Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 19

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 - 35 ÍÞRÓTTAANNÁLL Hvernig var íþróttaárið? Þegar upp er staðið og litið um öxl: hvemig stóðu íþróttaintiiiiimir sig í baráttunui? Dagur fékk fjóra fræðinga til að segja kost og löst á mönnunt og málefnum innan vaHar og spá í stöðuna. Gott og slæmt Jón Arnar Magnússon er án efa okkar fremsti frjálsíþróttamaður og alhliða íþróttamaður í dag. Jón Arnar náði 3. sæti í tugþraut á Evrópumótinu inn- anhús á þessu ári. Jón Arnar var val- inn íþróttamaður ársins á síðasta ári og margt er á döfinni hjá þessum mikla kappa á komandi ári. - Hvemig var árið 1997 í íþróttun- um hér heima? „Bæði gott og slæmt sem ég upp- lifði sjálfur. Það er að sjálfsögðu 3. sætið á Evrópumótinu innanhúss sem situr hátt. Meiðslin á heimsmeistara- mótinu utanhúss eru svo vonbrigði sem seint gleymast. 3. sætið er nú samt skemmtilegri minning. Kristinn Björnsson fer nú Iíka ekki fram hjá manni þessa dagana, gaman að sjá hvað hann er að gera núna. Hann var að vísu óheppinn nú síðast.“ - íþróttamaður ársins að þessu sinni? „Þar skutuð þið mig nú alveg niður. Þetta er alltaf erfitt að velja, hópar hafa verið að standa sig vel sem og einstaklingar og það er kannski ekki mitt að dæma um það. Það verður samt forvitnilegt að sjá niðurstöð- una.“ - Komandi ár í íþróttunum? „Það byrjar með stóru móti í janúar, IR mótið sem verður í Laugardals- höllinni og ég hlakka mlkið til. Stra\ helgina eftir það fer ég til Tallinn í Eistlandi og keppi á móti þar og þetta er svona aðdragandinn að Evrópu- meistaramótinu. Það er kominn tími til að standa sig þar og ég á harma að hefna frá því síðast." Verja titilinn Erábært í Japan Guðrfður Guðjónsdóttir spilaði og þjálfaði handknattleik með Fram til margra ára. Framstúlkur hafa ekki náð sér á þessu ári en Guðríður kem- ur ekki nálægt því. Guðríður kennir nú íþróttir í Fjölbrautaskólanum við Armúla. - Hvernig leist þér á síðasta ár í ís- lenskum íþróttum? „Landsliðið í handknattleik og þeir- ra frábæri árangur í Japan stendur uppúr. Ég er kannski hlutdræg í því máli, en er það ekki bara betra? Eg veit ekki hvort maður eigi að nefna Kristin Björnsson og árangur hans upp á síðkastið. Það er rosalega skrýt- ið að fá íslenskan skíðamann allt í einu á verðlaunapall og það er að sjálfsögðu frábært. Sundfólkið unga hefur líka verið að standa sig vel á síð- ustu mótum og gaman verður að fylgjast með þeim í komandi framtíð." - Iþróttamaður ársins að þínu mati? „Er ekki kom- inn tími á Geir Sveinsson, fyrir- liða hand- boitalandsliðsins. Hann er búinn að standa sig vel í gegnum árin og var frábær í vor.“ - lþróttirnar á næsta ári? „Það er nú erfitt að svara þessu. Eigum við ekki bara að segja að það sé kominn tími á að Stjarnan vinni Islandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þær hafa tapað fyr- ir Haukunum síðustu tvö ár og von- andi breyta þær þ\a. Síðan mætti kannski nefna KR-ingana í fótboltan- um en þeir vinna nú sennilega ekki, en hver veit?“ Guðríður Guðjóns- dóttir. Körfuboltalands- tiðið frábært Einar Bollason er einn af þeim sem öllum dett- ur í hug þegar talað er um körfubolta. Hann hefur lýst NBA boltanum með stakri snilld á Stöð 2 síðustu ár. Hann hefur einnig þjálfað mörg lið hér heima með góðum árangri. - Síðasta ár i íþróttunum hér heima? „Eg verð nú að bytja á því að minn- ast á frábært gengi íslenska körfu- boltalandsliðsins á þessu ári. Við komumst í Evrópukeppnina í fyrsta sinn og síðan leikirnir í riðlakeppn- inni sem hafa verið skemmtilegir og kórónaðir með frábærri frammistöðu gegn Króötum hér i Laugardalshöll- inni. Eg verð líka að minnast á Stjörnuhelgi NBA deildarinnar í Cleveland, sem ég var svo heppinn að verða vitni að. Þar voru 50 bestu körfuboltamenn NBA deildarinnar frá upphafi kynntir og var frábært að hitta persónulega gömlu stjörnurnar. Síðan eru að sjálfsögðu vonbrigðin með mína menn í fótboltanum, KR- ingana, en það hlýtur að fara að skána á þeim bæ!“ - lþróttamaður ársins? „Það koma nú þrír strax í hug. Jón Arnar Magnússon stendur alltaf fyrir sínu, Kristinn Björnsson er búinn að vera mikið f umljöllun núna og svo kannski Geir Sveinsson sem fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik." - Næsta ár í íþróttunum? „Það er nú pínulítill kvfði f mér gagnvart íþróttunum á komandi ári og þá á ég við erfiða fjárhagsstöðu félag- anna hér heima. En ég held nú samt að nýja árið verði mjög bjart og ég á von á miklum framförum í íslenskum körfubolta. Eg vona að bikar- og Is- Iandsmeistarar í körfuboltanum fái að taka þátt í Evrópukeppnum en þar getur le>mst mikill peningur ef liðin komast upp úr forkeppninni og upp í fyrstu umferð." Atli Hilmarsson var ráðinn þjálf- ari íslandsmeist- ara KA í hand- boltanum og tók við af Alfreð Gíslasyni sem fór til Þýska- lands. KA- liðið tók á sig nýja mynd og Atli og strákarnir hans hafa staðið sig vel. Atli var einnig með landsliðinu í handknattleik í heimsmeistarakeppn- inni í Kumamoto fyrr á þessu ári. - Hvernig var síðasta ár hér heima í íþróttunum? „Eg minnist nú strax Kumamoto. Heimsmeistarakeppnin í handknatt- leik ojg fimmta sætið sem við náðum þar. Eg var með í þeirri för og allt í kringum það var að sjálfsögðu frábært og gleymist ekki. Það er líka vert að minnast Kristins Björnssonar skíða- manns sem er að standa sig vel þessa dagana. Síðan tók ég við KA- liðinu á þessu ári og líður mér mjög vel þar.“ - Iþróttamaður ársins 1997? „Eg verð nú að velja handknattleiks- mann. Geir Sveinsson er náttúrulega fyrirliði landsliðsins og myndi vera vel að þeirri nafnbót kominn. Það er Iíka kominn tfmi á það og vona ég að aðr- ir séu sammála mér þar.“ - Komandi ár í íþróttunum hér heima? „Við í KA erum í góðri stöðu eins og er, í öðru sæti og það er vonandi að það gengi haldi áfram. Við ætlum að komast sem lengst og langar mig til að verja íslandsmeistaratitilinn með KA- mönnunum. Síðan verður gaman að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða sem við byrjum árið á 4. janúar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.