Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 2
18- MIDVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 ANNÁLL ’97 L Raimsókn á fíknó 18. mars „Ríkissaksóknara verður að Iík- indum falið að kanna ásakanir um að umfangsmikill fíkniefna- sali starfi nánast í skjóli fíkni- efnalögreglunnar." Þannig hófst frétt blaðsins 18. mars sl., daginn eftir að þing- menn tóku upp á Alþingi ásakan- ir sem birtust í tímaritinu Mann- Iífi á hendur lögregluyfirvöldum vegna Franklíns Steiners. Þetta var upphafið á viðamikilli rann- sókn sem leiddi í ljós mikil van- höld innan lögreglunnar. Alvar- Þorsteirm Pálsson: iét rannsaka en ekki talið tilefni tii aö hreyfa frekar við máiinu. Ieg fíkniefnamál höfðu „týnst" eða „gleymst". Gagnrýni Málið vakti í heild sinni mikla athygli og kveikti spurningar um stöðu og starfshaetti innan Iög- reglunnar og dómskerfisins. Skýrsla sérskipaðs saksóknara hefur ekki verið birt, en vakið hefur athygli að margir þeirra sem rannsakaðir voru eru nú í æðri stöðum en áður hjá lögregl- unni. Óþverralegt að einrækta íóLk 26. febrúar Þessi fyrirsögn er tilkomin vegna fregna af einræktun Skota (eða klónun) á kindinni Dollý. Fregnirnar vöktu mikla athygli og mismikla hrifningu. „Halldór Laxness sagði að sauðkindin væri ógæfa íslenskrar þjóðar. Nú eru Skotar að gera sauðkindina að ógæfu alls mannkyns með því að búa til Dollý,“ sagði dr. Kári Stefánsson hjá Islenskri erfða- greiningu í samtali við Dag- Tímann. Kári sagði að hugmyndin væri hættuleg, ósiðleg og óskynsam- Ieg og byði upp á margs konar möguleika á misnotkun „vegna þess að um leið og maður er bú- inn að búa til manneskju þá á hún rétt til lífs,“ sagði Kári. Heppnasti maður ársins? 13. febrúar Vestmannaeyingurinn Jó- hann Sveinn Sveinsson var með ólíkindum heppinn þegar hann kom af dansleik og skrik- aði fótur við hlið jeppabifreiðar sem ók yfir höfuð Jóhanns. Hann hlaut skurð á höfði og heilahristing en fékk að fara heim eftir nokkra daga.“ „Jeppabíllinn hafði verið að bíða eftir því að ég færi yfir göt- una en ökumaðurinn tók ekki eftir því þegar ég datt. Eg lenti á hlið með hægri vangann í göt- unni beint fyrir framan aftur- dekkið á bílnum. Andlitið sneri beint að dekkinu og ég horfði því í dekkið þegar bíllinn ók af stað og dekkið fór yfir andlitið. Eftir þetta man ég ekkert fyrr en ég vaknaði á sjúkrahúsinu," sagði Jóhann Sveinn í Degi- Tímanum, sem vel kæmi til greina sem heppnasti maður ársins - í óheppninni. Jeppi yfir andlitið en Jóhann Sveinn lét ekki mikið á siá. Harmleikur í Sandgerði 32 ára karlmaður var myrtur á heimili sínu í Sandgerði á nýársnótt. Sonur sambýliskonu hans framdi verknaðinn með byssusting og ját- aði afbrotið. Arið fór heldur illa af stað því annað alvarlegt hnífstungumál kom upp á Suðurnesjum á nýársnótt. 19 ára gamall maður lagði til 18 ára manns og var lagið lífshættulegt. Þá kom upp svipað hnífstungumál á Raufarhöfn um áramótin. Jón Viðar Jónsson hrelldi margan mann. Hver var hönd dauðans? Hver var kallaður Hönd dauðans á árinu og af hverj- um? Svar: Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri kall- aði Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnanda þetta. Hann líkti honum einnig við eiturúðara. Jón hélt sinni vinnu sem leiklistargagnrýnandi Dagsljóss fram á haust en fékk þá bréf um að hann þyrfti ekki að dæma meir. Mikil viðbrögð urðu í kjölfarið, enda margir aðdáendur hans sem óvildarmenn. Gífurlega umfangsmikið smyglmál Gífurlega umfangsmikið smyglmál kom upp í janúar þegar 50.000 flöskum af áfengi var smyglað til landsins í tveimur gámum. Talið var að tollvörður hefði tekið þátt í innflutningnum og sat fjöldi manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Vodkasmyglið nam 5% af sölu ÁTVR samkvæmt fréttum blaðsins. Rannsóknin beindist að því að fjórir gámar af áfengi hefðu komist til landsins með ólöglegum hætti. Töluverður hluti smyglsins fór á markað. Víkurblaðið og Dagur-Tím- inn saman Eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í fjölmiðla- sögu heimsins var stigið um miðjan janúar þegar Blað alls mannkyns, Víkurblaðið á Húsavík, og Dag- ur-Tfminn runnu saman í eina sæng. Hafa samfarir þessara Qölmiðla verið góðar síðan. Víkurblaðið kemur áfram út og breiðir út fagnaðar- erindi Þingeyinga á mun stærra áhrifasvæði en áður. Á árinu gekk Dagur-Tíminn, síðar Dagur, einnig til Iiðs við Skagablaðið sem sinnir þörfum Vestlendinga á hveijum föstudegi. M Jóhannes Sigur- jónsson: ritstjóri alls mannkyns qekk til liðs við Dag. Hár saman Verslunin Pfaff og Framsóknarflokkurinn fóru í hár saman sam- kvæmt frétt Dags 11. janúar. Eigandi Pfaff vildi ekki að Framsóknar- ilokkurinn eignaðist verslunarhúsið og hefði þar með skiltisrétt á veggjum þess. Dýraverndarlögin voru brotin, og Jón Þórarinsson bóndi var dæmdur. Refsdráp í réttarsalinn Reíiir var drepinn með steini og skóreim og endaði málið í rétt- arsal þar sem bóndi mátti verja hendur sínar. Fékkmildan dóm. Akureyri, 30. janúar Sérkennilegt dómsmál var tek- ið fyrir í Héraðsdómi Norður- lands eystra eftir að ríkissak- sóknari ákærði hjón frá Hær- ingsstöðum í Svarfaðardal fyrir að hafa banað ref með ólögmæt- um hætti. Akæran var talin varða við brot á dýraverndarlög- um svo og Iög um vernd, friðun og veiðar dýra. Jón Þórarinsson bóndi notaði stein og skóreim þegar hann drap refinn og fannst kæran sérstæð: „Þetta er fáránleg kæra í mínum huga. Við hjónin neitum að hafa framið ólöglegt athæfi," sagði Jón. Jón varði sig sjálfur og sagði að refsdrápið og aðdragandi þess hefði verið sldpulagt með tilliti til þess að firra dýrið sársauka. Það hefði drepist á svipstundu er hann veitti því höggið. Eigi að síður var Jón ekki sýknaður en refsing varð á mildasta veg. At- hygli vakti að tilefni kærunnar var frétt Ríkisútvarpsins þar sem Jón og fréttamaður lýstu dráp- inu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.