Dagur - 09.12.1997, Síða 12

Dagur - 09.12.1997, Síða 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 LANDSPITALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Tölvunarfræðingar Verkfræðingar Kerfisfræðingar Tölvudeild Ríkisspítala óskar eftir startsmönnum í eftirtalin störf: 1. Kerfisfræðideild • Starfið felst í: • Greiningu og hönnun tölvukerfa í samvinnu við notendur, • útboðum og vali tölvukerfa, • verkefnastjórnun við aðlögun og uppsetningu og • eftirlit með framkvæmdum. Um er að ræða stór, flókin og fjölbreytt tölvukerfi þar sem nýjasta tækni er notuð til hins ítrasta. Reynsla af hlutbundinni aðferða- fræði er æskileg. 2. Tæknideild • Starfið felst í uppsetningu og viðhaldi á: • Novell Intranetware stýrikerfum og netbúnaði í staðar- og víðnetsumhverfi, • Unix stýrikerfum, • netumsjónarkerfum, • stórum Informix gagnagrunnskerfum, • vefþjónum, • skipulagi á miklum fjölda vinnustöðva (Windows 95, Mac ofl.) Störfin krefjast mikilla samskipta við notendur og viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að starfa með öðrum. í boði eru spennandi og áhugaverð störf í góðum hópi reyndra samstarfsmanna, með góðum framtíðarmöguleikum og fagmenntun í starfi. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingimundarson, forstöðumaður tölvu- deildar Ríkisspítala, í síma 560 2380. Skriflegar umsóknir sendist Tölvudeild Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir 22. desember nk. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna haldi Ríkisspítala, Pverholti 18 og í upplýsingum á Landspftala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. V__________________________________________________________/ AKUREYRARBÆR Sigurhæðir - Hús skáldsins Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri býður rithöfundum og/eða fræðimönnum á sviði hvers kyns orðlistar fullkomna skrifstofuaðstöðu til leigu á árinu 1998. Um er að ræða tvö herbergi með öllum nauðsynlegum búnaði - tölvu, prentara, síma, faxi, internettengingu, skanna, Ijósritun, pappír o.s.frv. - og hefur afnotagjald verið ákveðið 6.000 krónur á mánuði fyrir hvort. Þau leigjast til 1 -3ja mánaða í senn og gefst að öðru jöfnu möguleiki á framlengingu, sé hennar óskað í tíma. Athygli er vakin á því að hér er ekki um afnot af íbúð að ræða, heldur vinnu- aðstöðu í umhverfi sem ætti að geta orðið til andlegrar hvatningar þeim sem hafa hug á að fást við skriftir, en hefur til þessa e.t.v. vantað aðstöðu eða lítið næði gefist. Er því sérstaklega beint til heimamanna að hagnýta sér á þennan hátt hina nýju bókmennta- miðstöð sem reist er á gömlum grunni. Umsóknir, ásamt greinargerð um verkefnið og á hvaða tíma sá/sú kýs að njóta aðstöðunnar, sendist undirrituðum forstöðumanni fyrir 20. desember. Hann gefur jafnframt allar upplýsingar í síma milli kl. 14 og 16 virka daga aðra en mánudaga. Ljóðakvöld eru á Sigurhæðum alla miðvikudaga kl. 20.40-21.30. Þar flytur Erlingur Sigurðarson „íslands þúsund ljóð“ eftir valinkunn skáld frá ýmsum tímum. Aðgangur er öllum heimill og húsið opið frá kl. 20-22. Matthíasarstofa og neðri hæð hússins er einstaklingum og hóp- um opin til heimsókna á opnunartíma kl. 14-16 eða eftir þvi sem um semst. Eru fulltrúar hópa og þeir sem óska