Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 05.12.1997, Blaðsíða 2
Dggur F - v t> » tisnto?. sn.) tt a t> (i vn t 7 ö >1 2 -FÖSTUDAGUIi S.DESEMBER 1997 FRÉTTIR Það styttist i að tandsmenn skreyti stofujólatréð og voruHallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, og starfsmenn hans i miklum önnum í gær þegar Ijósmyndari Dags leit við í Kjarnaskógi. Alls verða milli 2000 og 3000 tré tekin úr reitum skógræktarfélagsins í ár. Mynd: Brink Stofuj ólatréð fer stækkandi Rauðgreni er söluhæsta íslenska tréð. Verð hefur staðið í stað frá 1993. Æ fleiri Islendingar kaupa lifandi jóla- tré að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, og fer ásókn í íslensk tré vaxandi. „Við höfum haldið okkar hlut og vel það þrátt íyrir vaxandi sam- keppni. Rauðgrenið er söluhæsta ís- lenska tréð og svo sækja bæði blágreni og stafafura á, einu barrheldu íslensku trén sem Islendingar geta ræktað. Þau sækja fram eftir því sem framboðið eykst, enda er það fyrst hin síðari ár sem við eigum eitthvert magn af blá- greni og stafafuru,“ segir Hallgrímur FRÉ TTAVIÐ TALIÐ en hann stefnir að sölu 2000-3000 trjáa fyrir jólin. Innfluttu tréu eru dýrari Og íslendingar vilja stærri tré en fyrr. „Já, meðalstofutréð fer stækkandi. Þannig eru vinsælustu trén í kringum 1,50 m en voru lengi vel um einn metri. Þess ber einnig að geta að verð íslensku trjánna hefur ekki breyst í 4 ár. Meðalrauðgrenitré kostar um 2.500 kr. en samsvarandi innflutt tré kostar um 4000 kr.,“ segir Hallgrímur. Markaðssvæði Skógræktarfélags Ey- firðinga er eðlilega að mestu leyti bundið við Eyjafjarðarsvæðið en nær vestur til ísafjarðar og allt austur á Vopnafjörð. Alls munu um 10 skóg- ræktarsvæði á landinu framleiða jóla- tré og er mest tekið í Skorradal í Borg- arfirðinum. Vantar lyktina og líflð Ölafur Sæmundsen hjá jólatrjáasölu Landgræðslusjóðs í Reykjavík segir að salan hefjist um næstu helgi. „Hún hefur haldist þrátt fyrir harðari sam- keppni og meira framboð af gervitrjám. Margir sakna einhvers þegar þeir fá sér gervitré, það vantar lyktina og Iífið í þau,“ segir Ólafur. Hvað stærðina varðar telur Olafur að efnahagsástandið hafi þar áhrif á hverjum tíma. „Ef þrengir að, kaupa menn minni tré og öfugt í góðæri. Svo einfalt held ég að það sé.“ — BÞ í heita pottinum í morgun var sagt frá því að Markús Örn Ant- onsson, framkvæmdastjóri út- varpsins, hafi talað eins og verð- andi útvarpsstjóri á fundi með starfsmönnuin á dögunuin. Jafn- framt er fullyrt að Markús sé ákveðinn í að sækja um, en frest- ur til þess rennur út 18. desem- ber. Og pottverjar eru sannfærður um að sæki Markús um eigi hann stöðuna vísa. Nema for- ysta Sjálfstæðisflokksins sé ekki emi búin að íyrirgcfa honmn að tapa borgimii til R-listans. Fullyrt er í heita pottinum að Davíð Björnsson, sem hætti ný- lega hjá Landsbréfum, taki við sem forstöðumaöur nýs fyrir- tækis á vcgum Landsbankans. Það taki við hluta af þeim verk- cfnuin sem Landsbréf hafi sinnt og þar verði um 30 starfsmenn. Heyrst hefur að Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstöðumaður Landsbréfa, sé ekki par hrifinn af að missa spón úr aski sínum. Einnig var fullyrt í pottinum í morgun að þessar breytingar verði