Dagur - 09.12.1997, Side 1

Dagur - 09.12.1997, Side 1
Svik á samningimi og pólitískt hneyksli að hnika til sem svarar 0,4% á milli ára, en lækkunin kæmi að Björn Grétar Sveinsson, formadur VMSi. Verkalýðsforystan og stj ómarandstæðingar saka ríkisstjómina iiin að svikja samn- inga, eftir að fjár- málaráðherra lýsti yfir að svo gæti farið að minna yrði úr skattalækkunum iiin áramót en hoðað hafði verið. „Þetta eru svik og pólitískt hneyksli. Við erum að tala um eitt af lykilatriðunum í forsend- um síðustu kjarasamninga en nú á tæknilegt atriði milli sveitar- stjórnanna og ríkissjóðs að verða leyst með því að svíkja íbúa landsins," segir Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSI. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði á Alþingi í gær að svo gæti farið að hluta af fyrir- hugaðri 1,9% lækkun tekjuskatts yrði frestað þar til síðar, ef ekki næðust samningar við sveitarfé- 'lögin um að þau tækju þátt í kostnaðinum. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta til að greiða fyrir kjarasamningum í febrúar og voru lög þar um afgreidd á vorþinginu. Ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að sveitarfélögin stæðu undir 0,4% af skattalækkununum, eða um 500 milljónum, en það var að sveitarfélögunum forspurðum. Forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa ekki verið til viðræðna um þetta og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður samtaka sveit- arfélaga, sagði í samtali við Dag fyrir nokkru að þau myndu aldrei láta þetta yfir sig ganga. „Það getur auðvitað gerst ef ekki næst samkomulag við sveitarfélögin um að þau leggi fram sinn hlut að það verði gerð- ar einhverjar breytingar á skatta- lögum þess vegna. Því get ég ekld svarað nákvæmlega á þess- ari stundu, en ef á þyrfti að halda kann að vera að það þyrfti sjálfsögðu fram á samningstím- anum,“ sagði Friðrik Sophusson á Alþingi í gær. Stórpólitísk tíðindi Stjórnarandstæðingar brugðust ókvæða við þessum tíðindum og sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja gerða samninga. Ogmund- ur Jónasson, Alþýðubandalagi og óháðum, sagði þetta stórpólitísk tíðindi, enda hefðu skattalækk- anirnar verið sagðar forsendur kjarasamninga. I sama streng tók Svavar Gestsson, flokksbróðir Ögmundar, sem benti m.a. á að forsætisráðherra hefði hælt sér aftur og aftur af þessum skatta- lækkunum. Agúst Einarsson, þingflokki Jafnaðarmanna, sagði ekki hægt að láta það bitna á þeim sem gerðu kjarasamninga í góðri trú, þótt ríkisstjórnin næði ekki sam- komulagi við sveitarfélögin. Björn Grétar segir að ráðherra hafi verið spurður á sínum tíma hvað myndi gerast ef ekki næðist samkomulag milli ríkisins og sveitarstjórna með skiptinguna. Þá hafi það loforð verið gefið að ríkið brúaði það bil, ntálið yrði leyst. Þetta er það síðasta sem maður átti von á að gæti komið upp. Við erum gáttuð,“ segir Björn Grétar Sveinsson. - bþ/vj Nýjung í jóla- trjáasölu Skógræktarfélag Eyfirðinga, sem og fleiri seljendur jólatrjáa, hefur bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða „vegg- og horntré“ til sölu sem eru ódýrari en venjuleg jóla- tré. Trén eru útlitsgölluð á ein- hverri hlið og henta því ekki sem miðpunktur á gólfum. Þar sem rými er takmarkað nýtast þau hins vegar vel og eins hafa þau verið keypt sem skreytingar utan dyra. Þessi tré eru flest hoggin í bröttum hlíðum. A myndinni er starfsmaður Skógræktarfélags Eyfirðinga við störf sín. Sala jólatrjáa hófst um síðustu helgi en sölutoppurinn verður þó að líkindum ekki fyrr en skömmu fyrir jól. — BÞ mynd: brink Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. ísland í myiil bandalagið? Það kann að vera skynsamlegt fyrir Islendinga að tengjast myntabandalagi Evrópu með einhverjum hætti þegar fram í sækir, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í grein í Degi í dag. Halldór segir þar að gjaldeyris- samstarfið verði „hagfellt fyrir Is- land ef það treystir stöðu efna- hagsmála í ríkjum ESB. Það fel- ur hins vegar í sér auknar kröfur til hagstjórnar hér á landi og svo kann að fara, þegar fram í sækir, að það verði skynsamlegt að tengjast gjaldmiðlasamstarfinu með einhverjum hætti. Þangað til er brýnt að búa í haginn heima fyrir með það fyrir augum að breytingarnar sem munu fylgja evróinu á alþjóðavettvangi nýtist innlendu efnahags- og at- vinnulífi sem best.“ Þarna kveður við talsvert ann- an tón hjá utanríkisráðherrra en hjá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra til þessa. Nýxtónn Forsætisráðherra var spurður um þátttöku í Evrópska myntbanda- laginu á Alþingi snemma á þessu ári og sagðist þá telja að Islend- ingar hefðu ekki hag af því að gerast aðilar að Evrópska mynt- bandalaginu. „Það yrði til þæginda fyrir olik- ur sem ferðamenn ef af mynt- bandalagi yrði í Evrópu," sagði Davíð. „Það gæti líka að mörgu leyti verið þægilegt fýrir okkur í viðskiptum, hins vegar gæti verið að samkeppnin yrði erfiðari á einhverjum sviðum. Það blasir hins vegar við í mínum huga að það er algerlega klárt að Island hefur ekki hagsmuni af því að gerast aðili að myntbandalag- inu.“ Seðlabankinn vinnur nú að at- hugun á áhrifum gjaldeyrissam- starfs Evrópusambandsríkja á ís- lenskt efnahagslíf. — VJ Sjíí bls 7. Vflrmaskiptar 82 7222 * BRÉFASÍUI 562 1024 Jólasveinn sakaður iun lögbrot Bls. 2

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.