Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 7
Dí^ur
MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 - 23
ársins?
Bjarni Hafþór Helgason.
urlega ímynd og hann sér land og
þjóð í víðu samhengi til langs
tíma. I þeim málum sem hann
tekur afstöðu er hún vel ígrund-
uð og henni verður ekki haggað.
Síðan var Davíð að senda frá sér
bráðskemmtilega bók, og það er
ekki léttvægt atriði í þessari skoð-
un minni,“ segir Bjarni Hafþór
Helgason, framkvæmdastjóri Út-
vegsmannafélags Norðurlands.
Jóhanna GuömundsdóUir.
Þyrlusveit og biskup
„Þeir sem skipa þyrlusveit Land-
helgisgæslunnar eru menn árs-
ins. A árinu fengu þeir hvert
óhugnanlega hlutverkið á fætur
öðru og þar á ég við sjóslysin á
fyrstu mánuðum ársins. En öll-
um sinntu þeir af miklum hetju-
skap og prýði. Þá get ég einnig
nefnt nýja biskupinn okkar, herra
Karl Sigurbjörnsson, sem ég bind
vonir \áð eftir þær væringar sem
hafa verið innan Þjóðkirkjunnar
síðustu ár,“ segir Jóhanna Guð-
mundsdóttir, tónlistarkennari í
Stykkishóhni.
Páll Ket/lsson.
Krvddpíur og vöruskipti
„Menn ársins eru nokkuð margir.
Eg nefni Everestfarana sem
komust á toppinn svo eftirminni-
lega. Þá verð ég líka að nefna
Fjölni Þorgeirsson, sem náði sér í
Mel B, eina af Kryddpíunum í
Spice Girls. Hún er metin á ekki
minna en tvo milljarða og því veg-
ur samband þeirra þungt í vöru-
skiptajöfnuði landsmanna," segir
Páll Ketilsson, ritstjóri Víkur-
frétta í Keflavík.
Guóný Sverrisdóttir.
íslendingur, Norðlendingur
og Eyfirðingur
„Eg greiði Kristni Björnssyni
skíðamanni í Olafsfirði atkvæði
mitt,“ segir Guðný Sverrisdóttir
sveitarstjóri á Grenivík. „Hann
náði, sem kunnugt er, 2. sæti í
svigi á heimsbikarmótinu á skíð-
um og 3. sæti í Evrópubikarmóti.
Hann er Islendingur, Norðlend-
ingur og allra best er að hann er
Eyfirðingur. Af stjórnmálamönn-
um get ég nefnt Halldór Asgrfms-
son sem alltaf stendur fyrir sínu.“
Gísli Gíslason.
Bormenn bjartsýninnar
„Af mörgum góðum standa bor-
menn í Hvalfjarðargöngunum
næst hjarta mínu. Þeir unnu
þrekvirki, svo stórt að þeim tókst
meira að segja að kveða í kútinn
efasemdaraddir manna sem þó
voru bjartsýnir í upphafi. Með til-
komu ganganna mun Akranes
standa frammi fyrir meiri breyt-
ingum en annað byggðarlag hefur
gert í langan tíma,“ segir Gísli
Gíslason, hæjarstjóri á Akranesi.
Stórleikarinn Davið
„Ég nefni stórleikarann Davíð
Oddsson, sem hefur upp á
síðkastið unnið hvern sigurinn á
fætur öðrum á leiksviði stjórn-
málanna. Nú er hann kominn í
bókmenntirnar og ætli hann fái
ekki Óskarinn næst,“ segir Signý
Jóhannsdóttir, formaður Verka-
lýðsfélagsins Vöku í Siglufirði.
