Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 1
r Menn ársins eru afreksnienn! Dagur kýs björgimar- meim Landhelgisgæsl- imnar menn ársins. 39 manns var bjargað úr sjávarháska á að- eins 5 dögum. Frétta- annáll ársins hefst á bj örguiiarþyrluimi Líf og áhöfn hennar: Með nokkurra daga millibili í marsmánuði vann Landhelgis- gæslan hreint ótrúleg björgunar- afrek í þremur skipssköðum. 5. mars á hádegi strandaði risaskipið Vikartindur skammt undan strönd Þjórsárósa. Skip- stjórinn bað ekki um neyðarað- stoð fyrr en um kvöldið og þá var komið í þvílíkt óefni að mann- skapnum var öllum stefnt í voða. Þyrluáhöfn LIF-ar vann það af- rek að bjarga 19 mannslífum við erfiðar aðstæður en skömmu áður hafði skipverja tekið út af varðskipinu Ægi sem hafði kom- ið Vikartindi til hjálpar. Skipverj- inn Iést. Aftur á vettvang Fjórum dögum síðar vann þyrlu- áhöfn TF-LÍF-ar annað stórafrek þegar Dísarfellið sökk í hafið, djúpt suðaustur af landinu. Þyrl- an komst að milli hríðarbylja þar sem áhöfnin var bundin saman á floti innan um brak og olíu í úfn- Komnir úr frækinni för. Á fimm dögum bjargadi TF-LÍF 39 manns. Dagur útnefnir alla sem stóðu að þeim aðgerðum menn ársins. - mynd: s ' iV «■ ■' tf _ ',e ÆK P 'W ' V ; ‘ f “ Cáí- '•• y$ um stórsjó í náttmyrkri. Auðunn F. Kristinsson sigmaður fór nið- ur í taumi og tókst að koma björgunarlínu til skipverja en þeir höfðu þá barist í 2 ldukku- stundir fyrir lífi sínu í hafinu. „Mennirnir köstuðust til og frá í öldurótinu eina tuttugu til þrjá- tíu metra. Þegar aldan skall á þeim þurftum við að leita þá uppi,“ sagði Benóný Asgrímsson, skipstjóri þyrlunnar. Alls bjargaði þyrluáhöfnin 10 manns úr Dís- arfellinu en tveir voru látnir þeg- ar hjálp barst. Og enn lagt i’ann Sagan var ekki öll. Aðeins tveim- ur dögum síðar fórst Þorsteinn GK suður við Krýsuvfkurbjarg. Báturinn var aðeins um 150 metra frá landi og aðstæður mjög erfiðar. Enn var LIF kölluð út og tók áhöfnina tvær atrennur að bjarga 10 manna áhöfn, öll- um sem um borð voru í skipinu. Alls bjargaði því Landhelgisgæsl- an 39 sjómönnum á 5 dögum sem er einstætt afrek í veraldar- sögunni á svona skömmum tíma við þetta erfið skilyrði. Dagur kýs björgunarmenn Landhelgisgæslunnar tvímæla- Iaust menn ársins og stendur þjóðin öll í þakkarskuld við þá. Raksápa ógnar korluin Close með hár úr Kjós? „Close með hár úr Kjós?“ var uppsláttarfyrirsögn á forsíðu blaðsins 10. janúar sl. Jú, hin heimsfræga leikkona Glenn Close skrýddist hárkollu í bíó- mynd sem unnin var úr íslensk- um sauðagærum. Gærurnar komu frá Skinnaiðnaði á Akur- eyri. Komu sauðagærurnar úr Kjós? Við því mun aldrei fást svar, en ljóðræna blaðamanns og rímlöngun varð öðru fremur uppspretta fyrirsagnarinnar. íslenskar rollur lögðu til lokka leikkonunnar. Stærri hrjóst og minni kynfæri vegna hreinlætisbrjálæðis? 25. junúar, Reykjavtk. Islensk karlmennska er í hættu. Dagur upplýsti á árinu að hreinlætisvörur, s.s. rakspíri, raksápa og hárþvottalögur, gæti minnkað frjósemi, stækkað brjóst og minnkað kynfæri karla. Efni í þessum vörum líkja eftir kvenhormóninu estrógen og eins og alþjóð er kunnugt eru Islend- ingar hreinlætisbrjálaðir, karl- menn ekki síður en konur. Reynir Tómasson kvensjúk- dómasérfræðingur sagði í sam- tali við blaðið að vitað væri að þessi efni færu í gegnum húðina og frjósemi karla á Vesturlönd- um færi sannarlega minnkandi. Hins vegar hefur ekki verið rannsakað hve mikil áhrif „snyrtipinnaáráttan“ hefur. Islenskum karlmönnum til hugarhægðar sem vilja halda fast í rakspírann sinn, skal þó bent á að enn sem komið er virðist fijó- semi þeirra ekki á miklu undan- haldi. Islenskar konur fæða að meðaltali mun fleiri börn en kynsystur þeirra í nágrannalönd- unum. Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum Nk#1 Reiknaðu með SP-FJARMOGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi S88-7200 • Fax S88-7201 Það tekur aóeitts einn virkan þinum til skila Nvtt símanúmer 4 6 0 2 5 0 0 n SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA Skipagata 9 • Pósthólf 220 • 602 Akureyri +

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.