Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR S.D E S E MB E R 1997 - S Dgpir FRÉTTTR Upp s agnaskj álfti í fiskviimslmmi Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks er í hættu ef stóru fiskvinnslufyrirtækin grípa til upp- sagna vegna hráefnisskorts. Boðad verkfall vélstjóra um áramót á stærstu skipum flotans veldur þar mestu. Stærstu fiskviniíslu- fyrirtækiu hræðast vélstjóra. Uppsagnir ekki útilokaðar. Næstu dagar ráða úr- slitum. Fiskverkunar- fólk óttast um at- vinnu sína. Svo getur farið að stærstu sjávar- útvegsfyrirtæki landsins segi upp ákvæðum kauptryggingasamn- inga fiskverkunarfólks á næst- unni vegna yfirvofandi verkfalls vélstjóra á stærstu skipunum urn áramót. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, segir að ef til verkfalls kemur fljótlega í ársbyrjun, þá óttast hann að það muni bitna einna helst á fyrirtækjum eins og Granda, ÚA, Haraldi Böðvars- syni og öðrum stórum fyrirtækj- um sem gera út stærstu skipin. Vélstjórar hræða Hinsvegar hefur Vinnslustöðin í Eyjum eitt fyrirtækja sagt upp ákvæðum kauptryggingasamn- inga með fjögurra vikna fyrirvara vegna fyrirsjáanlegs hráefnis- skorts vegna kjaradeilu vélstjóra á stærstu skipum flotans. For- manni Samtaka fiskvinnslu- stöðva var í gær ekki kunnugt um að fleiri fyrirtæki hafi til- kynnt uppsagnir starfsfólks. Hann býst við að fyrirtækin muni sjá til næstu daga hverju fram vindur í málum vélstjóra áður en þau taka ákvarðanir í starfsmannamálum. Hann minnir jafnframt á að þegar ákvæðum kauptryggingar er sagt upp fer fólk af launaskrá við- komandi fyrirtækis, en ráðning- arsamningi er ekki sagt upp. Aft- ur á móti getur verið töluverður munur á atvinnuleysisbótum og launagreiðslum eftir að taxta- kaup fiskverkunarfólks hækkaði töluvert með síðustu kjarasamn- ingum. Þá er bónus ekki meðtal- inn. Vona það besta Aðalsteinn A. Baldursson, for- maður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands Islands, vonast þó til að stjórnendur sjávarút- vegsfyrirtækja sjái sóma sinn í því grípa ekki til uppsagna á grundvelli hráefnisskorts og laga þar að lútandi frá árinu 1979. Hann minnir á að samkvæmt dómi Félagsdóms er ekki nægj- anlegt að tilgreina hráefnisskort sem ástæðu til uppsagna ef fyrir- tæki hefur aðgang að kvóta. Þá séu víða til birgðir af hráefni til vinnslu, bæði af rækju og Rússa- fiski. -GRH Bæjarstjóra- laus memhluti teidnn við Nýr meirihluti í bæjarstjórn ísa- fjarðar tók formlega við völdum á bæjarstjórnarfundi í gær. Á fundinum lagði meirihlutinn fram tvær tillögur. Onnur var um að auglýsa eftir bæjarritara og hin að stofna starfshóp til að skoða húsnæðismál grunnskól- ans ofan í kjölinn. Kristinn Jón Jónsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar, sagði fyrir fundinn að ekki væri búið að finna nýjan bæjarstjóra í stað Kristjáns Þórs Júlíussonar sem Ekki hefur enn verið ráðinn nýr bæjar- stjóri á Isafirdi í stað Kristjáns Þórs Júl- fussonar sem sagði af sér eftir að meirihlutinn i bæjarstjórn sprakk í loft upp vegna deilna um kaup á húsi Norðurtangans. látið hefur af störfum. Hann bjóst þó við að það færi að stytt- ast í að nýr bæjarstjóri verði ráð- inn. Þá tekur Jónas Ólafsson, annar af tveimur bæjarfulltrúum sjálfstæðismanna sem stendur að nýja meirihlutanum, sæti í bæjarráði sem formaður. -GRH Nýtt vUmblað er ekM Dagur Boðað hefur verið að í dag muni koma út nýtt vikublað á Akur- eyri. Það mun flytja efni beint af Norðurlandi og mun í útliti og efnistökum svipa til héraðs- fréttablaða, s.s. Feykis á Sauðár- króki og Múlans í Ólafsfirði. Út- gáfan er á vegum sömu aðila og gefa út tímaritin Við karlmenn og Gróandann í Reykjavík og hefur hlotið nafnið „Vikudagur", en útgáfufélag blaðsins hefur verið skráð undir nafninu „Nýr dagur.