Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 10
26- MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 STJÖRNURNAR ‘98 ro^u- Mjolkursamlag KEA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Vonglöð „Ég horfi vonglöð til mikilvægra kosninga í vor, þótt mér sé ljóst að það verði mjótt á munum. Ég held þó að fólk skilji að alltof miklir hagsmunir eru í húfi til að tefla í tvísýnu með atkvæðin - hagsmunir ailra borgarbúa. Ég er farin að sjá árangur af vinnu undanfarinna ára í borgarkerfinu og mér finnst að okkur hafi tek- ist vel til - þótt ég segi sjálf frá. Við höfum unnið af miklum heil- indum og hagsmunir borgarbúa sem heildar hafa ráðið för. Kjör- tímabilið hefur verið tími um- bóta og endurreisnar og það gef- ur mér ástæðu til að ætla að borgarbúar veiti okkur umboð til að ljúka verkinu sem hafið er. Það hefur ekkert slæmt komið fyrir á árinu, en aðdragandinn að kjarasamningum kennara var þó ansi erfiður. Þar myndaðist tog- streita milli stöðu borgarsjóðs og samúðar með kjörum kennara. Hvað mig sjálfa varðar var árið lærdómsríkt og skemmtilegt eins og kjörtímabilið allt. Ferðir mín- ar austur og vestur um haf standa uppúr. Ég heimsótti Bandaríkin og ferðaðist vítt og breitt um og kynnti mér rekstur borga sem hafa staðið sig vel á ólíkum sviðum. Síðan var gaman að koma á 800 ára afmæli Moskvuborgar, og skynja þann mikla kraft sem felst í sköpun og endurreisn, ásamt þeim ríka arfi sem fólkið býr að. Dýrmætustu stundirnar eru með fjölskyldunni þótt þær séu færri en maður óskar. En þar eins og annars staðar er þetta spurning um gæði en ekki magn. Ég bý að þeim gefandi og skemmtilegu stundum." ■ Gudbrandur Sigurdsson forstjóri Út- gerðarfélags Akureyrar. hefur gefið mér mest. Ég sakna þess, þótt það sé engin hörmung í sjálfu sér, en tvær sýningar fóru framhjá mér, Cosi Van Tutte í óperunni og það sama gilti um sýningu Islenska dansflokksins í haust, Trúlofun í Santa Dom- ingo. Mér fannst afskaplega gaman að leikritinu eftir Kristínu Omarsdóttur, Astarsögu 3, sem Auður Bjarnadóttir leikstýrði í Borgarleikhúsinu og \dð á Akur- eyri vorum með tvær glæsilegar sýningar, Undir berum himni eft- ir Steve Tesich og Vefarann mikla. Það var ánægjuleg viðbót að Vefarinn var tilnefndur til menningarverðlauna DV.“ Aimarlegar brautir „Það sem mér finnst minnis- stæðast eru þær breytingar sem hafa orðið á vinnslu og fram- leiðni hér hjá okkur í Utgerðarfé- lagi Akureyrar. Mér finnst það síðan kannski helst miður hvað umræðan um kvótamálin er komin á annarlegar brautir. Þar eru tilfinningaleg rök farin að skipta meira máli en flest annað. Persónulega var þetta ágætt ár en ég ætla ekki að segja neitt nánar frá því.“ EinsamaU á Akureyri Trausti Ólafsson leikhússtjóri á Akureyri. „Persónulega upplifði ég það besta sem fyrir mig gat komið því að eftir að ég hafði búið einsam- all á Akureyri í eitt ár flutti kon- an mín til mi'n en við höfðum verið aðskilin í marga mánuði. Við byrjuðum á því eftir að hún kom norður að fara í einstaklega skemmtilega gönguferð í Fjörður sem er náttúrufyrirbæri austan Eyjafjarðar. Gangan tók fjóra daga og var farin í félagskap einkar skemmtilegs fólks. Ég er varla kominn niður á jörðina. Þetta var hápunktur ársins. Það versta sem fyrir mig kom var ekki alvarlegt. Ég hef hvorki komið á Landeyjasand né heldur í Þórs- mörk á þessu ári. Þá þóknaðist Lómagnúpi einnig að vera skýj- um vafinn meðan ég var í Skafta- fellssýslu. Hvað menninguna áhrærir átti ég sérstaklega ánægjulega stund þegar ég sá Madame Butterfly í Parísaróperunni. Það var hríf- andi sýning, einstakt samræmi, þar sem tónlist og sviðsetning gengu fullkomlega upp. Þetta er sýning sem Iifir fullkomlega með manni. Ein af fáum sem koma aftur og aftur í hugann. Þetta rjoma rj ómapönnukökur kaffi með rjóma rjómasósur ávexlir með rjóma rjómatertur vöflur með rjóma rjómaís kakó með rjóma • / bláber með • / • /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.