Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 18

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 18
34-MIÐVIKUDAGUR SI.DESEMBER 1997 VIÐ ÁRAMÓT Viðáramót Rikisstjórnin hefur misst tökin á stjórn ríkisfjármála i miðju góðærí og afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær, að verðbóiga verður meirí á íslandi á næsta árí en í samkeppnislöndum okkar, “ segir Sighvatur Björgvinsson i grein sinni. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON formaður Aiþýðufiokksins- Jafnaðarmannaflokks ísiands skrifar Árið, sem nú er að líða, hefur um margt verið íslensku þjóðinni gott ár. Til þess liggja tvær meg- inástæður. I fyrsta lagi hefur nú sannast, að ríldsstjórnir þær, sem voru við völd á erfiðieikaárunum frá 1987 til 1995 tóku rétt á mál- unum og lögðu þar með grund- völlinn að sóknarfærum þjóðar- innar þegar kreppan leið hjá. I öðru lagi hagstæðar ytri aðstæð- ur; vaxandi sjávarafli, gott verð á útflutningsafurðum og aukin er- lend fjárfesting, sem hafði nán- ast engin verið um margra ára skeið. I skjóli kjarasamninganna, sem gerðir voru á árinu, tókst að tryg- gja áframhaldandi stöðugleika og vaxandi kaupmátt. Rík ástæða er þó til þess að ætla, að þessi kaup- máttaraukning hafi ekki náð til allra landsmanna. Bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka þrátt fyrir góðærið. Að- staða fólks til þess að sækja sinn hlut í batanum er mjög misjöfn og nú, eins og svo oft áður, hefur það gerst, að þeir, sem hafa sterkustu stöðuna á vinnumark- aðinum, hafa tekið til sín bróður- partinn af kjarabatanum, en lág- launafólkið situr eftir. Þá er rík ástæða til þess að hafa áhyggjur af atvinnuleysis- vandanum. Þó atvinnuleysi mælist ekki mikið þegar á heild- ina er litið, þá er atvinnuleysi að verða viðvarandi hjá ákveðnum hópum, ekki síst konum. Flótt- inn af Iandsbyggðinni hefur farið vaxandi og margir bændur eru orðnir fastir í fjötrum fátæktar. Stefnan í sjávarútvegsmálum og í landbúnaðarmálum er undirrót þessa. Við ríkisstjórnarmyndanir, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur átt hlut að máli á undanförnum árum, hafa samstarfsflokkar hans ávallt lagt ríka áherslu á, að jafnaðarmenn kæmu hvorki að landbúnaðarmálum né sjávarút- vegsmálum. Það er umhugsunar- vert, að einmitt í þeim tveimur málaflokkum, þar sem áhrifa jafnaðarmanna hefur ekki fengið að gæta, skuli vandræðin vera mest. Horfurnar Þó árið 1997 hafi á margan hátt verið gott ár, þá eru teikn á lofti. Verulegur halli er á viðskiptum við útlönd og greiðsluhallinn hefði verið geigvænlegur ef ekki hefði orðið mjög mikil aukning á kaupum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta á erlendum verðbréfum og mildar fjárfestingar Islendinga í útlöndum, ekki síst í sjávarút- vegi. Við aðstæður eins og nú eru í þjóðarbúskap Islendinga skiptir öllu máli, að ríkisstjórnin haldi aftur af ríkisútgjöldum þvf ella kallar hún á aukna þenslu, vaxandi verðbólgu, hækkandi vexti og aukinn þrýsting á lækk- un verðgildis binnar íslensku krónu. Þetta hefur ríkisstjórninni ekki tekist. Þrátt fyrir það, að hún ætli sér að fjármagna rekstur heils ráðuneytis eins og t.d. utan- ríkisráðuneytisins með sölu ríkis- eigna, vanáætli rekstrarútgjöld stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri um 2,5 milljarða króna og vanræki að færa 4 millj- arða króna af áföllnum Iífeyris- skuldbindingum ríkisins til gjal- da, eins og gera á, skilar hún ekki rekstrarafgangi á fjárlögum nema upp á 0,08% af heildarútgjöld- um. Samneyslan mun því á næsta ári aukast um 25% eftir þriðjungs aukningu á árinu sem er að líða. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á stjórn ríkisfjármála í miðju góðæri og afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær, að verðbólga verður meiri á Islandi á næsta ári en í samkeppnislönd- um okkar. Samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum mun versna að sama skapi og framhaldið gæti orðið einn vítahringurinn enn með vaxandi verðbólgu, hækkandi vöxtum og lækkun gengis - sá vítahringur, sem þjóðin þekkir af sárri reynslu. Sagt er, að meiri vandi sé að stjórna á Islandi í góðæri en á erfiðleikatímum. Ríkisstjórnin flýr þann vanda. StjónunálaHokkanur og fóUdð Stjórnmálaflokkarnir í landinu eru valdastofnanir í Iitlum tengslum við fólkið í landinu. Þetta má glögglega sjá af þvf, að afstaða mikils meirihluta þjóðar- innar eins og hún birtist í skoð- anakönnunum er allt önnur en sú, sem fram kemur hjá ráðandi stjórnmálaflokkum þjóðarinnar eða öllu heldur í málflutningi forystumanna þeirra. Þrívegis hefur þjóðin t.d. verið spurð um, hvort ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. 