Dagur - 21.03.1998, Page 8

Dagur - 21.03.1998, Page 8
8- LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 FRÉTTASKÝRING I I GUÐMUNDUR r^rEIÐARS Lausn á sjómauna- verkfalli ekM í sjón- máli. Ríkisstjómin heldur að sér höndum. LÍÚ andvígt Þríhöfða. Gagnrýnir seinagang ríkissáttasemjara. „Við verðum í sambandi við aðila um helgina en við gerum ekkert um helgina,“ sagði Davíð Oddss- son forsætisráðherra í gær. Hann segir að ríkisstjórnin sé ekki með neinar aðrar lagasetningar á prjónunum en þær sem lúta að tillögum Þríhöfðanefndarinnar. Forsenda þeirra sé hinsvegar vinnufriður á flotanum. Ríkisstjórnin fundaði um stöð- una í sjómannaverkfallinu í gær og að því loknu komu forystu- menn sjómanna til fundar við for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra í Stjórnarráðinu. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, sagðst ekki vera ósáttur eftir fundinn með ráð- herrunum. Hinsvegar er ekki vit- að til þess að stjórnvöld hafi í hyggju að ræða málin við útvegs- menn. I það minnsta vissi for- maður LIU ekki til þess um miðj- an dag í gær að slíkur fundur væri áformaður. Stefnan leiðrétt Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði eftir fundinn að frum- varpsdrögin þrjú um kvótaþing, verðlagsstofu skiptaverðs og aukna veiðiskyldu væri forsenda fyrir því að lausn fyndist í deil- unni. Hann viðurkenndi hinsveg- ar að hafa hlaupið á sig þegar hann lét hafa það eftir sér í fjöl- miðlum í fyrradag að það væri ekki eftir neinu að bíða að Ieggja frumvörpin fram á Alþingi án þess að verkfalli væri aflýst. Ráð- herrann sagði að þessi ummæli sín hefðu m.a. byggst á yfirlýsing- um sjómanna þar um og því hefði hann talið að sjávarútvegsráð- herra hefði fallið frá skilyrði sínu um að aflýsa yrði verkfalli svo hægt væri að leggja frumvarps- drögin fram. Eftir símtal við sjáv- arútvegsráðherra, sem staddur er í París, hefði komið fram að eng- in breyting hefur orðið á þessu skilyrði ráðherrans til deiluaðila. „Eg styð sjávarútvegsráðherr- ann að sjálfsögðu í málinu. Eg er jafnframt þeirrar skoðunar eins og við öll í ríkisstjórninni að frumvörpin séu forsenda lausnar í málinu. Það er hinsvegar alveg Ijóst að ríkisstjórnin ein og sér getur ekki leyst þetta mál,“ segir utanríkisráðherra. Hann segir að deilan sé orðið það „þroskuð" að hann trúir ekki öðru en að deilu- aðilar finni einhvern flöt til lausnar um helgina. Þorsteinn og hafið Þessi fjarvera sjávarútvegsráð- herra hefur vakið athygli og þá ekki síst fyrir þá sök að hann skuli vera fjarri vettvangi þegar niður- staða fékkst í atkvæðagreiðslu sjómanna og útvegsmanna um miðlunartillögur ríkissáttasemj- ara. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu fór Þor- steinn Pálsson til Parísar í vik- unni til að sitja ráðstefnu Evr- ópuráðsins um hafíð. Hann var væntanlegur heim í gærkvöld. Ný miólunartillaga Svo virðist sem enn sé djúpt á lausn sjómannaverkfallsins eftir að útvegsmenn felldu miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara. Hins- vegar er ekki loku fyrir það skotið að ríkissáttasemjari leggi fram nýjar miðlunartillögur eftir að hafa rætt við fulltrúa sjómanna og útvegsmanna á óformlegum fundi sem boðaður hefur verið í dag, Iaugardag. Gangi það eftir verða menn að fara aðra hring- ferð um landið til að kynna hana og greiða síðan atkvæði um þær tillögur í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkis- sáttasemjara getur hann lagt fram nýjar miðlunartillögur eins oft og honum þykir ástæða til. Verði það raunin er viðbúið að ríkissáttasemjari verði að taka meira tillit til kröfugerðar útvegs- manna en gert var í þeim tillög- um sem þeir felldu. Þar er efst á blaði krafa þeirra um breytingar á skiptakjörum við fækkun í áhöfn. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, tel- ur hinsvegar einsýnt að sjómenn muni fella allar tillögur sem miða að breytingum á skiptakjörum þeirra. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, telur aftur á móti að það verði að koma eitt- hvað til móts við útvegsmenn í þessu máli. Aðspurður segir hann að það hafí ekki komið til tals af hálfu sjómanna að aflýsa verkfallinu á grundvelli sam- þykktar þeirra á miðlunartillögu ríkissáttasemjara. LÍÚ gegn Þríhöfða „Andstaðan við frumvörpin eru algjör hjá okkur,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍU. Hann segir að það sé ekki nokkur maður innan raða útvegsmanna sem hefur tekið upp hanskann fyrir tilkomu kvótaþings og öðru skrifræði sem samfara er tillögum Þríhöfðanefndar. Hann segir að kvótaþingið geti í sjálfu sér verið ágætur valkostur fyrir þá sem vilja fara með leigukvóta sína þangað, en ekki sem lagaskylda. Formaður LÍÚ segist ekki sjá að nein lausn sé í sjónmáli í deil- unni við sjómenn nema að því til- skyldu að þeir komi eitthvað til móts við þá. Hann telur einnig að úr því sjómenn hafa ekki aflýst verkfalli, þá séu frumvarpsdrögin orðin að samningsmáli við út- vegsmenn. í framhaldi af því séu útvegsmenn farnir að velta því fyrir sér hvernig þeir munu taka á því. „Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að ef þeir aflýsa ekki verk- falli, þá yrðu frumvörpin sett ofan í skúffu og ekki tekin upp aftur nema með samkomulagi beggja aðila,“ segir Kristján. Hann segir að ef stjórnvöld hyggjast gera eitt- hvað annað þá sé það ávísun á ágreining við útvegsmenn. Þórir gagnrýndur „Mér finnst framtak ríkissátta- semjara ekki vera með þeim hætti að ég búist við því,“ segir formað- ur LÍÚ, aðspurður hvort hann eigi von á nýjum miðlunartillög- um áður en langt um líður. Hann segist undrast það að rík- Reykj avíku rborg Borgarverkfrœðingur Hugmyndabanki vegna ræktunarátaks Unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa á undanförnum árum unnið að skógrækt í útmörkum borgarinnar svo sem Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Austurheiðum og Heiðmörk. Nú er fullgróðursett í mörg þessara svæða og er stefnt að því að á sumri komanda verði auknar gróðursetningar innan borg- arhverfanna. Hér með er leitað eftir ábendingum frá borgarbúum um verkefni fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur við ræktun í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Borgarbúar komi hugmyndum sínum skriflega til: Skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík eða hringi í bækistöðvar garðyrkjudeildar milli kl. 09.00 og 12.00 dagana 23.-27. mars. Símar 581 4569 fyrir svæðið sunnan og vestan Elliðaáa. 587 8035 fyrir svæðin norðan og austan Elliðaáa. Smá s agnasamkeppni Smásagnasamkeppni Dags og Menor stendur yfir. Öllum heimil þátttaka. Vegleg bókaverðlaun. Skilafrestur er til 15. aprii n k. Handrit merkt “Smásagnasamkeppni" skilist til Dags, Strandgötu 31, Akureyri eða Þverholti 14, Reykjavík. Vinsamlega sendið ekki frumrit. Tknmtr lnl Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegsráðstefna Sjávarútvegsráðstefna Framsóknarflokksins verður haldin á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík föstudaginn 27. mars og stendur frá kl. 14-19. Sveitarstjórnarráðstefna Sveitarstjómarráðstefna Framsóknarflokksins verður haldin á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík laugardaginn 28. mars og stendur frá kl. 09.15-18.00. Dagskrár beggja ráðstefnanna verða auglýstar í Degi á þríðjudag. Framsóknarflokkurinn /i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.