Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 12
28 — MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 ANNÁLL 1997 l ■ Ðíujur Það er tími smárétt- anna. Gamlárskvöld og nýársnótt kalla nefnilega á gimilega ogfljótlega rétti sem allirhafa ánægju afað borða. Hérá eftireru nokkrirréttirsem vert erað mæla með á þessu kvöldi. I glæsilegri Veislubók Hagkaups er að finna margar girnilegar uppskriftir sem enginn verður svikin af. Osta- og skinku- salat 6 dl brauðostur í teningum 2 dl skinkustrimlar 1 dl ólífur í bátum 'á rauð paprika, í teningum 'á græn paprika, í teningum 2 vorlaukar, í sneiðum 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 'á dl ólífuolía 2 msk. söxuð steinselja Öllu er blandað saman. Gott er að bera salatið fram með ristuðu brauði. Rækjuostatoppar í böku 20 stk. smjördeigsbökur 200 g rækjur 110 g rækjusmurostur salt og pipar 20 stk. stórar úthafsrækjur til skrauts 1 dl alfa spírur til skrauts ElIas Bj£g|4lason 'Rí - SÍMI 460 2000 - FAX 460 2060 - E-MAlL: hotel@kea.is Þerrið rækjurnar og maukið í matvinnsluvél ásamt rjómaostin- um. Kryddið með salti og pipar. Setjið í sprautpoka og sprautið fallega toppa í bökurnar. Skreyt- ið með rækjunum og baunaspír- um. Sniglar í hvítlauks- sósu 16 stk. litlar smjördeigsbökur 16 stk. sniglar úr dós 50 g rifinn ostur 20-30 g hvítlaussmjör Sósa: '/ dl majones 1 msk. mjólk 1 msk. vatn 1 tsk. sykur 'á tsk. dijon sinnep 1 stk. hvítlauksgeiri, pressaður 1 stk. steinselja, þurrkuð 1 tsk. sítrónusafi salt og pipar Öllu er blandað saman og smá sósa sett á botninn á hverri böku. Sniglarnir eru pönnu- steiktir upp úr hvítlaukssmjöri og síðan er einn snigill settur í hverja böku. Rifnum osti stráð yfir og sett undir grill þar til ost- urinn verður gullinn. smáréttabók frá 1980 sem aldrei klikkar. Ostakubbar Heilt franskbrauð, ósneitt '/ bolli smjör 4 bollar óðalsostur 2 tsk. dill 1 tsk. Worcestersósa 1 msk. laukur, saxaður 2 egg, hrærð Iítillega Skorpan er fjarlægð af brauðinu. Brauðið er skorið í væna ten- inga. Smjör og ostur er sett í pott og brætt við vægan hita. Dillið sett út í ostablönduna, þá sósan og loks laukurinn. Næst eru eggin sett út í og best að berja það með handþeytara eða pískara. Brauðteningunum er dýft í ostablönduna og þeir þakt- ir vel. Settir á bökunarplötu. Bakaðir á 175°C hita í 10 mín. áður en þeir eru bornir fram en auðvelt er að geyma þá óbakaða í frysti. Innbakað brie 1 brie ostur 2 smjördeigsplötur Deigið er flatt út, má ekki verða of þunnt. Skorið í tvo hringi sem ná vel rúmlega utan um ostinn. Hann lagður ofan á annan hringinn og hinn hringurinn ofan á ostinn. Deiginu þrýst vel niður meðfram ostinum og fal- Iegt að skreyta með afgangs deigi. Bakað á rúmlega 200°C hita f 15-17 mín. Gott að strá sesamfræjum yfir. Gráðaostaídýfa 2 bollar hrein jógúrt 1 Iítill gráðaostur, skorinn smátt 1 tsk. Worcestersósa 1 msk. saxaður blaðlaukur örlítill pipar Allt hráefnið er hrært vel sam- an. Idýfan er góð með græn- meti. Ostaídýfa 2 bollar kotasæla 1 bolli rifinn óðalsostur 'á bolli smátt skorinn gráðaostur 3 msk. majones 1 tsk. sinnep 3 vorlaukar, smátt saxaðir örlítið salt og pipar 2 epli 2 perur Allt hráefnið er hrært vel saman og ídýfan er borin fram með epl- um og perum sem skornar eru í báta. Hér eru nokkrir smáréttir úr mynd: brink.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.