Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 11
T^vr FÖSTUDAGUR S. DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Börn í sovéskum fangabúdum 1943: „Á ávöxtum byltingarinnar skulu menn þekkja hana.“ Banværai mannkærleikur Af tilefni 80 ára afmælis valda- ráns bolsévíka í Petrograd hafa franskir sagnfræðingar sent frá sér um 850 blaðsíðna bók, undir titlinum Le livre noir du communisme - Crimes, terreur, répression. En það mundi út- leggjast: „Svartbók um kommún- ismann - glæpir, ógnastjórn, kúg- « un. I bókinni stendur að á þeim átta áratugum sem liðnir eru frá nefndu valdaráni, sem síðar var farið að kalla októberbyltinguna, hafi kommúnistar orðið um 100 milljónum manna að bana með ýmsum aðferðum. Bannhelgi rofin Um nákvæmni þeirrar tölu má efalaust deila, en það að komm- únistar hafi orðið fjölda manns að bana er ekki ný saga. Það sem mesta athygli hefur vakið um umrædda bók er að höfundar hennar jafna jllvirkjum komm- únista við illvirki nasista og fas- ista. A því að gera slíkt hefur hingað til hvílt bannhelgi. Enn mega margir ekki heyra það nefnt að illmennskan á bak við fjöldamorð nasista og kommún- ista hafi verið eitthvað áþekk hjá báðum. Kommúnistum til afsökunar í því samhengi hefur verið fært fram t.d. að kenningin hafi verið ólíkt betri hjá þeim en nasistum og „hugarfarið“ annað og skárra. „Nasisminn var mannhatur frá upphafi, en upphaf kommún- ismans var mannkærleikur," sagði Roland Leroy, fyrrum aðal- ritstjóri franska blaðsins L’Humanité, nýlega í sjónvarps- umræðu um Svartbókina. Stéphane Courtois, útgefandi Svartbókarinnar og til vinstri í stjórnmálum, spyr hins vegar hvort hugmyndafræði, sem hafi leitt af sér annað eins og sú kommúníska, geti talist saklaus af glæpum kommúnismans. Ign- azio Silone, ítalskur kommúnisti sem sneri baki við flokki sínum, sagði: „Á ávöxtum byltingarinnar skulu menn þekkja hana.“ Svart- bókarhöfundar segja þá Lenín, Hitler og Maó hafa átt það sam- eiginlegt að þeir hafi skarað fram úr í þvf að einfalda veruleikann fyrir sér. Annað sem þeir hafi átt sameiginlegt sé að allt frá því að þeir komust til valda hafi þeir hneigst að því að „leysa“ vanda- mál með morðum. Þeir hópar fólks, sem valdhafar þessir skil- greindu sem „vandamál,“ voru hins vegar a.m.k. sumpart mis- munandi; það var komið undir „nauðsyn" eða áráttum hvers valdhafa um sig. Stalín kennt uin allt Höfundar Svartbókar ráðast einnig gegn þeim vana, sem hef- ur verið algengur, að halda þvf fram að kommúnisminn sem slíkur hafi verið nokkuð góður Baksvið í Degi í gær var skýrt frá útkomu „Svart- bókar“ inii kommún- ismairn. Þar er því meðal aiiiiars haldið fram að stalínismiim hafi verið rökrétt framhald stjdrmmar- aðferða Leníns og Trotskís. Dagur Þor- leifsson fjallar hér frekar um hókina og deilur um hana. en stalínisminn hins vegar illur, enda afskræming á sönnum kommúnisma. Það er af og frá, skrifa höfund- ar Svartbókar og ýmsir sem um það rit fjalla í fjölmiðlum. Aðalá- stæðan til þess að Krúsjov, eftir- maður Stalíns sem aðalvaldhafi Sovétríkjanna, afhjúpaði Stalín í leyniræðu svokallaðri 1956, hafi verið sú að Krúsjov hafi viljað létta af samstarfsmönnum Stalíns - einkanlega sjálfum sér - ábyrgðinni á glæpum Stalínstím- ans, og jafnframt fría sovéska kommúnistaflokkinn og hetju- sögnina um byltinguna, sem völd þeirra félaga byggðust á, við alla sök á téðum glæpum. Það hafi Krúsjov gert með því einfalda bragði að yfirfæra svo til öll ill- virki sovéskra stjórnvalda frá októberbyltingunni til 1953 á reikning eins manns - Stalíns. En Nicholas Werth, höfundur kaflans um Sovétríkin í Svart- bókinni, segir ógnarstjórn Stalíns hafa verið beint og rökrétt fram- hald stjórnunaraðferða þeirra Leníns og Trotskís. Werth styðst í þessu við fyrir skömmu fram komin skjöl úr sovéskum skjala- söfnum auk rithöfunda eins og Arthur Koestler, George Orwell ogAleksandr Solshenítsyn. „Þúsundir nafnlausra graf- reita“ Lev Rasgon, sovéskur rithöfund- ur sem var 17 ár í gúlaginu, átaldi árið 1989 það sem hann kallaði almenna tilhneigingu til þess að horfa fram hjá eða gleyma glæpum kommúnismans. „Við [í Sovétríkjunum] höfum engin hryllingsvekjandi söfn eins og þau sem eru í Auschwitz og Mauthausen ... Hér eru þúsund- ir og aftur þúsundir nafnlausra grafreita sem fyrir löngu eru horfnir undir kjarr og gras.