Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 4
4-FÖSTVDAGUR 5. DESEMBER 1997 FRÉTTIR L Frá skinnamarkadi i úthverfi Unaln Batar, höfuöborgar Mongóiíu, en þessi markaður var meðal þeirra staða sem íslenska sendinefndin heimsótti. Stjómsýsluhús Eyfírðinga fýrir milljarð Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi (G) hefur lagt til að athugun fari fram á því hvort grundvöllur sé fyrir byggingu nýs stjórnsýsluhúss á lóðinni sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu. Gert er ráð fyrir að húsið rúmi alla stjórnsýslu Akureyrarbæjar ásamt Amtsbókasafni, Náttúru- gripasafni o.fl. og að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag í framtíðinni. Slík bygging sem yrði tekin f notkun á fyrsta áratug næstu aldar yrði glæsi- leg bygging, ekkert nema Hilton-hótel á sama stað slægi henni við. Bæj- arstjqri sagði á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag að tillagan væri áhuga- verð en litlir fjármunir væru til að hrinda henni í framkvæmd. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði að slík bygging yrði að vera a.m.k. 10 þúsund fermetrar og byggingarkostnaður því ekki undir einum milljarði króna. Svo mætti auka kostnaðinn með því að byggja stjórnsýsluhúsið fram í sjó, ekki mætti minna vera miðað við ráðhús Reykvíkinga. Á þessari teikningu má sjá hvernig turnarnir munu Ifta út i umhverfinu. Tumar fyrir aldraða Hugmyndir um íbúðir fyrir eldri borgara sem staðsettar yrðu norðan Kaupangs við Mýrarveg vöktu nokkra athygli og töluvert umtal á fundi bæjarstjórnar. Um er að ræða annars vegar tvö 7 hæða fjölbýlishús með alls 42 íbúðum eða eitt 7 hæða fjölbýlishús með 21 íbúð og eitt tveggja hæða íjölbýlishús með 14 íbúðum. Bílageymslur verða í kjallara. Slík- ar byggingar kunna að skyggja eitthvað á sól í Mýrarhverfi. Sigfríður Þorsteinsdóttir (B) sagðist ekki skilja að allar íbúðir fyrir aldraða þyrftu að vera turnar, þróunin væri önnur í nágrannalöndunum. Sigurður J. Sigurðsson (D) hvatti til þess að ef af byggingu þessara húsa yrði, mundi þjónustumiðstöðin í Víðilundi nýtt fyrir íbúana en ekki sérstkök byggð. Oddur Halldórsson (B) sagðist styðja þetta staðarval, hann væri eindreginn stuðningsmaður þéttingar byggðar, en málið þyrfti að kanna frekar. Skuldir Hitaveitiumar lækka Skuldir Hita- og Vatnsveitu Akureyrar voru 18. nóvember sl. kr. 2.873.449.987 og er það í fyrsta skipti um árabil sem skuldir veitunnar fara niður fyrir 3 milljarða króna. Þá samþykkti bæjarstjórn með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa að Jón ísak Guðmann, rafmagnstæknifræð- ingur að Skúlabraut 9 á Blönduósi, verði ráðinn starfsmaður Rafveit- unnar. Koiiur styrktar inn í sveitarstjómir Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt að styrkja Kvenréttinda- félag fslands um 100 þúsund krónur vegna útgáfu á upplýsingagögnum sem að gagni mættu koma til að styrkja konur sem hyggjast taka þátt í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Félag leikskólakennara hefur sótt um styrk til leikskólanefndar til að kynna starf leikskólakennara og höfða þá sérstaldega til ungra karla. Jafnréttisnefnd hvetur leikskóla- nefnd til að styrka þetta þarfa verkefni og bendir karlanefnd Félags leik- skólakennara á að jafnréttisnefnd auglýsir styrki sína í febrúar. Strætó kostar 23 milljóiiir króna Samkvæmt fjárhagsáætlun 1998 mun rekstur Strætisvagna Akureyrar kosta 23 milljónir króna; til atvinnumála verður varið 40 milljónum króna og þar af styrkir til félaga og stofnana 22 milljónir króna, kynn- ingarstarfsemi 2,5 milljónir króna og til sumarvinnu skólafólks 13,2 milljónir króna. Til heijbrigðismála verður varið 809 milljónum króna; til umhverfismála 104 milljónum króna, þar af almenningsgarðar 13 milljónir króna, útivistarsvæðið í Kjarna 8 milljónir króna, skólagarðar 3,9 milljónir króna og unglingavinna 24,3 milljónir króna. Til bruna- mála og almannavarna verður varið 36 milljónum króna, og er stærstur hluti þess, eða 29 milljónir króna, vegna rekstur slökkvistöðvarinnar. íslensk þekking á mongólskar gærur? Sendinefndir skoða möguleika á aukiiimi viðskiptum við Mongólíu, m.a. hvort unnt sé að nýta ís- lenska þekkingu á skinnaiðnaði við vinnsln og verkun á gærum þaðan. Einnig var rætt um ráðgjöf á sviði fLugvallamála. