Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR S. DESEMBER 1997 - 7 Tkgur. ÞJOÐMAL „Krístján Ragnarsson þarf aðeins að segja já“ jOn krist- JANSSON FORMAÐUR FJÁR- LAGANEFNDAR SKRIFAR Umræður um veiðileyfagjald tóku fjörkipp í síðustu viku. Þar kom margt til. Verslunarráðið efndi til fundar um málið. Fisk- veiðimálin voru rædd á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokks- ins, og í sjónvarpinu var settur upp þáttur þar sem völdu liði var falið það verkefni að valta í eitt skipti fyrir öll yfir sægreifana Þorstein Má Baldvinsson og Kristján Ragnarsson með til- heyrandi atkvæðagreiðslu. Eg átti þess ekki kost að fylgjast með fundi Verslunarráðsins nema af fréttum, en hinum um- ræðunum sem nefndar voru fylgdist ég með. Nokkur athygl- isverð atriði komu fram sem eru verð nánari umræðu. Tilfúmingaxökin Talsmenn veiðileyfagjald færa réttlætis- og tilfinningarök fyrir máli sínu. Grundvöllurinn í þeirra málflutningi er að þjóðin eigi auðlindina samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnunarlag- anna, því sé það óréttlæti að af- henda „fiskinn í sjónum“ ókeyp- is til nokkurra „sægreifa“ svo notaðar séu algengar klisjur úr umræðunni. Styrmir Gunnars- son, ritstjóri Morgunblaðsins, er talsmaður þessara sjónarmiða og glefsa kom í fréttum úr ræðu hans á Verslunarráðsfundinum. Hún var efnislega á þá leið að Kristján Ragnarsson þyrfti að- eins að segja já við takmörkuðu veiðileyfagjaldi þá mundi allt falla í ljúfa löð og sátt nást um allt annað. Þetta er afar athygl- isverð yfirlýsing, og ég verð að segja að ég er sem fyrr Styrmi fullkomlega ósammála. Alagning veiðileyfagjalds mun ekki sætta þá sem vinna í sjávarútveginum við kerfið eins og það er í dag. Veiðileyfagjald mundi ef til vill friða þá sem fjær standa at- vinnugreininni og fá þá til að Iíta fram hjá annmörkum kerfisins. Nokkur lykllatriði Það er vert að minna á það lykil- atriði að úthlutun á veiðiheim- ildum hefur aldrei verið ókeypis. Þeim var úthlutað á skip og þeir sveifla okkar um þessar mundir byggist fyrst og fremst á honum. Uthlutun veiðiheimilda er í höndum almannavaldsins fyrir hönd fólksins í landinu, svo sem gerist í þjóðfélagi með lýðræðis- uppbyggingu. Uthlutunina er hægt að skerða bótalaust, enda hefur það þráfaldlega verið gert. útgerðar og kvótaeignar slitnar með leigunni, og einnig eru út- gerðarmenn að hætta og taka út úr atvinnugreininni mikla fjár- muni. Það er þarna sem átaka- punkturinn er í sjávarbyggðum út um landsbyggðina, en ekki um það að láta alla sem fá veiði- heimildir greiða gjald fyrir þær. Veidileyfagjald mundi verða til þess að veiðiheimildirnar söfnuðust á enn færri hendur, og Þorsteinn Már mundi blómstra sem aldrei fyrr t því kerfi, “ segir Jón Kristjánsson i grein sinni. sem höfðu lagt í kostnað við að koma sér upp skipum og veiðar- færum og búnaði til útgerðar fengu réttinn. Seinna voru lögð á gjöld sem tengjast veiðiheim- ildum sem nema nú um 1.5 milljarði króna. Þjóðin nýtur fiskveiðanna í Iífskjörum sínum og gjaldeyrisöflun, því efnahags- Átakapiuikturiun Annmarkarnir á kerfinu koma hins vegar í Ijós þegar frjálst framsal hefur viðgengist nokkurn tíma ásamt leigu á kvóta og nýlega hafa fallið dóm- ar um að heimilt sé að afskrifa þau verðmæti sem fiskveiði- heimildir skapa. Þráðurinn milli Veiöileyfagjald og Þorsteinn Már Hins vegar leiðir framsalið til hagkvæmni og vandinn er að eyða annmörkum á því án þess að taka hagkvæmnina út úr kerf- inu. Veiðileyfagjald breytir engu þar um. Það er aðeins tæki til þess að skattleggja alla fyrir fram sem eru í sjávarútvegi. Miklu fremur væri að ná til þeirra í gegn um skattalegar aðgerðir sem ekki eru virkir þátttakendur í atvinnugreininni lengur, og hafa farið með stórfé út úr henni vegna sölu veiðiheimilda. Ekki getur heldur talist réttlæti í því að hægt sé að afskrifa þau verð- mæti sem rétturinn til veiða skapar. Þarna þarf að ná sátt um breytingar, en sú ofuráhersla sem lögð er á veiðileyfagjald ruglar alla þessa