58-62% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins hafa svarað þeirri spurningu játandi. Flokkurinn segir málið hins vegar ekki vera á dagskrá og í viðtali við tímaritið Atlantica segir formaður flokks- ins, að hann sjái það ekki einu sinni við yztu sjónarrönd. Annað dæmi um hið sama er veiðileyfagjaldsumræðan. I ítrekuðum skoðanakönnunum um afstöðu þjóðarinnar til máls- ins lýsir álíka hátt hlutfall kjós- enda fylgi sínu við veiðileyfagjald og styður núverandi stjórnar- flokka - tvo stærstu flokka lands- ins. Engu að síður beita þeir sér harkalega gegn öllum tillögum um veiðileyfagjald, sem fram hafa verið lagðar, og forystumenn Sjálfstæðisflokksins segjast ekki einu sinni skilja málið - ekki skil- ja mál, sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur Iýst fylgi sínu við! Auðlindaumræðan - umræðan um, að íslenska þjóðin eigi sam- an auðlindir fiskimiða, náma jarðhita, fallvatna og hálendi landsins og eigi að njóta saman hlutdeildar í arði, sem verður af nýtingu þessara auðlinda - er nú þegar orðin langefst á baugi með- al Islendinga. Jafnaðarmenn munu gera þetta mál að helsta kosningamáli í næstu Alþingis- kosningum. Þar höfum við mjög ákveðna og skýra stefnu sem öðl- ast stöðugt ríkari hljómgrunn hjá fólkinu í landinu. Þjóðarviljinn er ekki og á ekki að vera mark- laus. I þessu máli verður honum augsýnilega ekki komið fram með rökræðum og tillöguflutningi - heldur aðeins við kjörborðið. Staða stjórnarandstöðuimar Formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hefur tvímæla- laust sterka stöðu og er í mildum metum hjá stórum hópi lands- manna. Þess nýtur flokkurinn í skoðanakönnunum. Sömu skoð- anakannanir sýna hins vegar Framsóknarflokkinn langt fyrir neðan kjörfylgi hans úr síðustu kosningum. Stjórnarandstöðuflokkarnir virðast hins vegar vera á hefð- bundnu róli hvað fylgi varðar. Kosningar við þessar aðstæður myndu því ekki breyta mikið því pólitíska landslagi, sem verið hef- ur á Islandi í meira en mannsald- ur og einkennast af því, að tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir hafa skipst á um að veita ríkis- stjórnum forystu. Islenskir jafn- aðarmenn hafa aldrei náð slíkri stöðu þó það hafi jafnaðarmönn- um tekist í öllum nágrannalönd- unum. Raddirnar úr þjóðardjúpinu eins og þær heyrast í skoðana- könnunum og eins og þær hljó- ma nú við undirbúning sveitar- stjórnakosninga í öllum þéttbýl- isbyggðum landsins segja hins vegar þá sögu, að nú sé lag. Um og yfir 40% kjósenda hafa lýst fylgi við sameiginlegt framboð undir merkjum jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis. Á þessar raddir ber okkur að hlusta. Viðræður þær, sem nú fara fram milli Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista eiga að snúast um undirbúning slíks sameiginlegs framboðs vor- ið 1999 og til liðs við okkur eig- um við að kalla á áhugafólk um þá niðurstöðu, ekki síst unga fólkið í Grósku og fólk úr verka- lýðshreyfingunni. Tilhlaupið að þessari ákvarð- anatöku er nú þegar orðið langt, sumir segja nógu langt. Á meðan niðurstaðan er ekki endanlega afráðin eru skilaboð stjórnarand- stöðuflokkanna til fólksins í landinu óskýr og ómarkviss og ekki undarlegt að fylgi þeirra við þær aðstæður mælist ekki um- fram hefðbundið fylgi þessara flokka. Það mun hins vegar breytast strax og tvímæli eru af tekin og skilaboðin verða skýr - og fylgið við sameiginlegt fram- boð undir merkjum jafnaðar- stefnu, félagshyggju og kvenfrels- is verður mikið um leið og sá nýi kostur hefur orðið til. Um það efast fáir. Alþýðuflokkurinn, Jafnaðar- mannaflokkur íslands, hefur skýra stefnu í þessu máli. Við viljum slíkt sameiginlegt framboð og teljum, að því fyrr sem sama ákvörðun verður tekin af viðmæl- endum okkar, þeim mun betra. Árið 1998 verður sögulegt ár á Islandi, Það verður árið, þar sem jafnaðarmenn bjóða fram sam- eiginlega lista í sveitarstjórnar- kosningum í flestum eða öllum þéttbýlisstöðum á íslandi. Það getur líka orðið árið þar sem sú ákvörðun var tekin að fylgja því fordæmi í þingkosningunum ári síðar og þær þingkosningar gætu gerbreytt hinu pólitíska landslagi á Islandi með nýrri öld og gert 21. öldina að öld íslenskrar jafn- aðarstefnu. Megi árið 1998 verða slíkt ár! GLEÐILEGT ÁR 1998.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.