sérstakrar móttöku beðnir um að hafa jafnan samband við forstöðumann áður. Njálunámskeið hefst 12. janúar og verður vikulega til vors á mánudögum kl. 17.10-18.30 eða á öðrum tímum ef um semst og betur þykir henta. Þátttökugjald ákvarðast að nokkru af fjölda þátt- takenda en verður á bilinu 6.000-10.000 krónur. Væntanlegir þátttakendur skrái sig hjá forstöðumanni virka daga aðra en mánudaga frá kl. 14-16 fyrir 20. desember. Sigurhæðir - Hús skáldsins Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri Erlingur Sigurðarson, forstöðumaður Viðtalstími þriðjud.-föstud. kl. 14-16 Sími 462 6648, fax 462 6649, netfang: skald@nett.is ÍPRÓTTIR L. Grindvíkiiigar einir á toppnum Varnarleikur var ekki á dagskrá í leik Grind- víMnga og KR á siumudagiim. Liöin skoruðu samtals 214 stig. Haukamir töp- uðu sínum öðrum leik í röð, nú fyrir KFÍ. Þórsarar léku sinn besta leik á tímabil- inu. ÍR enn án sigurs í DHL-deildinni. Grindavík KR 117 97 Grindvíkingarnir héldu áfram að hitta eins og þeir gerðu í fyrri hálfleik og fengu svo sjö stiga sókn. Eftir það náðum við ekki í skottið á þeim aftur,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR, eftir að hafa tapað með 20 stiga mun í Grindavík á sunnudaginn. Vendipunktur varð í leiknum þegar ásetningsvilla var dæmd (óíþróttamannsleg villa eins og það heitir á körfumálinu) á Jermain Smith er hann reyndi að verja skot frá Konstantin Tzarts- aris. I kjölfarið fylgdi tæknivilla á varamannabekk KR, þar sem menn lýstu óánægju sinni með ásetningsvilludóminn. Grindvík- ingar skoruðu úr vítaskotunum fjórum og Darrel Wilson setti svo niður þriggja stiga körfu strax á eftir. Þessi sjö stig Grind- víkinga í einni og sömu sókninni var banabiti KR-inga. Það var frábærlega vel útfærð- ur sóknarleikur ásamt mistökum KR-inga sem lagði grunninn að þessum sigri heimamanna í Grindavík. Helgi Jónas Guð- finnsson fór á kostum og er að sanna sig sem einn albesti leik- maður DHL-deiIdarinnar. Kon- stantin Tzartsaris átti einnig frá- bæran Ieik sem og Darrel Wilson í seinni hálfleik þar sem hann skoraði 33 af 35 stigum sínum í Ieiknum. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari UMFG, var ánægður með sigurinn en ekki leikinn. „Vörnin var alveg hörmung. Svona varn- arleikur dugir ekld gegn sterkari liðum. Sóknin svínvirkaði og skotin duttu. Með þennan mannskap í þessari stöðu bjóst ég við KR-ingum mun grimmari. Nýi Kaninn þeirra er mjög góður. Hann er náttúrulega enginn leikstjórnandi en þegar hann verður kominn í gott form verður hann drjúgur." Baldur Ólafsson stóð sig vel hjá KR þó ekki réði hann við Grikkjann að þessu sinni. Jerma- in Smith stóð sig líka mjög vel sem og Ingvar Ormarsson sem sjaldan bregst. Skallagrúnur - ÍR 76 - 71 Það ætlar illa að ganga hjá IR- ingum að innbyrða sinn fyrsta sigur. Þeir máttu lúta í lægra haldi fyrir baráttuglöðum Borg- nesinguin sem unnu sanngjarn- an sigur á lánlausu Breið- holtsliðinu, 76 - 71, í Borgarnesi á sunnudagskvöldið. Ljósi punkturinn hjá ÍR er þó sá að nýi leikmaðurinn þeirra, Kevin Grandberg, virðist falla vel að leik Iiðsins og hann er betri varnarmaður en fyrirrennari hans. Með þessum sigri forðuðu Skallarnir sér af mesta hættu- svæðinu í deildinni. En þeir verða þó að