg áhrif á ferðamannastraum hingað og myndi skapa auknar tekjur. Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður á ísafirði. Nei, það finnst mér ekki. Það á ekki að eyða peningum í svona vit- leysu og mér finnst að frekar ætti að hugsa um veikt og deyjandi fólk. Keiko mun aldrei geta bjargað sér á nýjan leik í náttúrulegu um- hverfi á Eskifirði, eftir að hafa verið mataður í mörg ár. Mér finnst þetta í raun svo mikið rugl að mig stórundrar að Jjað fólk sem stendur að þessu sé á tveim- ur fótum, með augu og eyru og öllu sem því tilheyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.