Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR S.DESEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR Dómur yfír Franklin Steiner var mildaður Franklin K. Steiner: Skal sitja inni í 20 mánudi fyrir fíkniefnasölu og vopnaeign. í undirrétti var kveöió á um 25 mánaða dóm og græddi Franklin því 5 mánuði á áfrýjuninni. FrajiMin Steiner fékk 20 mánaða dóm vegna 243 gr. af amf- etamíni, fyrir að vera með skammbyssu og mörg sverð, en sýkn- aður af því að vera með „fingrajám“ því dómurinn vissi ekki hvað það var! Franklin K. Steiner var í Hæsta- rétti í gær dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og brot á lögum um skotvopn. Athygli vekur að Hæstiréttur mildar verulega dóm Héraðsdóms Reykjaness, en þar var Franklin dæmdur í 25 mán- aða fangelsi. Franklin var sakfelldur fyrir að hafa í sínum fórum alls 243 grömm af amfetamíni, en athygli vekur að í ákæru var magnið sagt vera 252,5 grömm. Osamræmið var metið Franklin í hag. Franklin krafðist sýknunar af ákæru um sölu á amfetamíni i ágóðaskyni, sem þýðir að hann hafi sagst ætla að neyta efnisins sjálfur og/eða gefa það. í for- sendum dómsins kemur hins vegar í Ijós að um ákaflega lélegt amfetamín var að ræða, annað hvort verulega drýgt af Franklin sjálfum eða þá að hann hafi keypt svikna vöru. Dómarar Hæstaréttar féllust ekki á kröfu verjanda Franklins, Hilmars Ingimundarsonar, um að héraðsdómur yrði ómerktur, en Hilmar hélt því fram að hann hafi átt að vera Ijölskipaður þar sem sakargiftir hafi ráðist af mati á sönnunargildi munnlegs fram- burðar. Dómararnir sögðu að í siíkum tilvikum væri um að ræða rétt til að kveðja tvo dómara til setu með sér, en ekki skyldu. I upprunalegri kæru var Franklin ákærður vegna sautján skotvopna, en bæði í héraðsdómi og Hæstarétti er hann sakfelldur fyrir að vera með í fórum sínum eitt ólöglegt skotvopn, Valmet skammbyssu. Við húsleit hjá Franklin fundust auk þess fjórir byssustingir, þrjú höggsverð og tvö stungusverð, svo og „fingra- járn, í umhúðum ásamt Iyldum og leðurhulstri“. Franklin sagðist eiga alla þessa hluti nema fingrajárnin. I dómsforsendum segir: „I málinu liggur ekki fyrir lýsing á umræddum fingrajárn- um, sem nægir til að taka af- stöðu til þess hvort þau megi telja til högg- eða stuðvopna" - með öðrum orðum hvort átt hafi verið við hnúajárn eða handjárn sem ná aðeins til fingranna. Hann slapp því við refsingu vegna fingrajárnanna. Með 20 mánaða fangelsis- dómnum var tekið tillit til brota- ferils Franklins, en hann var síð- ast dæmdur fýrir fíkniefnabrot sumarið 1989. — fþg Halldór Blöndal, samgönguráðherra. Einokimar- sjónvörp Ríkissjónvarpið og Stöð 2 ein- oka sjónvarpsmarkaðinn hér á landi, sagði Halldór Rlöndal samgönguráðherra í umræðum á Alþingi um breiðhands Pósts og síma. Halldór sagði stöðv- arnar tvær einoka aðganginn að fólki hér á landi og mikilvægt að fleiri kæmust að. „Að fólk um allt land eigi þess kost með nokkru öryggi að geta horft á fjölmiðil, fréttir frá sjónvarps- stöð, sem ekki er í fákeppni, heldur verður að sætta sig við að vera í opinni samkeppni og það erum við að gera með því að taka breiðbandið í notkun. Við erum að gefa fleiri aðilum kost á að reka sjónvarpsstöðvar." Guðmundur Arni Stefánsson, þingflokki Jafnaðarmanna, sem hóf umræðuna, lét hins vegar í ljós efasemdir um að milljarða fjárfesting Pósts og síma í breið- bandinu væri skynsamleg. Efasemdir um lögmann Sophiu Efasemdir um aðferð- ir lögmanus Sophiu Hausen, enda þvælist hennar mál endalaust í tyrkneska réttar- kerfinu á meðan norsk kona vinnur mál í Tyrklandi á skömmum tíma. Katrín Fjeldsted, læknir og skip- aður ráðgjafi af utanríkisráðu- neytinu í forræðismáli Sophiu Hansen, segir að málarekstur Mette Sollihagen Hauge í Tyrk- landi geti auldð líkurnar á viðun- andi lausn fyrir Sophiu. „Ef mál- in eru hliðstæð ættu áhrifin að