Dagur - 12.05.1998, Side 3
ÞRIDJUDAGUR 12.MAÍ 199B - 3
FRÉTTIR
Vetni í stað olíu
innan 15-20 ára
í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi geta menn framleitt vetni og er myndin af þeim véibúnaði sem þar er tii staðar.
Þýsk risafyrirtæki
komu uin helgina til
viðræðna um mögn-
leika á nýtingu vetnis
sem eldsneytis á bíla
og skip á íslandi.
„Menn urðu sammála um að
lokamarkmiðið sé það að skoða
möguleikana á því að innan 15-
20 ára verði vetni og metanól
meginorkugjafi fyrir bíla og fiski-
skipaflota Islendinga," sagði
Hjálmar Arnason, alþingismaður
og formaður nefndar sem um
helgina tók á móti nefnd manna
frá Daimler-Bens og dótturfyrir-
tæki þess dbb Ballard co., sem
sérhæfir sig í þessari tækni.
Þessum fyrsta fundi lauk með
samkomulagi aðila um það að
hveiju þeir vildu stefna og með
hvaða hætti það mætti gera.
Velta S-földum fjárlögum
íslands
„Eg tel þetta afskaplega mikinn
og merkilegan áfanga - og bara
það eitt að þetta mikla fyrirtæki,
sem er að velta kringum 5-föld-
um fjárlögum Islands, skuli eiga
frumkvæði að því að koma hing-
að í þessu skyni," sagði Hjálmar.
Mikil vinna sé eftir við að útfæra
þetta, fara yfir fjármögnunar-
möguleika og svo framvegis.
Menn hafi einsett sér að ljúka
því á haustdögum.
Vetnisdrifnir strætisvagnar
og togarar
Hjálmar segir menn jafnframt
sammála um að vinna í nokkrum
þrepum. Byrjunin væri að hing-
að kæmu 2-3 vetnisdrifnir
strætisvagnar innan ekki langs
tíma, en sá floti síðan smám
saman aukinn. I öðru lagi sam-
bærileg tilraun með fólksbíla,
sem yrðu knúnir metanóli og
efnarafölum. Og í þriðja lagi að
hefja undirbúning og rannsókn-
arþátt á nokkrum sviðum, svo
sem að skoða hin efnahagslegu
áhrif og skoða möguleika þess að
nýta metanól eða vetni á fiski-
skipaflotann. Og reyndist það
viturlegt, að helja þá tilraunir á
því sviði. Jafnframt að skoða
möguleika á útflutningi vetnis og
metanóls og síðan framleiðslu á
metanóli.
Tvær flugur í einu höggi
„En í því gæti reynst merkileg
nýjung. Þ.e.a.s. til að framleiða
metanól þarf fyrst að búa til
vetni og sfðan bæta efnum út í
það, m.a. kolmónoxíði, sem ein-
mitt er snar þáttur í spýjunni frá
Járnblendinu á Grundartanga.
Þessa spýju mætti leiða ofan í
vetnisverksmiðju og út úr því
kæmi metanól og mengunarlaus
stóriðja,“ sagði Hjálmar.
Af hverju til Islands?
- En afhverju kotna sltkir risar til
íslands?
Hjálmar segir þetta glöggt
dæmi um gildi rannsókna, þar
sem HI og menn eins og Bragi
Arnason og Þorsteinn Sigfússon
séu orðnir mjög þekktir í „vetn-
isheiminurn'. Við höfum líka 50
ára reynslu af því að framleiða
mjög hreint vetni í Áburðarverk-
smiðjunni. Reynslu af því að
skipta um orkugjafa, þ.e. úr kol-
um og olíu yfir í heitt vatn. Og
smæð samfélagsins þykir líka
mjög mikilvægur þáttur, þ.e.
opið samfélag og lítið.
Fámennið aðlaðandi
„Hér er auðvelt að koma á til-
raunum, ákvarðanatakan er fljót
og áhrifin eru mjög fljót að sjást.
Þá reynslu má síðan yfirfæra á
stærri samfélög. Og þá um leið
skapar það möguleika okkar á út-
flutningi, ekki bara á vetni og
metanóli heldur líka á hugviti og
tæknikunnáttu. Það er megin
ávinningur okkar af þessu," sagði
Hjálmar. „Við erum að kaupa inn
mengandi orkugjafa fyrir 10
milljarða á ári, sem við gætum
látið verða eftir hér innanlands
og vinna með okkur og efla rann-
sóknir þekkingu og menntun."
- HEI
Vaskur á
smokka
Rannveig Guð-
mundsdóttir
benti á það í
fyrirspurnar-
tíma á Alþingi
að Geir H.
Haarde fjár-
málaráðherra
hefði alfarið
hafnað því að
afnema virðis-
aukaskatt af getnaðarvörnum og
íslensku handverki, sem fjöldi
fólks víða um Iand væri að vinna
að og selja ferðamönnum. Hún
spurði síðan fjármálaráðherra
hvort ekki væri þá ástæða til að
setja virðisaukaskatt á laxveiði-
leyfi, sem hefðu alla tíð verið
undanþegin þeim skatti.
Geir H. Haarde sagði að ævin-
lega væri mikil ásókn í undan-
þágur frá virðisaukaskatti. Hann
sagði annað með laxveiðileyfin.
