Dagur - 12.05.1998, Qupperneq 7

Dagur - 12.05.1998, Qupperneq 7
x^«- ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1 998 - 7 ÞJÓÐMÁL Bjðrgum bömimiun „Þaö er ógnvekjandi að hugsa til þess, hve börn þurfa aö líða í vopnuðum átökum. Talið er, að á síðastliðnum tíu árum hafi tvær milljónir barna beðið bana I átökum og sex milljónir særst alvarlega eða hlotið varanleg örkuml, “ segir utanríkisráðherra í grein sinni. Myndin sýnir afganska stúlku sem steig á jarðsprengju. IJALLOÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKIS- \. RÁÐHERRA SKRIFAR Um síðustu helgi var haldið á vegum Barnaheilla málþing und- ir yfirskriftinni „Starf frjálsra fé- lagasamtaka í þróunarlöndun- _ « um . I mínum huga fer ekki á milli mála það veigamikla hlutverk, sem frjáls félagasamtök gegna í þróunarlöndunum, hvort sem er í hefðbundinni þróunaraðstoð eða mannréttindastarfi. Innan vébanda félaganna starfa fjöl- margir einstaklingar, sem aflað hafa sér starfsreynslu og mennt- unar á sviði þróunarmála og mannréttinda, auk þeirra íjöl- mörgu, sem styrkja slík félög með ýmsu móti. Frjáls félagasamtök Mikilvægt er að hlúa að starf- semi þessara félaga hér heima fyrir og greiða götu þeirra á starfsvettvangi í þróunarlöndun- um. Utanríkisráðuneytið hefur leitast við að styðja starfsemi þeirra með ýmsu móti. Flest þessara félaga eru aðilar að Mannréttindaskrifstofu Islands, sem nýtur stuðnings hins opin- bera. Aftur á móti er mikilvægt fyrir félögin að styrkja stöðu sína sem sjálfstæð félög, óháð ríkis- valdinu, og að þau leiti eftir megni eftir framlögum til starf- semi sinnar frá einkaaðilum. A síðustu árum hefur starf- semi fijálsra félagasamtaka orðið æ mikilvægari við umræður og stefnumótun í utanríkismálum á alþjóðavettvangi, einkanlega hjá Sameinuðu þjóðunum. Þegar efnt er til alþjóðlegra ráðstefna, er fijálsum félagasamtökum á viðkomandi sviði yfirleitt boðin áheyrnaraðild og málfrelsi. I flestum tilfellum hefur þátttaka slíkra félaga orðið til að styrkja verulega umræðu um viðkom- andi málefni. A Islandi starfa mörg félaga- samtök, sem láta sig utanríkis- mál, einkum mannréttindi og þróunarmál, miklu varða. Utan- ríkisráðuneytið hefur leitast við að efla samstarf við þessi félög og koma á samstarfi við þau um ýmis málefni. Að mörgu leyti eru þau hentugur vettvangur fyrir áhugamenn um alþjóðamál til að láta til sín taka og hafa áhrif á stefnu Islands i viðkomandi máli. Slíkt grasrótarstarf er afar mikilvægt hinni pólitísku um- ræðu. Flest þessara félaga byggja á traustum grunni og hafa mörg hver rótgróin tengsl við erlend systurfélög eða stofnanir, eins og t.d. Amnesty International, Barnaheill og UNIFEM, svo nokkur séu nefnd. Starf Bamaheílla Utanríkisráðuneytið hefur átt gott samstarf við Barnaheill og fulltrúi samtakanna hefur á veg- um stjórnvalda tekið þátt í tveimur alþjóðaráðstefnum, ann- ars vegar fyrstu alþjóðlegu ráð- stefnunni um kynferðislega mis- notkun barna, sem haldin var í Stokkhólmi 1996, og hins vegar í alþjóðaráðstefnu um vinnu barna, sem haldin var í Osló síð- astliðinn október. Samtökin gegna miklu hlutverki í mann- réttindastarfi í landinu. Þau hafa tekið höndum saman með öðr- um sjálfstæðum félögum, sem vinna að mannréttindum og þró- unaraðstoð, og eru aðilar að Mannréttindaskrifstofu Islands. Það er ánægjulegt, að Bama- heill hafa nú í hyggju að láta beint til sín taka í verkefni í þágu barna í þróunarlöndunum. Ut- anríkisráðuneytið mun styrkja slíkt verkefni með hálfri milljón króna, ef það uppfyllir öll eðlileg skilyrði. Mikilvægt er að sem flestir að- ilar Ieggi sitt af mörkum til þró- unarsamvinnu. Það er liðin tíð, að þróunaraðstoð komi aðeins frá opinberum aðilum. Nú gegna einkafyrirtæki afar miklu hlut- verki í slíkri samvinnu. Allir sem geta verða að leggjast á eitt við að skapa í þróunarlöndunum eðlilegt umhverfi, þar sem reglur réttarríkisins og hins frjálsa markaðar eru í heiðri hafðar, auk þess sem stoðum verði rennt undir menntakerfi, heilbrigðis- kerfi og félagslegt öryggi í þess- um löndum. Fijáls félagasamtök hafa hlutverki að gegna í þessari þróunarsamvinnu eins og margir aðrir. Vaxandi áhugi á velferð barna I kjölfar samnings um réttindi barna og leiðtogafundar Samein- uðu þjóðanna um málefni barns- ins í New York 1990, hefur mál- efnum barna verið gefinn æ meiri gaumur á alþjóðavettvangi. Leiðtogafundurinn gaf út sér- staka yfirlýsingu og samþykkti framkvæmdaáætlun, til að berj- ast af krafti gegn ofbeldi gegn börnum, eins og útburði stúlku- barna, barnaþrælkun, sölu á börnum og líffærum þeirra, barnavændi og barnaklámi. Enn- fremur eru í gangi ýmsar aðrar framkvæmdaáætlanir til að bæta hag bama. Bom og vopnuð átðk Hið alþjóðlega samfélag ber