Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 3 l.DESEMBER 1997 - 21 rD^ftr ANNÁLL ’97 TugmiHjónir í kynlífssögur Glorsoltnir á kynlífs- sviðimi reyna lands- iiieim að fá næringu símleiðis. 13. se'ptember Algjör sprenging varð í ásókn landans í svokallaðar erótískar símalínur. Þannig upplýsti fram- kvæmdastjóri Rauða torgsins í blaðinu að allt að 800 íslending- ar myndu hringja á dag í Rauða torgið til að hlusta á kynlífssögur en dýrt er „drottins orðið“ þar sem mínútan kostar á sjöunda Einhver af símadömunum okkar! „Helsta skammdegisyndið: Leyfðu mér að ieika við þig!" tug króna. Mörgum þótti sem auglýsingar af eggjandi stúlkum væru orðnar of áberandi og mót- mæltu þessari þróun. Kynlífsá- hugi Islendinga spurðist út á ár- inu og fóru erlend fyrirtæki að sýna þessum nýja markaði aukinn áhuga. Nekt til sýnis Þá kom einnig í Ijós mikil eftir- spurn eftir nöktum kven- mannskroppum. Innflutningur hélt áfram frá öðrum ríkjum og þá reyndu íslenskar stúlkur að rétta af þjónustuhallann við út- Iönd með því að hátta líka. Ekki fékkst úr því skorið á árinu hvort þær dilla sér með listrænum eða dónalegum hætti, en dansstað- irnir voru í kastljósi Qölmiðla fyr- ir eitt og annað umdeilanlegt at- hæfi innan húss og utan. Sprengt í gegn Halldór Blöndal samgönguráð- herra sprengdi síðasta haftið í Hvalfjarðargöngunum 3. októ- ber og óku síðan fyrstu bílarnir í gegnum göngin. Göngin verða opnuð um miðjan júlí næsta ár og hefur framkvæmdin gengið mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umdeild heimsókn Kínverjar urðu æfir eftir að ís- lendingar tóku á móti varafor- seta Taívans; bauð forsætisráð- herra honum í kvöldverð. Mál- ið komst á alvarlegt stig þegar Kínverjar ræddu um að kalla ræðismann sinn til baka frá ís- landi og fór sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins til Kína þar sem reynt var að bera klæði á vopnin. Pólitískur fráttastjóraslagur Harður slagur varð um stöðu fréttastjóra Sjónvarps eftir að Bogi Agústsson tók sér tíma- bundið frí til að sinna öðrum störfum innan RUV. Þegar upp var staðið hreppti Heigi H. Jóns- son hnossið. Starfsaðferðir út- varpsráðs voru mjög umdeildar í málinu enda þóttu vinnubrögð bera sterkan keim af pólitískum hrossakaupum. Landsmenn sýndu Hallbirni Hjartarsyni kántrýkóngi frá Skagaströnd mikinn samhug eftir að Kántrýbær brann aðfaranótt 22. október. Húsið eyðilagðist en Hallbjörn var ákveðinn í að gefast ekki upp og er ákveðinn í því að endurreisa staðinn og útvarps- stöð sem hann hefur starfrækt. Daginn eftir að Kántrýbær brann: Hallbjörn Hjartarson með Katrínu Ingu Hólmsteinsdóttur barnabarni sínu fyrir framan Kántrýbæ. Nýr biskup kjörinn Reykjavík, 9. september Nýr biskup segist ekki vera jafnoki föður síns að neinu viti. Ólafur Skúlason kveður um áramótm. Kosningu um nýjan biskup lauk í september og var Karl Sigur- björnsson kosinn með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Auk hans buðu sig fram Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og sr. Gunnar Kristjánsson. Faðir Karls, sr. Sigurbjörn Ein- arsson, var einnig biskup. Karl Feðgarnir S/gurbjörn Einarsson og Karl Sigurbjörnsson við h/n sögulega tima- mót þegar Karl var vigður til biskups. Úlafur Skúlason fráfarandi biskup er fyrir miðju. var spurður hvort honum fyndist erfitt að feta í fótspor hans. „Eg ber mig ekki saman við föður minn. Ég er ekki jafnoki hans að neinu viti. En ég tel mig njóta góðs af því sem ég lærði af hon- um og móður minni. Það er ómetanlegt veganesti og hefur verið mikil blessun í mínu lífi. Ég treysti að það fylgi mér enn