Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 8
8- FÖ STVDAGUR 5.DESEMBER 1997 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 - 9 SD^tr X^ur. FRETTASKYRING Laiidviimslan réttir úr kútnum GEIRA. GUÐSTEINS- SON SKRIFAR Bætt meðferð hráefnis og betri nýting þess auk meiri fiillviimslu, lækkuu framleiðslu- kostnaðar, hækkun af- urðaverðs erlendis og aukinni framlegð hef- ur orðið þess valdandi að landvinnsla Snæ- fells hf. á Dalvík og í Hrísey skilar nú hagn- aði eftir taprekstur nokkur misseri. Hefðbundin landvinnsla hefur átt undir högg að sækja og mat Þjóð- hagsstofnunar var á miðju þessu ári að rekstrartap greinarinnar næmi um 13%, en það hefur svo lækkað að undanförnu niður í um 9%, m.a. vegna 7% verðhækkunar erlendis frá miðju árinu. Ari Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Snæ- fells, segir að fjárfest hafi verið fyr- ir um 300 milljónir í sjávarútveg- inum til að lækka kostnaðinn og eitt af þeim markmiðum sem sett voru var m.a. að lækka fram- leiðslukostnaðinn með því að bæta nýtingu hráefnisins, auka afköst og auka gæði sem eykur verðmæti afurðanna. Framlegðin er um 30%, var á sama tíma í fyrra 11,5%, en til þess að reksturinn skili lágmarkshagnaði þarf hún að vera 25%. „Það sem er gleðilegast í þessu er að það er mjög mikil eftirspurn eftir framleiðsluvörum Snæfells þannig að verð hefur farið hækk- andi. Því veldur m.a. niðurskurður þorskveiða í Barentshafi, „kerfið" vantar fisk sem hefur áhrif á heimsmarkaðsverðið. Okkar við- skipti eru mjög mikið í pundum en sá gjaldmiðill hefur styrkst veru- Iega. Launahlutfall af tekjum er komið niður í 20%, nýting hefur aukist um 2% og hlutfall hráefnis- kostnaðar af tekjum hefur lækkað. Það þýðir að hjá okkur eykst hrá- efnið um 100 tonn og verðmæti útflutningsins um 32 milljónir króna. Þetta er í hnotskurn það sem er að gerast. Þegar afkoma frystitogara annars vegar, sem er að frysta þorsk eða ýsu, er borin saman við afkomu ísfisktogara og landvinnslu, sem er að vinna þorsk og ýsu, kemur í ljós að afkoman er fyllilega sambærileg. Rekstur ís- fisktogaranna er auðveldari, þeir eiga auðveldara með að ná í þorsk og ýsu sem er liður í betri heild- ararðsemi. Það hefur jafnframt komið í Ijós að sambærileg arð- semi er fólgin í því að vinna bol- fiskinn í landi og að leigja frá sér aflaheimildirnar. Starfsfólki ætti ekki að fækka en eftir því sem tæknin eykst bitnar það oft á fjölda starfsfólks," segir Ari Þorsteins- son. Rætt hefur verið um að jafna að- stöðumun sjófrystiskipa og frysti- hiísa í landi með þvt að þau skip sem þar landa nýti ekki nema 85% kvótans, þ.e. 85 tonna kvóta á móti 100 tonna löndun. Er það leið sem þú ert fylgjandi? „Allt hráefni sem kemur til fisk- vinnslunnar í landi er vigtað og keypt inn á ákveðnu verði. Við frystingu úti á sjó getur eitthvað af fiski farið aftur út án þess að frystiskipin þurfi að skila kvóta á móti því. Það er skylda þeirra sem umgangast auðlindina að hámarka verðmætin hérlendis og við höfum reynt að uppfylla þær samfélags- legu skyldur. Ef auka á verðmætið þurfa menn að leggja í fjárfesting- ar og það er marga ára undirbún- ingsvinna að eiga við þessa neyt- endamarkaði og stýra framleiðsl- unni inn á hann.