Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. desember 1997 Verð í lausasölu 150 kr. 80. og 81. árgangur - 231. tölublað Iimheiinta eldsnevtis gjalds sett í raimsókn Flugmálastjóm ranu- sakar iniihcimtu og skil á eldsneytisgjaldi af flugvélabensíni. Samkeppnisráð fund- ar um erindi Cargolux um sama skatt. Flug- leiðir losna við að greiða gjaldið. ítarleg rannsókn er að fara af stað á innheimtu eldsneytis- gjalds af flugvélabensíni, en á síðasta fundi Flugráðs voru lagð- ar fram upplýsingar um inn- heimtuna sem komu flugráðs- mönnum verulega á óvart. Flug- ráðs- og Flugmálastjórnarmenn hafa staðið í þeirri trú að elds- neytisgjald sé innheimt af öllu millilandaflugi nema Amer- íkuflugi Flugleiða, sem hefur sérstaka undanþágu. En Flug- Ieiðir hafa komist hjá því að greiða gjaldið af öllu flugi sínu - gjald sem öllum samkeppnisaðil- um er gert að greiða. Erindi Car- golux vegna þessa máls verður tekið fyrir á fundi samkeppnis- ráðs í næstu viku. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti að erindi um eldsneytisgjaldið hefði borist frá Car- golux á síðasta ári og ítrekað í ár með kröfu um úrskurð urn hvort þetta fyrir- komulag sé sam- keppnis- hamlandi. Þórarinn Kjartansson hjá Cargolux segir að í þessu máli væri misræmi sem þeir vildu að yrði kannað. „Misræmið vegna eldsneytis- gjaldsins blasir við, bæði hvað varðar undanþágu bandarískra flugfélaga, sem getur vart verið í anda EES-reglna, og svo stöðu Flugleiða sem losna \dð gjaldið vegna orðalagsins um að gjaldið eigi að innheimta af eldsneyti sem selt er á Keflavíkurflugvelli. Við stöndum höllum. fæti gagn- vart þessum aðilum," segir Þór- arinn. Munar tugum milljóna Eldsneytisgjald var lögleitt 1987 og skyldi innheimta gjaldið af öllu eldsneyti sem „selt“ er á Keflavíkurflugvelli. Hér er um mikla hagsmuni að ræða fyrir Flugleiðir og samkeppnisaðila þeirra í millilandaflugi. Þrátt fyrir hækkun gjaldsins og aukna umferð í millilandaflugi hefur innheimta eldsneytisgjalds ekki farið hækkandi. 1988 voru innheimtar 62 milljónir á núvirði og talan var komin upp í 71 milljón á núvirði 1990. A þess- um árum fóru Flugleiðir að kaupa eldsneytið erlendis og geyma í eigin tönkum á Keflavík- urflugvelli, en olíufélögin sjá samt um viðskiptin og flutning- ana - og skila inn gjaldinu. Flug- leiðir segja um leið að þær „selji“ sér ekki eldsneytið, heldur fái af- greitt af eigin eldsneyti. Engin lög teljast brotin með þessu fyr- irkomulagi. Snarlækkaði 1994 Árið 1994 snarlækkaði inn- heimta eldsneytisgjalds niður í 36,7 milljónir á núvirði og hafði því lækkað að raungildi um nær helming. Á síðasta ári var inn- heimt 51 milljón króna en heim- ildarmenn blaðsins fullyrða að þessi tala ætti að vera minnst 40 til 50 milljónum króna hærri og jafnvel allt að 100 milljónum króna hærri. Flugráðsmaðurinn Gunnar Hilmarsson hefur allt frá apríl 1996 haft uppi fyrirspurnir um innheimtu eldsneytisgjaldsins, en árangurslítið. Gunnar stað- festir þetta, en vísar málinu að öðru leyti til formanns flugráðs, Hilmars Baldurssonar. Degi tókst ekki ná í Hilmar í gær. - FÞG Aðventan ekkiem- tóm sæla Aðventan er ekki bara tími jóla- undirbúnings, kertaljósa og köku- baksturs. Það fá stúdentar og framhaldsskólanemar landsins að reyna þessa dagana. Þeir sitja nú flestir sveittir við að rifja upp fræðin sem þeir lærðu í vetur til þess að standa sig sem best á jóla- prófunum sem nú standa yfir. Menntaskólinn á Akureyri er reyndar svolítið sér á parti í þess- um efnum. Haustmisserisprófin eru haldin í janúar en ekki des- ember eins og víðast annars stað- ar. Janúarprófin voru reyndar regl- an í mörgum skólum til skamms tíma, m.a í Háskóla Islands, en nemendum þótti það spilla nokk- uð jólagleðinni að eiga prófin yfir höfði sér og varð að samkomulagi að breyta þessu fyrirkomulagi. Hrafn Jökulsson: Ekki refsað fyrir ad kalla Harald Johannessen glæpa- mannaframleiðanda. fírafn sýknaður Hrafn Jökulsson, fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins, var í Hæstarétti sýknaður af kröfum um refsingu fyrir hörð ummæli í garð Haralds Johannessen, fyrrum fangelsis- málastjóra. í Alþýðublaðinu vorið 1996 sagði Hrafn : „Haraldur Johann- essen er ekki fangelsismálastjóri. Hann er glæpamannaframleið- andi ríkisins.11 Hæstiréttur stað- festi dóm undirréttar, og sýkna Hrafns byggir á því að hann hafi fjallað um Fangelsismálastofnun og í ummælunum hafi Haraldur verið samsamaður stofnuninni. „Eg tileinka þennan sigur öllum þeim kollegum mínum sem hafa verið dæmdir til þessa fyrir að segja skoðanir sínar,“ segir Hrafn. „Mér þykir miður að embættisferli ríkissaksóknara skyldi ljúka með þessu máli. Eg er bæði steinhissa og himinlif- andi, því þetta sparar mér ferða- lög til Strassborgar, sem virtust í uppsiglingu." — FÞG Anndkihjá Akureyrar- logreglu Talsvert annríki var hjá Lögregl- unni á Akureyri í gær, enda fyrsti hálkudagurinn sem orð er á ger- andi. Auk umferðaróhappa þurfti lögreglan að koma mörg- um til aðstoðar sem höfðu læst lykla inni í bílum sínum og íbúð- um. Einnig hefur verið kvartað nokkuð undan því að ökumenn aki gegnt rauðu ljósi við gang- brautarljós. Geta menn sér þess til að jólastressið sé farið að gera vart við sig og menn utan við sig. Lögreglan í Reykjavík átti hins vegar rólegan dag og þar á bæ verða menn ekki enn varir við eril aðventunnar. ■nnnnnnH Landvinnslan ,_.i réttir úr kútnum St-, Bls. 8 9 19 dagar til jóla Vnrmaskiplnr SINDRI -sterkur í verki Alfa Laval ;o ;o -Os ■\o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.