í þessu nýja hlutverki," sagði nýi biskupinn. Olafur Skúlason biskup lét af embætti síðar á árinu og verður valdatíð hans að teljast umdeild. Hann var borinn þungum sökum sem lituðu seinni hluta biskups- ferils hans og hefði að Iíkindum setið lengur ef honum hefði ver- ið það vært. Baldur Kristjánsson í iyftunni sögulegu. Hann lætur senn af embætti biskupsritara þegar Karl Sigurbjörnsson tekur við, og hefur verið orðaður við starf upplýsingafulltrúa kirkjunnar. Lokast inni í lyftu Reykjavík 20. júní „Það voru engar persónur Snjólaugar Bragadóttur skáld- konu heldur helstu ráðamenn þjóðarinnar sem Iokuðust inni í lyftu á Biskupsstofu, Laugavegi í fyrradag.“ Þannig byrjaði frétt blaðsins af sérstæðri uppákomu þegar allir handhafar forsetavalds máttu dúsa inni í bilaðri Iyftu á Bisk- upsstofu. Um var að ræða Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson forseta ís- lands, Olaf G. Einarsson, for- seta sameinaðs þings, forseta Hæstaréttar, Harald Henrysson og Baldur Kristjánsson biskups- ritara. Þeir voru að koma af und- irbúningsfundi fyrir 1000 ára af- mæli kristnitökunnar árið 2000. Um 15 mínútur liðu í litlu súrefni áður en hjálp barst. Herðatré og helgar bækur voru notuð til að mynda loftglufu en reyndust taugar manna góðar skv. fréttinni. Baldur Kristjáns- son biskupsritari var spurður hvort takmörk væru fyrir því hvað ein lyfta gæti borið valda- mikla menn. „Já, hún ræður ekki við þá svona valdamikla. Það stendur á lyftunni að hún taki 5 manns eða 375 kíló. Það er svo- lítið umhugsunarefni því að fimm karlmenn eru miklu meira en 375 kíló. Sérstaklega ef þeir eru svona ofboðslegir þungavigt- armenn! Annað hvort er þetta japanskur staðall eða þá að menn fmynda sér að í öllum hópum sé a.m.k. ein kona og eitt barn, e.k. módelsfjölskylda. En það nær engri átt því eins og all- ir vita eru það fílefldir karlmenn sem sitja t.d. í nefndum á vegum kirkjunnar," sagði Baldur. Heilinn bilar síður í sveitamöimum Rannsókn fjögurra öldrunarlækna leiddi f Ijós að aldraðir í sveitar- samfélagi hafa mun meiri vitræna getu en í sjávarplássum á lands- byggðinni. Heilabilaðir reyndust um tvöfalt fleiri við sjóinn. Þetta mátti lesa um á forsíðu Dags og var varpað fram þeirri spurningu hvort íslensk bændamenning leiddi til meiri vitrænna hæfileika en ís- lensk sjómenning. Hver er skíðamaður ársins? Eitt mesta afrek einstaklings í íþróttum hérlendis var unnið í nóvember þegar Kristinn Björnsson skíðamaður náði þeim frábæra árangri að verða ann- ar í heimsbikarmóti á skíðum. Við spyrjum: Hvað kallast Kristinn í Olafsfirði í daglegu tali? Svar: Kiddi Bubba. Hvað annað? Kristinn Björnsson. Jólasvemar í vondum málum Það lá nærri að jólasveinarnir sem sóttu Akureyringa heim þegar kveikt var á trénu við Ráðhústorg í desember, yrðu sóttir til saka. Sveinunum láðist nefnilega að fá sérstakt leyfi Iögregluyfirvalda til að halda sýningu á lambhrúti einum sem þeir höfðu með sér og brugð- ust dýraverndaryfirvöld illa við. I fyrstu stefndi í að sveinarnir yrðu kærðir en þeir sluppu með aðvörun. Jólasveinar hafa orðið fyrir gagn- rýni víða um heim að undanförnu vegna misheppnaðrar framkomu. Einna frægast varð þegar breskur sveinn sló barn í stórmarkaði ný- verið. Jólarjúpur voru ódýrar Ovenjumikið framboð var af rjúpu fyrir þessi jól og hrundi verðið niður fj'rir 400 krónur og það fyrir hamflettan fugl. Fyrir nokkrum árum slagaði verð fyrir rjúpu hátt upp í 1000 krónur. Kenna sölu- menn þeim verðtoppi um að landsmenn hafi tileinkað sér aðra jólafugla og ódýrari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.