Ieika betur ef þeir ætla að gulltryggja stöðu sína í deildinni. ÍA UMFN 80 75 Barátta og aftur barátta ein- kenndi leik IA og Njarðvíkinga. Leikurinn var í járnum frá upp- hafi til enda og jafnt, 38 - 38, í hálfleik. ITeimamenn héldu haus allan tímann og náðu að hala inn sigurinn á síðustu metrunum. Skagamenn eru nú komnir með 10 stig og eru þar í góðum fé- lagsskap meö Keflavík og Njarð- vík. Valur - Tindastóll 64 - 85 Reykjavíkurmeistararnir í Tinda- stóli voru ekki í vandræðum með Valsmenn á Hlíðarenda. Þeir höfðu yfirhöndina allan tímann og riðu úr hlaði með stigin tvö sem í boði voru. Með sigrinum færðust Stólarnir í annað sæti deildarinnar ásamt Haukum. Bæði liðin hafa tapað tveim leikjum og eru með 14 stig. Haukar - KFÍ 89 95 Það var ótrúlega auðveklur sigur, og mun öruggari en lokatölurn- arsegja til um, sem KFI vann á Haukunum á heimavelli þeirra í Strandgötunni. Allt gekk upp hjá ísafjarðarliðinu og það fór Óskar Kristjánsson, sem verið hefur einn af máttarstólpum körfuknattleiksliðs KR undan- farin ár, er hættur hjá félaginu og æfir nú með Grindvíkingum. Óskar hefur verið óánægður hjá KR í haust og telur að staða liðs- ins sé mun verri en hún þurfi að vera. Þegar Dagur spjallaði við Óskar á dögunum sagði hann það rétt að hann væri hættur að leika með KR. „Eg er keppnis- maður og mig langar til að vinna leiki. Ef aldrei eru gerðar breyt- ingar á liði sem alltaf tapar miss- greinilega mjög í skapið á heima- mönnum sem töpuðu sínum öðrum leik í röð. Þeirra jafnbesti maður, Sigfús Gizurarson, fékk sína fimmtu villu strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það réðu Haukarnir ekkert við gesti sína. Ólafur Jó n Ormsson fór á kost- um og setti niður 5 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Bevis og Marco Salas áttu einnig fínan leik. „Sigurinn var góður og hefði getað orðið mun stærri. Við lék- um bara svo skelfilega illa í rest- ina,“ sagði Guðni Guðnason, þjálfari KFÍ. „Þeir gátu ekki sett tvo menn á skytturnar okkar því þá voru stóru mennirnir alltaf lausir. Við komum líka tilbúnir í Ieikinn og hittum mjög vel úr- þriggja stiga skotunum og við það er mjög erfitt að eiga.“ Friðrik Stefánsson, Iandsliðs- maður ísfirðinga, átti mjög góð- an leik. Hann missti þó stjórn á skapi sínu rétt fyrir leikslok og gekk í skrokk á Pétri Ingvarssyni. Kristinn Óskarsson, annar dóm- ara leiksins, rak hann réttilega, umsvifalaust af leikvelli. Það get- ur reynst hinu stórgóða liði hans dýrkeypt þegar hann tekur út leikbann sitt. „Friðrik Ieikur með hjartanu og sést því ekki alltaf fyrir,“ sagði Guðni þjálfari hans eftir leikinn. Hann þarf að leika bæði með hjartanu og höfðinu. Það gerir hann að enn betri leik- manni. — GÞÖ ir maður áhugann. Auðvitað þurfa allir, bæði leikmenn og þjálfari, að líta í eigin barm og athuga hvað aflaga hel'ur farið. Hjá KR hafa menn ekki séð ástæðu til að breyta neinu. Það eru alltaf sömu mennirnir sem leika allan leikinn. Frammistaða þeirra skiptir ekki máli.“ Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari UMFG, sagðist vera mjög ánægður að fá Óskar í sitt lið. „Hann styrkir hvaða lið á land- inu sem er,“ sagði Benedikt. - GÞÖ Oskar tilUMFG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.