umræðu. Sýnt hefur verið fram á að álagning þess mundi raska mjög stöðu sjávarútvegsfyrirtækja til hins verra. Svarið við því kom frá Markúsi Möller í tilgreindum sjónvarpsþætti. Þá verða menn að reka sín fyrirtæki eins vel og Þorsteinn Már rekur Samherja. Þarna er komið að kjarna máls- ins. Veiðileyfagjald mundi verða til þess að veiðiheimildirnar söfnuðust á enn færri hendur, og Þorsteinn Már mundi blómstra sem aldrei íyrr í því kerfi. Ég hef síður en svo á móti Samherja og dáist að dugnaði þeirra sem þar halda um stjórnvölinn. Hins veg- ar er uppgangur þeirra tengdur því að þeir hafa náð að nýta sér hagkvæmni stærðarinnar, sam- fara sínum mikla dugnaði og út- sjónarsemi. Hins vegar held ég að hinn venjulegi Islendingur hafi ekki þá framtíðarsýn að all- ur sjávarútvegurinn væri í hönd- um þriggja til fjögurra stórra fyr- irtækja. Veiðileyfagjald án nokk- urra annarra breytinga gæti leitt til þess. Hins vegar rnundi veiði- leyfagjald með heftingu á fram- sali og öðrum slíkum aðgerðum algjörlega kippa grundvellinum undan sjávarútveginum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna á að snúa umræð- unni að framsali veiðiheimilda og skattalegri meðferð hagnaðar sem skapast af sölu veiðiheim- ilda og reyna að ná sátt um end- urbætur í þessum efnum sem auka réttlæti en halda jafnframt atvinnugreininni samkeppnis- hæfri á alþjóðavettvangi. Olnbogabömin í Lundarskóla VILBORG GUNNARS DOTTIR MÓÐIR ÞRIGGJA BARNA i Lundarskóla, SKRirar Frétt í Degi 3. desember sl. vakti mig illa þann morguninn. Fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar var meginefni fréttarinnar og kernur þar fram að gert er ráð fyrir tals- verðum tekjuafgangi hjá bænum í góðærinu. I fréttinni kemur sömuleiðis fram að miklu fé eigi að verja til Brekkuskóla á næsta ári en hvergi var minnst á Lund- arskóla sem virðist vera heldur betur úti í kuldanum núna, bæði hjá stjórnendum bæjarins og skólans. I stuttu máli er ég aldeilis ósátt við þessi vinnubrögð. Reyndar er mér ekki kunnugt um hver stað- an er hjá Brekkuskóla en af um- ræðum sl. vetur að dæma hélt ég satt að segja að þar væri allt í sómanum. Þeir hafa fengið meira og betra húsnæði og þar er t.d. tölvustofa, aðstaða til heim- ilisfræðikennslu og kennslu í eðlisfræði að mér skilst. Til upprifjunar minni ég á að í fyrravetur voru Barnaskólinn og Gagnfræðaskólinn sameinaðir með miklum hávaða og ákveðið að við Lundarskóla yrði kennt á gagnfræðaskólastigi. Vandamálið er hins vegar að ekki er gert ráð fyrir þessari fjölgun nemenda við Ég vil því skora á skólanefnd bæjarins sem og aðra bæjar- stjómarmenn að snúa sér að því að veita umframfénu okkar til Lundarskóla svo þar geti farið fram maini sæmandi vinna hjá 8. bekk næsta vetur. Lundarskóla. Þar er óviðunandi mötuneytisaðstaða, ekki svigrúm til heimilisfræðikennslu né eðlis- fræðikennslu; hvað þá lölvu- kennslu. Ekki þarf að taka fram að kennslustofur eru af skornum skammti. Þá býst ég ekki við að þangað fáist reyndir sérgreina- kennarar í örfáar kennslustundir á viku og þetta á að bjóða börn- unum mínum og annarra upp á a.m.k. næstu tvö árin. Foreldrar barna í 7. bekk í Lundarskóla hafa fundað lítil- lega um þessi mál í haust en lít- ið hefur komið út úr þeim fund- um. Þar hafa stjórnendur skól- ans m.a. hvatt foreldra til að geisast fram á ritvöllinn og láta i sér heyra til að „þrýsta" á stjórn- endur bæjarins því öðruvísi ger- ist ekki neitt. í næsta orði segja þessir sömu stjórnendur að ástandið sé nú alveg „viðunandi" næsta vetur og ekki hef ég séð nein merki um þrýsting frá þeim sjálfum á þessi sömu yfirvöld. Ég vil því skora á skólanefnd bæjarins sem og aðra bæjar- stjórnarmenn að snúa sér að því að veita umframfénu okkar til Lundarskóla svo þar geti farið fram mannsæmandi vinna hjá 8. bekk næsta vetur. Lfka þætti mér vænt um að fá tíundað í hvað peningarnir eiga að fara hjá Brekkuskóla og hvenær eigi að grípa til ráðstafana vegna Lund- arskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.