“ Feiknarlega góð iiiarkaðssetii ing Benedikt Sveinsson, forstjóri ís- lenskra sjávarafurða, segist álíta að Vinnslulínan í frystihúsi Snæfells á Dalvík gerir húsid eitt þaö fullkomnasta í heimi að mati forráðamanna Marels. - mynd: gg fleiri fiskverkendur muni ráðast í framkvæmdir nú til að auka fram- leiðnina og að fyrirtækin skili hagnaði. Þorskkvótinn sé að 06 NÆRSVEITUNGAR! Bná.t) a& rfti únval 3*lf gj^aiv^&rryi,. MtyitiJ Q g* Fa.tm að t! aukast og vaxandi skilningur er á því að vinna sem mest úr honum. „Ef það er jafn auðvelt að sækja þorskinn og sagt er og á tiltölulega ódýrum skipum þá er verið að sækja gott og ódýrt hráefni og nýta mikinn hraða. og nýtingu í vinnsl- unni eins og a Dalvík, þá er verið að framleiða mjög verðmæta vöru. Síðan íylgir hjá Snæfelli feiknar- lega góð markaðssetning. Verð- mætasta framleiðslan mun frekar eiga sér stað í Iandi en úti á sjó. Eg hef alltaf sagt að hagur landvinnsl- unnar mundi batna, markaðssetn- ing framtíðarinnar er fyrir dýra og tiltölulega flókna vöru og þeir sem ná tökum á því munu verða í góð- um málum. Frystitogararnir eru fyrst og fremst í einfaldari fram- leiðslu vegna rýmis og tækjabún- aðar, en þeirra tími á tímabilinu 1980 til 1990 var mjög glæsilegur. Það er t.d. engin ástæða til að koma með fisk í landvinnslu ef að- eins á að taka af honum hausinn og síðan frysta. Markaðurinn kallar á llóknari vöru, meira samsetta og meiri vöruþróun og það er alveg ljóst að til er „food-fashion“ eða matar- tíska í heiminum sem er alltaf að breytast og við Islendingar höfum ekki alltaf verið nógu duglegir að elta hana. Fólk vill fá mikið f}TÍr peningana sína; breytilega vöru, meira þróaða, nýja vöru og af- burða gæði. Öll vara hefur líftíma, hún fer upp og síðan niður aftur. Ég held að í auknum mæli verði fiskur unninn í landi með auknum þorskkvóta og mér sýnist að Snæ- fell hafi tekið alveg ótrúlega rétta ákvörðun. Siglingar með ferskt hráefni leggjast ekki af, það er markaður fyrir slíka vöru, en í smásölunni eru vaxandi kröfur um frumkvæði. Við höfum að sumu leyti verið á eftir öðrum þjóðum í því enda er okkar sjávarútvegs- stefna tengd kvóta, veiðum og löndun á fiski. Ef við ætlum að eiga greiða leið inn á dýrustu markaði veraldarinnar þarf að sinna þeim betur. Fyrirtæki af millistærð mirnu eiga erfitt Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að það komi honum ekki á óvart að landvinnsl- an hjá Snæfelli á Dalvík sé farin að skila hagnaði þó afkoman hafi verið æði misjöfn í allri botnfisk- vinnslu í landi en best reknu fyrir- tækin hafi staðið þokkalega þegar til heildarinnar er litið. Með hag- ræðingu og samruna af þessu tagi má ná gríðarlega miklum árangri. Skilyrðin í greininni hafa verið að skána undanfarna mánuði sem stuðlar að því að þessum árangri hefur verið náð. Ef vel er að mál- um staðið megi ná langt í þessari aðþrengdu grein. „Hvaða ytri skilyrði valda því að hagur landvinnslunnar er að batna? „Verðþróun á sjávarafurðum hefur verið landvinnslunni hag- felld undanfarna mánuði, einkum á Bandaríkjamarkaði, sem og á af- urðum uppsjávarfiska. Mestu máli skiptir að með samruna fyrirtækja hefur Snæfelli tekist að auka framleiðnina og afköstin," segir Þórður Friðjónsson. Munu í framtíðinni verða færri og stærri fyrirtæki t landsvinnsl- unni? „Já, ég hef trú á því að sú verði þróunin. Fyrirtæki af millistærð munu eiga erfiðast uppdráttar en áfram verður mikill fjöldi lítilla fyrirtækja sem hafa sérhæft sig í vinnslu og markaðssetningu sem ekki er eins auðvelt að koma fyrir í stærri