Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 11
MIBVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 - 27 ááruiu? Dans „Lífið er dans rósum. Það er ótalmargt sem kemur í hugann. Það er hið besta mál að það skuli veiðast meiri fiskur. Góðæri og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. GóðmáL „Þegar ég leiði hugann að því sem varpar birtu á störf mín á árinu sem er að kveðja, staldra ég ekki við neinn einstakan at- burð heldur hitt, hve víða er unnið að framgangi góðra mála á sviði íslenskra mennta og menningar. Gróska í íslensku menningarlífi er meiri en nokkru sinni. I menntamálum er unnið að miklum umbótum bæði hvað varðar ytra og innra starf skóla. Arangur þessa starfs sést víða og skilar sér betur á næstu árum. Sérstaka ánægju mína vekur jafnan að kynnast dugnaði og bjartsýni æskufólks- ins, sem birtist í skólum og ekki síður í ástundun tónlistar, leik- listar og íþrótta. Dapurlegastar eru minningar um úrtölumenn og þá sem aldrei geta viðurkennt að árang- ur hafi náðst. Opinberar um- ræður einkennast oft um of af neikvæðum viðhorfum og öf- und. Eg vil ekki fullyrða að þetta hafi sett meiri svip á árið 1997 en önnur. Hitt er Ijóst að vax- andi flæði upplýsinga úr öllum áttum getur aukið svo þetta nei- kvæða áreiti, að mörgum er nóg boðið og þeir draga sig í hlé til að fá skjól. Gegn þessum nei- kvæðu straumum er nauðsyn- legt að sporna og efla mönnum bjartsýni og kjark til góðra verka. Af persónulegum vettvangi hef ég ástæðu til að þakka fyrir gott gengi nánustu fjölskyldu minnar sem hefur víða látið að sér kveða bæði við nám og störf. Hugurinn hefur ekki síst verið hjá Bjarna Benedikt syni mínum sem fékk tækifæri til að ferðast um Evrópu og kynnast menn- ingu og Iífi nokkrra þjóða þar og Sigríði Sól dóttur minni, sem steig fyrstu skrefin úr heimahús- um með því að stofna eigið heimili." Kyoto „I mínum huga tengist þetta ár Kyoto í Japan, bæði var gaman að fylgjast með landsliðinu okk- ar í handbolta og góðri frammi- stöðu þeirra þar og að sama skapi raunalegt að fylgjast með íslenskum ráðamönnum í lok ársins. Eg vil ekki minnast á Díönu prinsessu og andlát hennar. Mér kemur ekki fleira í hug. Per- sónulega hluti fer ég ekki með í blöðin." Kj arasamningar „Markverðustu atburðir ársins eru í mínum huga þeir kjara- samningar sem gerðir voru síð- astliðið vor. Með þeim samning- um er verið að stíga mikilvægt framfaraskref, svo sem í stytt- ingu vinnutímans sem er Iiður f að skapa fjölskylduvænna samfé- lag. Einnig var lögð sérstök áher- sla á hækkun lægstu launa og al- menna kaupmáttaraukningu án þess að verðlag færi úr böndum. Annað sem ég vil nefna sér- staklega er frumvarpið um skyldutryggingu, Iífeyrisréttindi og starfsemi lífeyrissjóða. Því er ekki að neita að verkalýðshreyf- ingin hafði allmiklar áhyggjur af málinu enda er framtíð öflugs líf- eyriskerfis eitt stærsta hags- munamál launafólks í nútíð og framtíð. En svo farsællega tókst til að í nefnd sem vann að endur- skoðun frumvarpsins náðist sam- eiginleg niðurstaða og þótt þing- ið hafi ekki afgreitt málið form- lega verður frumvarpið væntan- lega orðið að lögum fyrir áramót. Sú víðtæka sátt sem náðst hefur um málið er afar mikilvæg og vekur vonir um að tryggður sé friður um uppbyggingu Iífeyris- kerfisins. Auðvitað hefur sitthvað nei- kvætt gerst á árinu sem er að líða en ég er bjartsýnismaður að upp- lagi og vil gjarnan horfa til fram- tíðar. Eg ætla því að leyfa mér að eftirláta öðrum að draga fram skuggana." Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. Sameining- arbylgja „Sú sameiningarbylgja sem gengið hefur yfir á landsvísu er sérstakt fagnaðarefni og hún er að skila árangri. Sameining jafn- aðar- og félagshyggjufólks stendur einnig upp úr að mínu mati í sveitarstjórnarmálunum og það gerir sameining sveitarfé- laga einnig. Þessi mál munu ör- ugglega leiða til verulegra já- kvæðra umskipta í þjóðfélaginu á næstu árum. Það neikvæða er vaxandi ofbeldi og fíkniefna- neysla í þjóðfélaginu og ég nefni einnig hvað ríkisstjórnin hefur ráðist harkalega á kjör aldraðra, atvinnulausra og öryrkja og hvað góðærið hefur skilað sér illa til þeirra sem lítið hafa til skipt- anna. Það hefur Ieitt til vaxandi misskiptingar í þjóðfélaginu. Það sem stendur upp úr hjá mér prívat og persónulega er að fyrs- ta barnabarnið fæddist á árinu.“ Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar. stöðugleiki stendur uppúr. Það er fjölmargt verkefna og sveita- stjórnarmála sem koma upp í hugann, okkur gengur vel að ráða við ýmis mál sem við höfum tekið yfir frá ríkinu Titlar KA og velgengni Kristins Björnssonar skíðamanns gleðja gamalt hjarta og lúin hné. Það er líka margt skemmtilegt að gerast í mínum daglegu störfum í vinnunni sem ég ætla þó ekki að fara að tiltaka sérstaklega. Það er kominn tími til að auka mjólkurframleiðsluna verulega í landinu og það er ákaflega gleði- legt. Botninum er Iöngu náð og það er ekki lengur þörf á sam- drætti og hnignun. Við getum farið að snúa vörn í sókn og horfa fram til vaxtar í greininni." Þórarinn £ Sveinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.