verða jákvæð á málarekstur Sophiu. Eg legg hins vegar mik- ið upp úr að farið verði eftir ráð- gjöf utanríkisráðuneytisins í þessu máli,“ segir Katrín. Hauge, sem er norsk kona, vann nýverið forsjármál gegn tyrkneskum manni á tiltölulega stuttum tfma í Tyrklandi eftir að maður hennar stakk af með barnið til heimalandsins. Lög- maður hennar mun hafa unnið með ólíkum hætti og lögmaður Sophiu, Hasip Kaplan, og það vekur spurningar um hvort Kapl- an sé á rangri leið? Sérkennilcgt „Eg er ekki lögfræðimenntuð en ég hef heyrt þessa gagnrýni. An þess að ég vilji taka afstöðu til þess þá finnst mér þetta mjög langur tími sem hefur liðið og það er mjög sérkennilegt að mál- ið hafi gengið svona skrykkjótt fyrir sig,“ segir Katrín. En finnst henni ástæða til að Sophia íhugi lögmannsskiptir „Það er erfitt fundurinn sem Sophia átti við dætur sínar í desember í fyrra hefði aldrei orðið án afskipta ráðuneytisins. Katrín var við- stödd fund Sophiu með dætrun- um og hefur nú verið óskað eftir „Ég hef heyrt þá gagnrýni að lögmaður Soph/u kunni að vera á rangri leið. Það er mjög sérkennilegt hve málið gengur skrykkjótt fyrír sig, “ seglr Katrín Fjeldsted, læknir og skipaður ráðgjafi Sophiu i forræðismáli hennar. fyrir mig að tjá mig um það en það hafa komið upp efasemdir um að málið væri rétt rekið," segir Katrín. Ráðuneytið gert allt Utanríkisráðuneytið hefur haft töluverð afskipti af málinu frá árinu 1996 og að mati Katrínar hafa Halldór Asgrímsson utan- ríkisráðherra ásamt Olafi Egils- syni sendiherra gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að liðsinna Sophiu. Hún telur að því að hún og Ólafur Egilsson sendiherra beri vitni þegar næstu réttarhöld í sakadómi yfir Halim A1 fara fram vegna um- gengnisréttarbrota hans 5. febr- úar nk. Katrfn vill ekki upplýsa hvernig ástand dætranna hafi komið henni fyrir sjónir en segist hlíta niðurstöðu utanríkisráðu- neytisins hver sem hún verður. „Það hefur enn engin ákvörðun verið tekin um hvort ég muni bera vitni eða ekki,“ segir Katrín. - BÞ Ilaröiir árekstur á Hörgárbrú Harður árekstur varð á Hörgárbrú við Arnarneshrepp í gærmorgun. Þrennt var flutt á slysadeild úr annarri bifreið- inni og ökumaður hinnar bifreiðarinnar fann til eymsla og fór sjálfur á slysa- deild. Fólkið meiddist talsvert, en er ekki í lífshættu. Mannlaus bifreið rann af stað í Brekkugötu, fór í gegnum grindverk og trjágróður og endaðið á stúkunni við Akureyrarvöll. Þá lenti ung blaðburðarstúlka í því að hundur sem gekk laus glefsaði í hana. Hún meiddist ekki, en varð skiljanlega nokkuð óttaslegin. Eigandi hundsins er ófundinn, en lögreglan beinir þvf til hundaeiganda að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Þrennt var flutt á slysadeild eftir haröan árekstur á Hörgárbrú í gær. Skeljimgsbensín lækkar mn krónu Tvö olíufélaganna höfðu lækkað bensínlítrann seinnipartinn í gær. Skeljungur lækkaði þá lítrann hjá sér um 1 krónu, nákvæmlega jafn mikið og Olíufélagið hf., Essó, gerði daginn áður. Bensínafgreiðslu- maður hjá Olís vissi ekki til að bensínið hefði ennþá lækkað þar á bæ. VHja lægra verö á bjór og lé Hagsmunaaðilar í verslun og ferðaþjón- ustu hafa skorað á Friðrik Sophusson fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að verð á bjór og léttum vínum verði lækkað. I áskoruninni er bent á að kannanir hafi írekað sýnt að hátt verð á þessum vörum valdi erfiðleikum og rýri gildi kynningar og sölu á Islandsferð- um. Verð á bjór og víni sé gjarnan not- að sem viðmiðun um verðlag í ólíkum þjóðlöndum og sá samanburður sé Is- landi ákaflega óhagstæður. Samtök kaupmanna, Samband veit- inga- og gistihúsa, Verslunarráð og þrjár ferðaskrifstofur mótmæla þessu háa verði og hvetja fjármálaráðherra til að stuðla að lækkun þess. léttvíni Fríðrík Sophusson, fjármálaráðherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.