„En mig langar ekki í hjarta mínu
til að nefna Davíð. Frá hjartanu
nefni ég Benedikt Davíðsson, for-
mann Samtaka eldri borgara, en
þau samtök eru nú af dugnaði
farin að berjast fyTÍr sínum rétt-
indamálum.“
Kristínn er maður ársins
„Kristinn Björnsson, skíðamaður
úr Ólafsfirði, er tvímælalaust
maður ársins. Með óbilandi trú á
sjálfan sig sýnir Kristinn hvers
heilbrigð og vímulaus íslensk
æska er megnug á alþjóða vett-
vangi,“ segir Þorsteinn Þorsteins-
son, sundlaugarvörður á Akureyri.
erfitt sé að nefna einhvern ein-
stakan í því sambandi. „Eg var
hvorki með né á móti sameiningu
þessara sveitarfélaga. En þetta
eru tfmamót og ég vænti að sam-
eining verði til að skapa aukið
svigrúm til framkvæmda hér um
slóðir."
Ótrúleg þyrlusveit
„Þeir sem skipa þyrlusveit Land-
helgisgæslunnar eru menn árs-
ins. Þeir menn unnu ótrúleg af-
rek þegar þeir björguðu 39
mönnum úr sjávarháska, af Vik-
artindi, Dísarfelli og Þorsteini.
En ef ég hugsa fáeinar vikur aft-
ur í tímann nefni ég Kristin
Björnsson skíðamann, úr Ólafs-
firði," segir Anna Sigurðardóttir,
yfirmaður stjórnsýslu Horna-
fjarðarbæjar, sem um hríð gegndi
þar starfi bæjarstjóra og varð þar
með fyrst kvenna á íslandi til að
verma bæjarstjórastól.
Menn sem rjúfa kyrrstöðuna
„Eg nefni Þorvald Guðmundsson
á Laugabökkum í Ölfusi. Hann
festi ferðamannafjós sitt í sessi,
en þangað geta komið gestir og
gangandi og fylgst með bústörf-
um. Einnig get ég nefnt Arna
Johnsen vin minn fyrir hina stór-
góðu Stórhöfðasvítu sína sem
sýnd verður í Sjónvarpinu um jól-
in. Við þurfum á Ileiri svona
mönnum að halda til að rjúfa
kyrrstöðuna," segir Sigurður
Karlsson, verktaki á Selfossi.
Sameiiimgannenn
Sigríður Rósa Kristinsdóttir, hús-
móðir og fréttaritari á Eskifirði,
segist greiða sameiningarmönn-
um á Norðfirði, Eskifirði og
Reyðarfirði atkvæði sitt, enda þó
Drottningin á Bessastöðum
„Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
forsetafrú er maður ársins. Hún
hefur staðið sig frábærlega og er
drottning, hvar sem hún er og fer.
Á það hefur enginn skuggi fallið í
hennar erfiðu veikindum að und-
anförnu," segir Asta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, alþingismaður.
HaUdór er ekki loftbóla
„Eigum við ekki að segja að Hall-
dór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sé maður árs-
ins,“ segir Björn Mikaelsson, yfir-
lögregluþjónn á Sauðárkróki.
„Mér finnst Halldór vera maður
sem er traustsins verður. Við sjá-
um í atvinnulífi og stjórnmálum
menn sem koma fram á sjónar-
sviðið sem reynast ekki annað en
loftbólur og því springa þeir eftir
fáein ár. En Halldór hefur verið
býsna lengi í stjórnmálum og
stendur alltaf fyrir sínu. Hann er
minn maður."
Fyrirmyndir framtíðar
„Að mínu mati eru þau Björk
Guðmundsdóttir söngkona og
Guðbergur Bergsson rithöfund-
ur, fólk ársins. Björk hefur skil-
greint hugtakið íslendingur upp á
nýtt. Hæfileikarík, ung kona, sem
nýtir sér uppruna sinn á jákvæð-
an og skapandi hátt án þjóðar-
rembings. Sannfæring Guðbergs
er að peningar og stóriðja skapi
íleiri vandamál en þau leysi og
lætur ekki kaupa sig persónulega.
Þau eru fyrirmyndir framtíðar Is-
lendingsins, hæfileikarík, vel
menntuð og sjálfstæð,“ segir
Katrín Andrésdóttir, dýralæknir á
Reykhóli á Skeiðum.