Það hefði verið farið í gegnum
það mál áður en það tengdist
mati á hlunnindum og hann
vildi ekkert fullyrða um þetta
mál á þessu stigi. - S.DÓR
Rannveig Guð-
mundsdóttir.
Heklumeim töluðu
ekki við HaUdór
Halldór Guðbjamason
lýsir imdnin á ])ví að
Hekluiiieim hafi talað
við Sverri vegna
kaupa Lindar á vinnn-
vélum frá Toyota.
„Ég var stjórnarformaður Lindar
á þessum tíma og í Landsbank-
anum heyrðu þessi mál undir
mig. Sigfús Sigfússon í Heklu
segir að Heklumenn hafi árang-
urslaust reynt að tala við Lindar-
menn og þá snúið sér að Lands-
bankanum með kvörtun, en þeir
töluðu aldrei við stjórnarmenn
Lindar eða mig sem bankastjóra
Landsbankans, sem þó hefði ver-
ið eðlilegast. Ætli þeir hafi ekki
talað við Sverri. Maður hlýtur að
spyrja sig að því hvers vegna þeir
velja að tala við hann,“ segir
Halldór Guðbjarnason: Maður hlýtur að
spyrja sig hvers vegna Hekla valdi að
tala við Sverri en ekki mig.
Halldór Guðbjarnason, fyrrum
Landsbankastjóri, í samtali við
Dag.
I Degi staðfesti Sigfús Sigfús-
son, forstjóri Heldu, orð Sverris
um að Hekla hafi fyrir sex eða sjö
árum kvartað til Landsbankans
yfir hinum útboðslausu kaupum
Lindar á vinnuvélum af Toyota.
„Við höfðum árangurslaust reynt
að tala við Lindarmenn og fórum
því til eigandans, Landsbank-
ans,“ sagði Sigfús. Sigfús hafði
þó þann fyrirvara á í þessu sam-
bandi að málið hafi verið í hönd-
um Ingimundar Sigfússonar, þá-
verandi forstjóra Heklu en nú-
verandi sendiherra, en Ingi-
mundur var formaður fjáröflun-
arnefndar Sjálfstæðisflokksins.
Halldór segir aðspurður að það
hafi ekki verið á borði stjórnar
Lindar að ákveða um útboð eða
ekki útboð. „Slík mál og almennt
ákvarðanir um að fá viðskipti á
besta verði voru í höndum fram-
kvæmdastjórnar Lindar," segir
Halldór. - FÞG
Engar mælingar
Umhverfisráðherra segir í svari
sínu vegna fyrirspurnar Rann-
veigar Guðmundsdóttur að eng-
ar mælingar hafi hingað til verið
framkvæmdar á losun dí-
oxína/furönum frá stóriðjufyrir-
tækjum eða sorpbrennslum hér
á Iandi. Slík krafa muni hins
vegar koma fram fljótlega í
tengslum við endurskoðun
starfsleyfa fyrir fyrirtæki sem
leyfi hafa til brennslu spilliefna.
Engin krafa hefur komið fram
um slíkar mælingar hér á landi
til þessa. Mælingar sem þessar
eru dýrar. Mun greiningarkostn-
aður eins sýnis vera um 100
þúsund krónur.
Nær eingöngu
svartolía
Guðmundur
Bjarnason
umhverfisráð-
herra segir í
svari við fyrir-
spurn Sigríð-
ar Jóhannes-
dóttur að
9/10 hlutar
orku-
gjafafiski-
mjölsverk-
smiðja hér á landi sé svartolía.
Enn fremur kemur fram í svar-
inu að ekki liggi fyrir upplýsing-
ar um hver kostnaðurinn við að
skipta yfir í raforkunotkun er.
Verksmiðjurnar fá nú svo kallað
ótryggt rafmagn frá Landsvirkj-
un með 50% afslætti og gildir sá
samningur til ársins 2000.
Áætlun skatta
AIls létu 5.450 einstaklingar
áætla á sig skatta árið 1997.
Samkvæmt upplýsingum frá rík-
isskattstjóraembættinu hafa
1.500 til 1.700 einstaklingar lát-
ið áætla á sig opinber gjöld tvö
ár í röð og svipaður Ijöldi þijú ár
í röð. Lang mestur fjöldi þeirra
er á aldrinum 16 til 35 ára.
Þetta kemur fram í svari íjár-
málaráðherra við fyrirspurn frá
Ossuri Skarphéðinssyni. -S.DÓR
Þorskur-
inn á upp-
leið
Þorskstofninn hefur vaxið veru-
lega undanfarin þijú ár og hefur
stofninn ekki verið stærri síðan
1989. Þetta er meginniðurstað-
an úr síðasta togararalli Haf-
rannsóknastofnunar en 4 togar-
ar voru við stofnmælingar botn-
fiska á íslandsmiðum dagana 2.-
25. mars síðastliðinn.
Nýliðun í stofninum er hins
vegar ekki nógu góð samkvæmt
tilkynningu frá Hafrannsókna-
stofnun og ekki horfur á veru-
legum vexti stofnsins á allra
næstu árum nema hún batni
frekar.
Verið er að vinna skýrslu
stofnunarinnar um ástand nytja-
stofna sjávar og aflahorfur
næsta fiskveiðiár og hún og til-
lögur um veiðiráðgjöf eiga að
liggja fyrir siðar í þessum mán-
uði.