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að ráðast í eitt eða neitt í Mongólíu, ekki heldur innflutning á gærum þaðan. Við þáðum hins vegar boð um að senda mann þangað sem skoðaði aðstæður og kannaði okkar möguleika. Það komu hingað í sumar menn frá Mongolíu og í kjölfarið fór frá okkur maður þangað ásamt fulltrúum fleiri fyrirtækja til að skoða möguleika á frekara samstarfi eða sam- vinnu á ýmsum sviðum,“ sagði Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar hf. Skinnaiðnaður átti fulltrúa, Reyni Eirfksson, í sendinefnd Islendinga sem fór til Mongólíu. I Mongólíu er hirðingjasamfélag víða og mikið fellur þar til af gærum. „Við áttum viðræður við yfir- menn flugmála í Mongólíu. þar sem fram kom möguleiki á því að við kæmum inn f uppbygg- ingu á búnaði fyrir innanlands- flugið hjá þeim, með því að sjá um GPS hönnun á aðflugi og mælingu á gæðum GPS gervi- hnattamerkjanna, en það verk- efni tekur til 17 flugvalla í Mongólíu," segir Haukur Hauksson varaflugmálastjóri í samtali við Dag. Eins og fram kom í Dagsfrétt fyrir helgi er fimm manna sendi- nefnd nýkomin frá Mongólíu, þar sem rætt var um samvinnu og viðskipti. Haukur segir að ekki hafi verið rætt um alþjóð- legan flugvöll, heldur eingöngu um innanlandsflugið og þá eink- um um GPS-kerfið (gervihnatta- búnaður), leiðsögubúnað, örygg- is- og slökkvibúnað og fleira. „En þetta getur orðið torsótt því það eru ástralskir ráðgjafar komnir með forskot á okkur,“ segir Haukur. — GG Umferdarslysiun fækki um 20% á 3 árum Reykjavikurborg hyggst stefna aö því að fækka umferðarslysum í borginni með ýmsum aðgerðum sem gripið verður til. - mynd: bg Ný umferðaTÖryggisá- ætlirn, Ýmsar aðgerð- ir á döfiimi. Minni- hlutiim gagnrýnir. Borgarráð hefur samþykkt um- ferðaröryggisáætlun tíl ársloka árið 2000. Samkvæmt henni er stefnt að því að fækka umferðar- slysum í borginni um 20% fram til ársloka árið 2000. Til að svo geti orðið er m.a. lögð áhersla á að efla þjónustu almenningsvagna, lagfæra aðal- gatnakerfi til að bæta aðgengi, greiðfærni og þægindi í umferð- inni og minnka og hægja á um- ferð í íbúðahverfum. í áætl- uninni er einnig lögð áhersla á að efla mengunarvarnir, skipu- leggja bílastæði og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi ásamt öðr- um verkefnum sem lúta að auknu umferðaröryggi. BorgarráðsfuIItrúar sjálfstæð- ismanna létu bóka að þessi áætl- un R-listans hefði ekki þau áhrif sem að er stefnt, auk þess sem þetta væri marklaus tilraun meirihlutans til að standa við gefin loforð í þessum málum. Til þess væri of stutt eftir af kjör- tímabilinu. I bókun þeirra kem- ur fram að farsælast til að ná ár- angri í þessum málaflokki sé að borgin, lögregla, Vegagerðin og Umferðarráð myndi umferðarör- yggissjóð til að vinna að þeim verkefnum sem þörf er á til að ná settu markmiði. Ennfremur að borgin stofni umferðarörygg- isnefnd. Hlutverk hennar verði að samræma aðgerðir, sjá um upplýsingastarf og verða tengi- liður á milli samstarfsaðila og borgarstofnana. Borgarráðsfulltrúar R-listans bókuðu á móti að tillögur minni- hlutans væru athyglisverðar og sjálfsagt að skoða nánar. Þeir vísuðu hinsvegar gagnrýni minnihlutans á umferðaráætl- unina á bug og bentu á að hún hefði m.a. verið samþykkt sam- hljóða í skipulags- og umferðar- nefnd og einnig í fyrrverandi umferðarnefnd. — GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.