Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 13
FÖSTVDAGUR S.DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR í. A Fnunsýningar á iiýjuni leikmönnum Heil umferð verður Sprewdl rekiim leiMn í DHL-deild iuni í körfubolta næstkomandi sunnu- dag. Nokkrir nýir leikmenn verða þá í sviðsljósinu. Á sunnudaginn hefst 9. umferð DHL-deiIdarinnar með stórleik í Grindavík kl. 16. Þá taka heima- menn, sem eru í efsta sæti deild- arinnar, á móti KR-ingum. KR hefur hefur ekki náð sér á strik það sem af er vetri og einungis sigrað í þremur leikjum. Nýr er- lendur leikmaður mun væntan- lega klæðast KR búningnum í fyrsta sinn á sunnudag. Jermaine Smith, bakvörður úr hinum fræga UNLV háskóla í Bandaríkjunum, átti að vera væntanlegur til Iandsins á föstu- dagsmorguninn. Larry Johnson, leikmaður New York Knicks, kemur einmitt frá þessum há- skóla í Las Vegas og fleiri NBA leikmenn. Það ætti því að vera áhugavert að fylgjast með þess- um bakverði ldjást við Darryl Wilson í liði Grindavíkur, en hann hefur án efa verið besti leikmaður deildarinnar það sem af er vetri. Fimm leikir hefjast svo kl. 20 á sunnudagskvöldið. IR, eina Iiðið sem hefur ekki unnið leik á þessu tímabili, mæt- ir með nýtt andlit í Borganes. Nýi leikmaður IR heitir Kevin Grandberg og kemur frá Kanada. Þessi Grandberg hefur æft með ÍR síðustu daga og von- ast Anthony Vallejo, þjálfari ÍR, til að þetta sé maðurinn sem komi IR á réttu brautina. Borg- nesingar eru í 10. sæti deildar- innar og heyrst hefur að þeir séu að leita sér að Evrópubúa til að styrkja lið sitt. Það er alltaf erfitt að spila í Borgarnesi og þvf eiga IR-ingar verðugt verkefni fyrir höndum. Þórsarar taka á móti Eggjabik- armeisturum Keflavíkur. Þórsar- ar unnu sinn fyrsta útileik í vet- ur í síðustu umferð gegn IR. Þá spilaði nýr leikmaður Þórs, Jesse Ratliff, sinn fyrsta leik og átti vægast sagt stórleik og virðist Nokkuð hefur verið um mannabreytingar f liðum i DHL-deildinni og verða nokkrir nýir leikmenn í sviðsljósinu í kvöld. - mynd: bg einmitt vera sá maður sem hið unga Þórslið hefur vantað. Það ætti því að vera gaman að sjá hvernig hann kann við sig í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Haukar fá Isfirðinga í heim- sókn í Strandgötuna. Haukar töpuðu sínum fyrsta Ieik á tíma- bilinu í síðustu umferð og skor- uðu þá einungis 48 stig! ísfirð- ingar hafa staðið sig vel það sem af er móti og eru í 4. sæti, 4 stig- um á eftir Haukunum. Njarðvíkingar fara upp á Skaga og takast á við Ermolinskji og lærisveina hans. Sigurður E. Þórólfsson er meiddur og spilar Iíklega ekki með Skagamönnum í þessum leik. Hins vegar er Damon Johnson til staðar og með hann innanborðs er ekki hægt að bóka auðveldan sigur á Akranesi. Njarðvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar. Valsmenn mæta Tindastóls- mönnum á Hlfðarenda. Tinda- stóll var fyrsta liðið til að Ieggja Hauka að velli í vetur í síðustu umferð. Þeir eru í 3. sæti deild- arinnar og hafa spilað mjög vel það sem af er. Nýliðar Vals eru nálægt botninum en unnu hins vegar sannfærandi sigur á KR uppi á Nesi um daginn. Leikir sunnudagsins: Grindavík-KR kl. 16 Þór-Keflavík kl. 20 ÍA-Njarðvík kl. 20 Skallagrímur-ÍR kl. 20 Haukar-KFÍ kl. 20 Valur-UMFT kl. 20 Lið Golden State Warriors hefur sagt upp samningi sínum við Latrell Sprewell. Þar með er ljóst að þessi stigahæsti og besti leikmaður Warriors síðustu fjög- ur ár spilar ekki fyrir liðið aftur. Samningur Sprewell var til fjög- urra ára og hefði gefið honum 35 milljónir dollara. Þetta voru því ansi dýr kjaftshögg sem leik- maðurinn lét dynja á þjálfara sínum!" Við hefðum getað selt Sprewell til einhvers annars liðs en við ákváðum að hið rétta í málinu væri að rifta samningum hans. Lið höfðu sýnt áhuga á leikmanninum en það dvínaði heldur hetur eftir atvikið með Carlisemo þjálfara," sagði Garry St. Jean frkvstj. Golden State. Sprewell segist harma það sem hafi á gengið og segir að ef eng- inn NBA lið sýni honum áhuga muni hann hverfa frá Bandaríkj- unum og spila annárs staðar í heiminum. Nelson tekur við Fréttir herma að Don Nelson, framkvæmdastjóri Dallas Mav- ericks, taki við þjálfun liðsins næstu daga. Dallas byrjaði tíma- bilið vel og vann þrjá fyrstu leiki sína. Síðan hefur einungis einn sigur komið í síðustu þrettán leikjum og staða liðsins því 4-12. Nokkrir leikmenn liðsins hafa einnig lýst yfir óánægju með þjálfarann og leikskipulagið. Þegar Jim Cleamons þjálfari var spurður um þetta mál svaraði hann: „Liðið hefur verið í smá Iægð en ef menn myndu bíða ró- legir þá batnar þetta. Ef þeir halda hins vegar að einhver ann- ar geti gert betur með þennan mannskap, gangi þeim vel!“ Eftir að Latrell Sprewell gaf þjálfara slnum á kjaftinn var hann rekinn frá Golden State Warriors. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — LOKAÐ Skrifstofur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verða lokaðar eftir hádegi í dag, föstudaginn 5. desember frá kl.13:00 vegna jarðarfarar Guðrúnar L. Jónsdóttur. Verzlunarmarmafélag Reykjavíkur. Okkur vantar lyftuverði til starfa í vetur. Upplýsingar veittar í síma 462 2280. Skíðastaðir, Hlíðarfjalli. Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum. Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til rg. útgefinni 3. desember 1997, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutn- ings á smjöri, ostum og eggjum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9-16. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15 föstudaginn 12. desember 1997. Landbúnaðarráðuneytinu, 3. desember 1997. Atvinna í boði Okkur vantar röskan starfskraft til starfa á Degi. Um er að ræða krefjandi starf í prófarkalestri, innslætti og frágangi efnis. Viðkomandi þarf að hafa fullkomið vald á íslenskri tungu, góða almenna tölvukunnáttu og öryggi og hraða í innslætti á tölvu. Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir með helstu upplýsingum um menntun og fyrri störf í afgreiðslu Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merkt Próförk fyrir 13. desember. UMFERÐAR RÁÐ BELTIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.