Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 4
20- MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997
ANNÁLL 97
Hæstiréttur hafnaði
upptöku Geirfiimsmáls-
ins
Hæstiréttur hafnaði í júlí beiðni Sævars
Ciesielski um endurupptöku Geirfinns og
Guðmundarmála. Sitt sýndist hveijum um
niðurstöðuna og var m.a. efnt til mótmæla-
funds í Reykjavík. Nú hefur verið ákveðið að
vísa endurupptöku málsins fyrir mannrétt-
indanefndina í Strassborg. Fyrr á árinu var
sýnd heimildarmynd eftir Sigurstein Másson
um þessi sakamál sem einnig vakti mika at-
hygli.
Þorskkvóti stóraukinu
Hafrannsóknastofnun lajgði til á árinu að þorskkvóti yrði stóraukinn
frá því sem verið hefur. Arið 1998 mun Ieyfilegt að veiða 218 þúsund
tonn sem er 17% aukning frá fyrra ári. Þessari ákvörðun var fagnað
mjög hjá útgerðum og þykir fiskveiðistjórnun hafa verið markviss að
undanförnu hvað þorsldnn varðar a.m.k.
Þyugsti dómurixm fyrir
hamaníð
Roy Svanur Shannon, 53 ára karlmaður á
Akureyri, var 22. apríl dæmdur í 4ra ára
óskilorðsbundið fýrir margþætt kynferðis-
brot á sex stúlkubörnum frá árinu 1991-
1996. Þetta er einn þyngsti dómurlslands-
sögunnar fyrir kynferðisafbrot. Shannon
áfrýjaði ekki. Mynd 23. apríl.
Ný stjómmálasamtök
Ný stjórnmálasamtök urðu til á stofnfundi í Loftkastalanum í
Reykjavík með tilkomu Grósku. Stofnfélagar voru um þrjú þúsund og
áttu ungliðahreyfingar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks formlega
aðild að samtökunum en auk þess stóð Röskvufólk að aflinu,
Kvennalisti, Þjóðvaki ofl.
Himdur drepiim
Áragamlar erjur í fjölbýlishúsinu Neðstaleiti 1 í ReykajMk vegna
gæludýrahalds fengu dramatískan endi 16. maí þegar maður á átt-
ræðisaldri Ienti í átökum við hundaeiganda og skömmu síðar fann
lögreglan hundinn dauðan á heimili mannsins. Maðurinn bar við yf-
irheyrslur að hafa tekið hundinn en sagði hann sjálfan hafa veitt sér
áverkana með því að hlaupa á veggi og láta eins og vitlaus væri. Mál-
ið var kært til lögreglu.
Bjarni Tryggvason geimfari.
Út í geimiim
Fyrsti Islendingurinn til að fara út í geiminn,
Bjarni Tryggvason, reyndist þegar upp var
staðið Kanadamaður. En með miklar taugar
til Islands. Forseti Islands var viðstaddur
geimskotið og þjóðin eignaði sér hlut í
Bjarna, enda á hann ættir að rekja til
Norðurlands. Viðmælendum nær og Ijær
kom saman um að hann hefði alltaf verið
efnispiltur og hvers manns hugljúfi, nóg var
af góðum vitnisburði um geimfarann!
Ungmeimafélagsvínandi
Borgarnesi, 8. júlt
Ungmennafélagsandinn á Landsmótinu í Borgarnesi iitaðist áfengi í
sumar og vakti ölvun, óspektir og ryskingar hneykslan margra skv.
frétt blaðsins. „Ég var alveg gapandi hissa á þessu,“ sagði fram-
kvæmdastjóri mótsins, Kristmar Olafsson. Vfsa þurfti hluta kepp-
enda burt af mótssvæðinu og þótti íþróttafólk setja niður.
„Gamla fólkið fór að
gráta“
Ragnheiður Clausen sjónvarpsþula stóð í
ströngu þegar gamla fólkið á elliheimilunum
fór að gráta. Sjónvarpsþátturinn „Þorpið"
var felldur niður þar sem framlengja þurfti
einhvern körfuboltaleik. Skiptiborð Sjón-
varpsins Iogaði vegna kvartana og þurfti
_ . Ragnheiður að bregða sér í hlutverk sálfræð-
Raanheiður Clausen. . ,. , , , , ,
---------- íngs tu að lina kvalir landsmanna!
KA varð /slandsmeistari i handbolta eftir hrikaiega spennandi úrslitakeppni og spádóma Þorleifs Ananíassonar um iiit gengi
vegna Dags-Timans.