frystihúsum. Ég er ekki viss um að þessi þróun muni fækka störfum í landvinnslu, heldur muni störf t.d. færast meira í störf við pökkun í neytendapakkningar og markaðssetningu, sem eykur ALLT UM ARGENTÍNU S T E I K H Ú S WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ MiEMIÉA ER iEST* STOFNAÐ 1882 Vinnugg[ fruin Eflum krabbameinsvarnir á íslandi tökum þátt í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. é Krabbameinsfélagið f/ó/ii/iahhiíiHvKi Krabbameinsfélagsins " 1997 1 AudiA3,1.6, „Attraction", 3 dyra, árgerö 1998. Verðmæti 1.800.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. 24. desember innlent vinnsluvirði framleiðslu úr sjávarafurðum, en t.d. frá hefð- hundinni frystingu í blokkir." Ymislegt bendir til þess að árið 1998 verði landvinnslunni hag- stæðara en árið 1997 en hafa verður í huga að laun eru að hækka meira en í helstu viðskipta- löndum okkar, en verðhorfur eru metnar hagstæðar. I áliti nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði 1996 um starfsumhverfi fisk- vinnslu og framtíðarmöguleika hennar segir m.a. að mikilvægt sé að efnahagsstefnan miði að því að búa fiskvinnslunni og sjávarútvegi í heild stöðugt og hvetjandi starfs- umhverfi. Lögð er áhersla á að halda núverandi stefnu í gengis- málum þannig að gengi verði hald- ið innan viðmiðunarmarka. Tilraunakj arasanuiingar vegna nýrra vinnslulína Botnfiskvinnslan hefur frá önd- verðu ári 1995 verið rekin með verulegum halla. Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að þrátt fyrir ánægjuleg tíðindi frá Snæfelli séu Iangflest fyrirtæki í greininni rekin með halla. Breytingar á vinnslukerfum munu hjálpa til að laga stöðuna sem og batnandi af- koma ískfisktogara. Fleiri hús hafa tekið upp nýjar vinnslulínur og gert tilraunakjarasamning við starfsfólkið vegna aukinnar tækni- væðingar sem lækkar launakostn- aðinn en hver og einn starfsmaður ber ekki minna úr býtum. En af- urðaverð fisks sem er unninn í landi hefur hækkað mun meira en hjá sjóvinnslunni, og það skiptir meginmáli. Arnar segir að hægja muni á þeirri þróun að vinnslan færist í auknum mæli út á sjó, því valdi m.a. auknar kröfur neytenda um fullunna vöru í neytenda- pakkningum. Vertu tímanlega með jólabögglana til útlanda Það er styttra til jóla en við höldum, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að senda jólaböggla út í heim. Póstur og sími hvetur alla til að koma íslenskri jólagleði til skila með því að senda jólabögglana tímanlega til ættingja og vina hvar sem þeir búa í heiminum. Pósturinn er á hraðferð fyrirjólin með jólagjafirnar, nætur og daga um allan heim. Tekið er við bögglum á um 90 póst- og símstöðvum um allt land. Norðurlönd 08.12 Evrópa (önnur en Norðurlönd) 05.12 USA (austurfylkin) 05.12 USA (vesturfylkin) og Kanada 05.12 Önnur lönd 04.12 Þeir sem ekki ná að senda jólabögglana fyrir þennan tíma eiga möguleika á að bjarga jólunum með því að nota þjónustu EMS Forgangspósts og alþjóðlegt dreifikerfi TNT hrað- þjónustunnar í meira en 200 löndum. Bögglar eru þá bornir heim til viðtakenda. Slíkar sendingar taka aðeins 1-2 daga til flestra Evrópulanda en 2-4 daga til annarra landa. Til að tryggja örugg skil á bögglum borgar sig að vera tímanlega á ferðinni, helst fyrir 18. desember. [] Express Worldwide Expnst Miil Serrici PÓSTUR OG SÍMI HF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.