gerðar opinberar í dag. Allir helstu fjölmiðlar landsins þustu í Hæstarétt í gær í þeirri von að hitta þar fyrir hinn uintal- aða Franklin Steiner, en gripu í tómt. Kveðinn var upp 20 mán- aða fangelsisdómur yfir Franklin að honum íjar- stöddum og fjölmiðlahaukarnir héldu svekktir af vettvangi. Franklin Steiner. Davíð Björns- son. Þorsteinn A. Jónsson fangelsismálastjóri ríkisins. Óvenjufáirfangarsitja nú inni ífangelsum landsins, en það segirenga sögu um að alvarlegum afbrotum hafi fækkað. Aðeins öifáir verða verri menn við áfplánun að matifangelsisstjóra. Hráefnisskortur í fangelsum landsms! — Eru fangelsi landsins „illa mönnuð" sem stendur, Þorsteinn? „Það orðalag er e.t.v. ekki til neinnar fyr- irmyndar, en ég hef þó sagt það í gamni að nú væri hráefnisskortur og Iítil nýliðun í geiranum! Jú, það er rétt, það hefur fækkað verulega." — Hve, mikið? „Nú sitja 99 fangar inni en í fyrra voru öll fangapláss meira og minna sneisafull. Við rúmum 138 fanga alls þannig að nú væri hægt að bæta við 40 föngum í fangelsin. Svo eru menn í afplánun hjá Vernd og í meðferð utan við þetta. Einnig má benda á að af þessum 99 sem nú sitja inni eru 14 gæsluvarðhaldsfangar og 5-6 til viðbótar að afplána vararefsingu vegna fésekta." — Hvaða skýringar eru á þessari fækk- un. Þýðir þetta að minna sé um alvarleg afbrot? „Nei, ég myndi alls ekki draga þá ályktun að alvarlegum brotum hafi fækkað. Þótt föngum fækki nú um 2ja-3ja mánaða skeið er það enginn grundvöllur til að dragá slík- ar ályktanir." Þetta þarf frekari athugunar við.“ — Fyrir hvað eru menn einkum settir inn á Islandi? „Ef litið er á síðasta ár þá sat tæpur helm- ingur fanga inni fyrir auðgunarbrot, þ.e.a.s. þjófnaði, gripdeildír og skjalafals. 16% fyrir umferðarlagabrot, 13% fyrir fíkniefnabrot, 8% fyrir kynferðisbrot, 6,5% fyrir önnur of- beldisafbrot en manndráp og 1,4% fyrir manndráp, sex einstaklingar alls. Það er engin sérstök ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi nú.“ — Samfélagsþjónusta er tveggja ára fyr- irhæri. Hefur hún reynst vel? „Já. Nú hafa um 100 dómþolar fengið að afplána allt að 3ja mánaða dóma og reynsl- an hefur verið mjög góð. Þeir þurfa að upp- fylla tilteldn skilyrði s.s. að sýna sæmilegan stöðugleika, þeir mega ekki eiga óafgreidd mál í kerfinu, brotið má ekki vera það alvar- legt að það stríði gegn almennum hagsmun- um - þannig koma kynferðisafbrotamenn og ofbeldismenn ekki til greina." — Hefur þjóðfélagið tekið þessum hópi fordómalaust? „Já. Svona hlutur gengur eklti nema sam- félagið fallist á það.“ — Hvernig er aðbúnaður fanga á Is- landi? „Eg held því fram að hann sé óvíða betri. í fyrsta lagi eru aðeins 2 eða 3 fangaklefar á landinu sem fangar þurfa að deila. Þeir eru í Hegningarhúsinu. Meirihluti fangaklefa er nýr, allir klefar með salerni og vaski, þeir eru af þokklegri stærð og aðstaða til vinnu og tómstunda í þokkalegu standi, nema þá á Akureyri og í Hegningarhúsinu. Þá eru heilbrigðismál í góðu Iagi.“ — Koma menn betri út úr fangelsum hér, en áður en þeirfara inn? „Ég svara þessu þannig að það eru mjög fáir menn sem koma verri út úr fangelsum en áður en þeir fóru inn.“ — bþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.