“ Hvorki í fyrrverandi sovétblokk né á Vesturlöndum fer mjög mik- ið íyrir áhuga á hryllingi komm- únismans. Fyrir kemur þó að einn og einn af gleymdu grafreit- unum, sem Rasgon talaði um, kemur í leitirnar. I skógum rússn- esku Karelíu, um 400 km norð- austur af Pétursborg, fundust í sumar fjöldagrafir með beinum um 9000 „óvina alþýðunnar", sem myrtir höfðu verið fyrir um 60 árum. Flestir þeirrá höfðu verið skotnir í hnakkann. Þannig fóru morðsveitir sovétstjórnar oft að. Grígoríj nokkur Níjasov, sem var í einni slíkri sveit, sagði Rasgon að á morgnana, áður en „vinna“ hófst, hefði hver mörð- sveitarmaður fengið fullt stórt staup af vodka og eftir „vinnu“ áfengi að vild. Níjasov sagði um síðustu viðbrögð þeirra sem voru líflátnir: „Margir þögðu alveg, en margir æptu að þeir væru komm- únistar og dæju saklausir ... Konurnar vældu og hjúfruðu sig hver upp að annarri." Þessar endurminningar höfðu aldrei staðið Níjasov fyrir svefni. Rasgon virtist hann hvorki vera „betri né verri en aðrir gamlir menn á eltirlaunum, sem sitja á bekkjum í almennings- görðum og horfa á börn leika Wiirnie Mandela neitar ásökunum SUÐUR-AFRÍKA - Winnie Madikizela- Mandela sagðist í gær ekki hafa fyrirskip- að nein morð á fólki sem grunað var um samstarf við hvítu minnihlutastjórnina á tímum aðskilnaðarstefnunnar, hvað þá að hún sjálf hafi framið eða tekið þátt í morð- um og líkamsárásum. Allar ásakanir í þá átt hljóti að stafa af ofsjónum eða ein- hverju þvílíku. Fullyrðingar fyrrverandi líf- varðar síns, Jerry Richardson, um að hún hefði gefið honum skipun um að myrða Stompei Seipei sagði hún hlægilegar og brjálæðiskenndar. Sjálf virtist hún hin rólegasta þegar hún svaraði spurningum lögfræðings síns við vitnaleiðslur Sannleiksnefndarinn- ar. Winnie segir ásakanir byggj- ast á ofsjúnum. Kosningar á Indlandi INDLAND - Forseti Indlands, K.R. Narayanan, leysti í gær upp þing landsins og greiddi þar með götu fyrir því að kosningar verði haldnar þar. Samsteypustjórn undir fosæti Indar Kumar Gurjals fór frá völd- um á föstudaginn, en það er þriðja ríkisstjómin sem setið hefur á Ind- landi á tveimur árum. Vangaveltur hafa verið um að hindúskir þjóð- ernissinnar gætu myndað nýja stjórn. Óvæntir endurfundir BRETLAND - Karl Bretaprins hitti í gær fyrrverandi skólafélaga sinn við heldur óvæntar aðstæður. Karl var að skoða miðstöð fyrir heimil- islaust fólk í London þegar einn hinna heimilislausu, Clive Harold, vatt sér að honum og sagðist hafa gengið í sama skóla og Karl fyrir 44 árum. Karli virtist nokkuð brugðið við þessa endurfundi. Vilja ekki að talað sé við Wei KINA - Kínversk yfirvöld kröfðust þess í gær að bandaríska ríkisstjórnin sjái til þess að embættismenn hennar hitti ekki kínv- erska andófsmanninn Wei Jingsheng að máli meðan hann er í útlegð í Bandaríkj- unum. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði Kínverja vera andvíga því að Bandaríkin noti Wei í þágu and- kínverskra hagsmuna. Öryggisráð í klípu SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er undir töluverðum þrýstingi að heimila írökum frekari sölu á olíu í skiptum fyrir matvæli til þess að hæta eitthvað úr skelfilegu ástandi írösku þjóðarinnar. Það setur Öryggisráðið hins vegar í vanda að írak- ar hafa endurnýjað kröfur sínar um að setja skilyrði fyrir starfi vopna- eftirlitsnefnda í landinu. Ný réttarhöld í Palmemálmu SVIÞJÓÐ - Klas Bergenstrand, ríkislögmaður Svíþjóðar, mun í dag fara fram á það við Hæstarétt landsins að réttað verði að nýju í máli Christer Pettersson sem grunaður er um morðið á Olof Palme, þá- verandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Pattersson hefur áður verið hæði dæmdur sekur um morðið og sýknaður. Talið er fullvíst að Hæstirétt- ur muni fallast á beiðnina, og reiknað er með því að réttarhöldin hefjist næsta sumar. Grunnskóla fyrir múslima hafnað NOREGUR - Borgarstjórnin í Osló samþykkti ekki að gefa leyfi sitt til þess að komið verði á fót sérstökum grunnskóla fyrir múslima í borginni. Þrátt fyrir það er talið hugsanlegt að ríkisstjórn Noregs veiti skólanum starfsleyfi. Fulltrúar Hægri flokksins og Kristilega þjóðar- flokksins, sem eru í stjórnarandstöðu í borgarstjórninni, sökuðu meirihlutann um mismunun gagnvart múslimum með afstöðu sinni. Jeltsín kveður Svía SVIÞJÓÐ - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, og eiginkona hans Naina luku opinberri heimsókn sinni til Svíþjóðar í gær með því að kveðja konimgsfjö 1 sky 1 duna með virktum. Fyrr um daginn hafði Jeltsín lagt blómsveig á gröf Olofs Palme.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.