Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 10
10- FÖSTUDAGUR S.DESEMBER 1997 FRÉTTIR Þriðjimgur landsmanna hefur keyrt fulliir ■ / .'j ■ r. .| Ólafur Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, og Axel Gfslason, forstjóri I/ÍS, hafa sam- einað krafta þessara tveggja tryggingarisa gegn stútum undir stýri. Á Ingólfstorgi í dag, föstudag, verður haldinn útifundur og tónieikar gegn þessari vá sem ölvun ökumanna er. Þar munu koma fram iandsþekktir tónlistarmenn ásamt borgarstjóra og fieirum. Þá mun ýmis konar áróður gegn ölvunarakstri birtast í fjölmiðlum á næstunni. - mynd: hilmar Stærstu tryggingafé- lögin sameinast gegn ölvunarakstri. Lög- reglan herðir eftirlit. Jólagleði íyrirtækja iindir smásjá. Um þriðjungur landsmanna virð- ist hafa ekið bíl eftir neyslu áfengis, samkvæmt könhun sem GaJlup gerði fyrir Vátryggingafé- lags Islands og Sjóvá-Almennar. I könnun sem síðastnefnda félagið lét gera meðal 837 ökumanna á aldrinum 17-20 ára höfðu 51,6% þeirra ekið ölvaðir. Þá benda kannanir til þess að hátt í 60% hafi verið farþegar með ölvuðum ökumanni. Olvun ökumanna er mest meðal karla og einkum í aldurshópnum 25-34 ára. Skelfilegt „Þetta eru skelfilegar tölur,“ sögðu talsmenn tryggingafélag- anna á blaðamannafundi í gær, sem haldinn var í húsakynnum slökkviliðsins í Reykjavík. Þeir meta ástandið þannig að ölvun meðal ungra ökumanna hafi auk- ist á seinni tfmum. Á fundinum boðaði lögreglan hert eftirlit með ölvunarakstri í jólamánuðinum og í janúar. I því sambandi lét lögreglan í það skína að Iögreglu- bílar yrðu hafðir í grennd við þá staði þar sem vitað væri að íyrir- tæki eða aðrir væru með jóla- gleði. Það sem af er árinu hefur lögreglan í borginni haft afskipti af um 800 ökumönnum sem grunaðar hafa verið um ölvun. Viðbúið að þeir verði á milli 900- 1000 áður en árið er allt. Á öllu landinu eru teknir hátt í 2 þús- und ökumenn grunaðir um ölv- un. Sameinaðir kraftar Á blaðamannafundinum kom fram að tvö stærstu tryggingafé- lög landsins, VIS og Sjóvá-Al- mennar, hafa sameinað krafta sína gegn ölvun við akstri undir kjörorðunum „Endum ekki jóla- gleðina með ölvunarakstri." Talið er að rekja megi fimmta hvert banaslys í umferðinni til ölvun- araksturs og um 60 manns slasast árlega af sömu ástæðu. Þá er meðaltjón vegna ölvunarakst- urs um 600 þúsund krónur. Tryggingafélögin, lögregla og slökkvilið leggja áherslu á að í stað þess að keyra ölvaður sé hægt að ferðast með strætó eða Ieigubíl. Það vakti hins vegar at- hygli á fundinum að engin áhersla var lögð á þann kost sem felst í því að ferðast gangandi, eftir að hafa fengið sér neðan í því. Það helgast kannski af því að á fundinum voru fulltrúar frá SVR og frá Frama, stéttarfélagi Ieigubílstjóra, sem eiga hags- muna að gæta að fólk ferðist með þeim. — GRH Esra skilar leyfmu Esra S. Pét- ursson læknir hef- ur skilað lækninga- leyfi sínu og sagt sig úr Læknafé- laginu. Esra hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir að greina í æviminningum sínum frá atrið- um úr sjúkraskrá konu sem var sjúklingur hans og hafa m.a. stjórn Geðlæknafélagsins, Læknafélagsins og Landlæknir sakað hann um að brjóta ákvæði læknalaga um þagnarskyldu. Esra segist sjá það nú að það orki tvímælis að greina frá bak- grunni sjúklingsins fyrrverandi sem hann átti síðar barn með, en hann hafi talið það nauðsyn- Iegt til skilnings á sambandi sínu og konunnar. „Viðbrögð landlæknis og starfsbræðra minna hafa verið með