ábyrgð á hag barna í heiminum. Nú eru til umfjöllunar ýmis brýn hagsmunamál barna, sem þörf er á að taka föstum tökum og vil ég nefna nokkur þeirra. Það er ógnvekjandi að hugsa til þess, hve börn þurfa að líða í vopnuðum átökum. Talið er, að á síðastliðnum tíu árum hafi tvær milljónir barna beðið bana í átökum og sex milljónir særst alvarlega eða hlotið varanleg ör- kuml. Auk þess er áætlað að um fjórðungur milljónar barna undir 18 ára aldri taki þátt í vopnuðum átökum. Starfandi er sérstakur vinnuhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna um viðauka við barna- samninginn sem gerir ráð fyrir að hækka hið 15 ára aldursmark þeirra, sem hægt er að taka í her og senda í vopnuð átök. Það er fagnaðarefni, að framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hef- ur nýverið skipað sérstakan full- trúa til að fjalla um vopnuð átök og börn. Bamaþrælkim Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) áætlar, að um 250 milljón- ir barna á aldrinum fimm til fjórtán ára séu Iátnar vinna, þar af tæplega helmingurinn fullan vinnudag. Þessi börn þurfa oft að sæta harðræði og búa við öm- urlegar aðstæður, auk þess sem framtíð þeirra er óviss og mögu- leikar til eðlilegs þroska og menntunar nær engir. Unnið er að því, að Island fullgildi sam- þykkt Alþjóða Hnnumálastofn- unarinnar nr. 138 um lágmarks- aldur við vinnu. Stórt skref var stigið í þessa átt með samþykkt frumvarps í fyrra um breytingu á tíunda kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum, en sá kafli fjallar um vinnu barna og unglinga. Að- stæður á Islandi ættu þ\a að vera í samræmi við samþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar og sjö- undu grein Félagsmálasáttmála Evrópu, sem Qallar um sama efni. A þingi stofnunarinnar { júní næstkomandi er fyrirhugað að hefja undirbúning að nýrri samþykkt gegn sérstaklega erf- iðri vinnu barna. I félagsmála- ráðuneytinu er nú unnið að því, að Island geti fullgilt hina endur- skoðuðu og bættu gerð Félags- málasáttmálans, sem lögð var fram til undirritunar í apríl á síð- asta ári. Kynferðisleg misnotkim Kynferðisleg misnotkun barna er vandamál í öllum samfélögum og er Island ekki undantekning í þeim efnum. Nauðsynlegt er að skapaðar séu í samfélaginu þær stofnanir og tæki, sem tekið geti á þessu vandamáli, t.d. umboðs- mannaskrifstofur, neyðarlínur og heimili. Samtök, eins og Barna- heill, gegna Iykilhlutverki í þess- um efnum. Víða um heim eru hundruð þúsunda barna neydd til vændis og haldið ánauðugum, oftast með hræðilegum afleið- ingum fýrir heilsu þeirra. Til dæmis er áætlað að 75% þeirra barna sem stundi vændi í Thaílandi hafi fengið eyðni- veiruna. Gera verður ráðstafanir til að sækja þá til saka, sem stunda misnotkun af þessu tagi. Mikilvægt skref var stigið hér á landi, þegar Alþingi samþykkti frumvarp til breytinga á almenn- um hegningarlögum í því skyni að gera vörslu barnaldáms refsi- verða. Það er áhyggjuefni, að víða í heiminum eru stúlkubörn beitt oflreldi og réttindi þeirra brotin, til dæmis hvað varðar möguleika til skólagöngu og menntunar. Slíkt á sér stað til dæmis í Af- ghanistan, auk þess sem stúlkur verða að þola ofbeldi, sem rétt- lætt er í nafni trúarbragða og hefða, eins og umskurn. I ræðu minni við upphaf allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna í fyrra- haust minntist ég sérstaklega á nauðsyn þess að skapa betri menntunarmöguleika fyrir kon- ur. Við berum 811 ábyrgð Málefni barna eru orðin mikil- vægt viðfangsefni í alþjóðlegu samstarfi. Til dæmis fer fram hjá Evrópuráðinu, Oryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu og Eystra- saltsráðinu öflugt starf að rétt- indum bama og mannréttindum almennt. A utanríkisráðherra- fundi Evrópuráðsins, sem ég sótti fyrr í vikunni, voru umræð- ur um ýmis málefni barna. Þar kom meðal annars fram, að al- þjóðleg glæpastarfsemi hefur í vaxandi mæli farið að nota börn til afbrota. Eiturlyfjasalar, þjófar og annar glæpalýður neyða börn í vaxandi mæli til glæpastarfsemi og hika ekki við að eyðileggja líf og framtíð saklausra barna. Vitneskja okkar um barnaher- menn, barnavændi, þrælkun og vandamál fatlaðra barna hafa opnað augu almennings jafnt sem stjórnvalda um allan heim á nauðsyn alþjóðasamvinnu til að vinna að réttindum og velferð barna. Velferð barna hefur áhrif á samfélagið og þar með félags- legan stöðugleika í ríkjum. Sam- félag þjóðanna varðar um það, hvernig stjórnvöld sinna mann- réttindum barna, sem annarra þjóðfélagsþegna, og tryggir þeim grundvallarmannréttindi. Við Is- lendingar munum ekki sitja hjá í þessu starfi. Við getum lagt mik- ið að mörkum með öflugu starfi m.a. innan Barnaheilla.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.