“ Ritstjóri blaðsins á und- irbúningstíma þess var Sigfús E. Arnþórsson en hann hætti störf- um í skyndingu áður en blaðið kom út, en útgefandinn, Hjör- leifur Hallgríms, sagði í blaða- viðtali í gær að allt eins væri lík- legt að þann mundi taka sjálfur við ritstjórninni. Gengið hefur verið frá því að fyrsta tölublaðið verði prentað í Asprenti en í auglýsingasöfnun er Vikudagur í harðri samkeppni við Dagskrána, sem þar er einnig prentuð. Aðstandendur hins nýja viku- blaðs hafa gert sér far um að tengja blaðið við dagblaðið Dag og fortíð þess. Þetta kemur bæði fram í nafnavali og auk þess hafa bæði útgefandi og fyrrum rit- stjóri látið í veðri vaka að blaðið sé með einhverjum hætti arftaki „gamla Dags“. „Dagur frábýður sér allar slíkar tengingar og harmar að menn skuli sigla með þessum hætti vfsvitandi undir fölsku flaggi. En þar sem borið hefur á þeim misskilningi að hið nýja blað tengist eða sé á vegum Dags er óhjákvæmilegt annað en undirstrika að vikublaðið, þar með talinn útgefandi og ábyrgð- armaður, tengist á engan hátt Degi eða er á Dags vegum. Dag- ur býður nýtt vikublað velkomið í norðlenska fjölmiðlaflóru en óskar þess að blaðið sanni sig á eigin forsendum, en reyni ekki að skreyta sig með annarra manna Ijöðrum," sagði Marteinn. Jónasson, framkvæmdastjóri Dags. Akureyringar þurfa hér eftir að losa sig við sorp upp við Réttarhvamm, en í gær var tekið f notkun nýtt gámasvæði um leið og hið gamla við Þingvallastræti var lagt niður. Kostnaður við nýja svæðið nemur um 10 milljónum króna. Á myndinni er Jakob Björnsson bæjarstjóri eftir opnunina. Mynd:Brink Guðrún Helga- dóttir. Brotið á lífeyris- þegum Guðrún Helga- dóttir, Alþýðu- bandalagi, hyggst kæra til Trygg- ingaráðs brot sem hún telur framið á lífeyrisþegum sem leggjast inn á sjúkrahús. Guð- rún gagnrýndi það harðlega í fyrirspurnatíma á Alþingi að sjúklingum eldri en 67 ára sem lagðir væru inn á langlegudeildir almennra sjúkra- húsa væri gert að greiða fyrir sjúkrahúsdvölina. Vísaði hún þar til reglna um að dvelji sjúklingar lengur en 4 mánuði samfellt á sjúkrastofnun missi þeir niður lífeyrisgreiðslur. Guðrún telur þetta brot á Iög- um um almannatryggingar, sem kveði á um að öllum skuli tryggð ókeyjtis vist að ráði læknis á sjúkrahúsi. Heilbrigðisráðherra sagði að verið væri að endurskoða lög um málefni aldraðra og þar yrði þetta skoðað. Spara 400 inilljónir Atvinnutryggingagjald verður Iækkað um 0,15%, samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir f ríkis- fjármálum, bandorminum svo- kallaða. Atvinnuleysistrygginga- sjóður þarf ekki eins mikið fé og undanfarin ár þar sem dregið hefur úr atvinnuleysi. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að lækka þetta gjald. Það mun spara launagreiðendum um 400 millj- ónir króna á næsta ári. Lúðvik Berg- vinsson. Strangari reglur uiii ábyrgðir Lúðvík Bergvins- son er fyrsti flutn- ingsmaður frum- varps um bætta réttarstöðu ábyrgðarmanna. Hér á landi eru um 47% íslend- inga 18 ára og eldri í persónu- legum ábyrgðum fyrir þriðja að- ila og er það mun liærra hlutfall en þekkist víða. Samkvæmt frumvarpi Lúðvíks verður lánadrottnum bannað að gera fjárnám í heimili ábyrgðar- manns eða krefjast gjaldþrota- skipta á fasteign sem er heimili ábyrgðarmanns. Einnig er gert ráð fyrir að það verði bannað að krefjast við- skiptabréfs svo sem tryggingar- víxils til að tryggja kröfu sem kann að stofnast í framtíðinni, eins og hefur t.d. verið gert vegna kreditkorta. Sóknar- og kirkju- garðsgjöld hækkuð Kirkjugarosgjöld eiga að hækka um 6,7% og sóknargjöld um 6,3% um áramótin, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi. Þetta á að auka tekjur kirkju- garðanna um rúmar 15 milljónir króna og er gert til þess að þeir geti áfram sinnt lögboðnum verkefnum sínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.