þeim hætti að ég álít að við áframhaldandí umfjöllun þess- ara aðila muni ég ekki geta not- ið sammælis,“ segir í tilkynn- ingu frá Esra. Esra. S. Pétursson. Toyota Corolla XLI A/T ‘96 blár ek. 40 þ. km. V: 1.180.000,- Honda Civic LSI 1500 ‘97 rauður ek. 18 þ. km. álf. V: 1.400.000,- MMC Space Wagon 4x4 A/T ‘94 blár/grár ek. 60 þ. km. álf. ofl. V: 1.520.000,- Bílaskipti • Bílasala Bflasala • Bflaskipti • Bflasala Hyundai Elantra GT 1800 ‘95 rauður ek. 54 þ. km. V: 1.040.000,- Renault 21 Nevada 4x4 ‘92 rauður ek. 96 þ. km. V: 890.000,- MMC Pajero V6 3. d. ‘90 silfur ek. 102 þ. km. brk. ofl. V: 1.000.000,- Bflasala • Bflaskipti • Bflasala MMC Pajero V6 5. d. A/T ‘89 blár/grár ek. 133 þ. km. álf. ofl. V: 1.150.000,- Toyota Hilux D-C díesel ‘91 blár ek. 133 þ. km. 5:29 m/maeli m/hús ofl. V: 1.400.000,- LR Discoveru DTI A/T ‘97 grænn ek. 23 þ. km. sóll. álf. ofl. V: 3.200.000,- Munið válsleðamarkað okkar, góð inniaðstaða fíö/rfur ehf ATH! Opið á laugardögum frá kl. 13-17 bIlasala við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 3000 Tregt hjá Svalbák vid V-Grænland ÚA-togarinu Sólbakur er nú á rækjuveiðum en hann er á söluskrá og hefur legið hund- inn við hryggju iiiii alllangt skeið. Þegar komið var á miðin var ekki hægt að lesa á botnstykkin og fylgjast með því sem var að ger- ast kringum trollið og því var haldið til Dalvíkur á mánudag og skipt um stykki. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri UA, segir rækjuflotann allan austan við Kolbeinsey en afli er tregur og rækjan smá. Því fer minna af rækjunni heilfrystri til Japan en meira til rækjuverksmiðjanna til vinnslu. Sólbakur er að veiða upp í þann kvóta sem frystitog- arinn Svalbakur hefur ekki nýtt síðustu tvo mánuði sem skipið hefur verið í útleigu hjá Meck- lenburger Hochseefischerei (MHF) undir þýskum fána. Svalbakur hefur að undan- förnu verið á grálúðuveiðum við Vestur-Grænland og gekk veiðin vel framan af meðan verið var á karfaveiðum á Reykjaneshrygg en að undanförnu hefur veiðin verið mjög treg. Leigutímanum hjá MHF lýkur um 10. desem- ber og þá fer skipið á botnfisk- veiðar að nýju fyrir UA hér við land fram undir jól. Harðbakur landaði á þriðjudag um 100 tonnum (1.700 kössum) af blönduðum fiski, mikið ýsu og steinbít, sem fer til vinnslu í fyrstihúsum ÚA. Hráefnisöflun gengur vel en kaupa þarf einnig fisk af mörkuðum. Harðbakur landaði á Isafirði fyrir skömmu i gáma, og sá fiskur var síðan fluttur með Eimskip til Akureyr- ar. Árbakur er á veiðum fyrir austan land og Kaldbakur fyrir vestan land. — GG Ótengt Kaffi Akureyri Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að fyrirtækið Kaupfélag verkamanna ehf. sem á húsnæð- ið þar sem veitingahúsið Kaffi Akureyri er til húsa við Strand- götu, er ekki rekstraraðili veit- ingahússins. Það er Strandkaffi sem rekur Kaffi Akureyri og Strandkaffi leigir aðstöðu af Kaupfélagi verkamanna. Því á Kaffi Akureyri eða Strandkaffi enga aðild að dómsmáli sem sagt var frá í Degi í gær og snýst um að arkitektastofa vill fá greitt fyr- ir teikningar sem ekki reyndust unnar af manni með tilskilin réttindi og fengust ekki sam- þykktar hjá hyggingafulltrúa. Jafnframt er Magnús Sigur- Strandkaffi, sem rekur Kaffi Akureyri, leigir aðstöðu í húnæði Kauþféiags verkamanna við Strandgötu. björnsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags verkamanna, en ekki Strandkaffis/Kaffi Akureyrar. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.