Dags er sárt saknað
DagiLr-Tímiim varö
Dagur á árinu og KA
varð íslandsmeistari
en samhengið er öllum
hulið. Nemahöfundi
eftirminnilegasta les-
endahréfs ársins.
Maðurinn heitir Þorleifur Anan-
íasson og blaðagrein hans: „Dags
er sárt saknað," vakti mikla at-
hygli. Þorleifur virtist kenna
sameiningu Dags og Tímans um
lélegt gengi KA (á þessum tíma-
punkti) í handbolta og skrif hans
um ritstjóra Dags-Tímans vöktu
einnig lukku hjá mörgum: „Feng-
inn var uppþornaður skemmti-
kraftur úr Reykjavík til þess að
ritstýra hinu nýja blaði og blanda
þeim saman á einn hátt, þ.e.a.s
að gera eitt blað úr tveim. Ekki
vafðist blöndunin fyrir kappan-
um, en hún varð þó í sömu hlut-
föllum og „róni“ myndi blanda
vodka í kók þar sem vodkinn
samsvaraði Tímanum." Fóru
fjölmiðlarýnar víða um land nú
að fylgjast grannt með hand-
bolta.
Fylgst með KA
A ritstjórn Dags (-Tímans) varð
mikill léttir þegar KA varð Is-
landsmeistari eftir eina mest
spennandi úrslitakeppni síðustu
ára. Kóngur bæjarins, Alfreð
Gíslason þjálfari, hvarf til sams
konar starfa í Þýskalandi, en ör-
Iög blaðsins og Þorleifs Ananías-
sonar voru fráleitt ráðin. Um
sumarið voru flokksblöðin Al-
þýðublaðið og Vikublaðið lögð
niður og gert samkomulag um að
efla Dag-Tímann, sem stytti nafn
sitt í DAG. Dags var samt sakn-
að því Þorleifur gerðist íþrótta-
fréttamaður á nýju blaði sem
heitir Vikudagur. Þó virðist KA
spila álíka vel og áður.
Eyðilögöu sönnimar-
gögn förbylgjuofni
Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsakaði meinta spillingu á
blóðsýnum sem send voru frá
Lögreglunni í Vestmannaeyjum á
Þorláksmessu til Rannsókna-
stofnunar Háskólans í lyfjafræði.
Þegar blóðsýnin bárust Háskól-
anum var búið að vinna á þeim
skemmdarverk og að Iíkindum
hafði þeim verið stungið í ör-
bylgjuofn með þeim afleiðingum
að þau urðu ónýt. Málið þótti
mjög vandræðalegt fyrir Iögregl-
una en alls komu fimm örbylgju-
ofnar til greina á leiðinni frá lög-
reglunni í Eyjum til rannsókna-
stofunnar. Olvuðu ökumennirnir
sluppu með skrekkinn, ekki var
hægt að svipta þá ökuleyfi, en
talið var að þeir fengju sekt.
Kvóti í sMlnaðarmáli
Togari á sjó: „Sameign" eða forréttindi? Kvótamálið er deilumál ársins og nú
komið inn í hjónaherbergin.
„Sameign þjóðarinn-
ar“ var hitbein ársins.
Harðar deilur um
kvótann, líka í skiln-
aðarmálum.
5. september
Dagur-Tíminn reið á vaðið í
haust með fyrstu fréttir af skiln-
aðarmáli þar sem eiginkona út-
gerðarmanns gerir 130 milljóna
króna kröfu í fiskveiðikvóta. Hún
krafðist 50% kvótans og var um
algjört einsdæmi að ræða á ís-
landi. Ólafur Birgir Arnason hrl.
sagði í viðtali við blaðið að þetta
dæmi sýndi að litið væri á fisk-
veiðikvótann sem eign. Allur
kvóti landsmanna er talinn jafn-
virði 150 milljarða króna.
Pólitíkin líka
Kvótamálið var líka rökrætt af
hita í öllum málstofum og fjöl-
miðlum landsins. Helstu and-
stæðingar tóku dæmi af því að
„sameign þjóðarinnar" væri að
færast á færri hendur og verða
eignarígildi útgerðarmanna.
Krafa um útboð, leigu, veiðigjald
eða einhvers konar leið til að ná
„afrakstrinum af auðlindinni til
þjóðarinnar" verður háværari. A
móti er bent á að arðsemi í sjáv-
arútvegi hafi aldrei verið meiri,
vegna kvótakerfisins, en atvinnu-
vegurinn standi ekki undir frek-
ari álögum.